Stjórnarfundur 11.maí 2017

mánudagur, 12. júní 2017
 

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands, 11.maí, 2017

Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf,  Árni Már, Anna, Ingimundur og Ingibjörg .

                                   

•1.     Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda

•2.     Reykjavík Bridgefestival 2018, keppnisstaður. Stjórn BSÍ hefur ákveðið að ganga til samninga við Hörpu og var Jafet ásamt Guðný og Ólöfu falið að ganga frá samningi. Aðstaða virkar með ágætum, gott rými og stólar og borð frambærileg og tæknimál í góðu standi. Hægt er að bæta við tækjum ef þörf er á. Auglýsa þarf dagsetningar og staðsetningu sem fyrst fyrir árið 2018.

•3.     Tímasetning Bridgehátíðar. Umræða var um hvort huga ætti að því að færa hátíðina fram í mars. Í upphafi þegar Bridgehátíðinni var fundinn tímasetning var lítið um að vera í janúar en í dag er janúar orðinn mjög umsetinn mánuður hjá hótelum og ferðaþjónustu. Ræða þarf þessa hugmynd áður en ákvörðun er tekin.

  • 4. Útbreiðsla bridge - markaðsátakið. Vinnufundur verður haldinn á mánudag um framtíð Bridge á Íslandi. Fáir hafa skráð þátttöku en vonast er eftir 16-20 manns a.m.k. Óskandi er að þeir sem mest hafa sett útá skipulag og vinnu vegna fræðslu og aðferðir stjórnar sjái sér fært að mæta. Skipulag verður í anda þjóðfundar og skipt í vinnuhópa og niðurstöður teknar saman og kynntar.

•5.     Landsliðsmál - Norðurlandamót, undirbúningur. Maggi hefur tekið að sér konurnar, skipulagt æfingar, farið yfir kerfiskort o.fl. spilað verður um helgina.

Guðmundur Páll hefur haldið utan um karla liðið með svipuðum hætti og Maggi.

  • 6. Landsliðsmál - Evrópumót 2018. Næsta Evrópumót í Bridge verður haldið í Ostede í Belgíu 2018. Skipuleggja þarf fyrirkomulag á vali í landsliðið fyrir sumarið og hefja síðan undirbúning í september. Töluverð umræða fór fram innan stjórnar með fyrirkomulag á vali í landsliðið og hugmynd að einvaldi. Hverjir eru tilbúnir að taka slíkt verkefni að sér? Þarf einvald í bæði kvenna og karla landslið? Þurfum við e.t.v. að sækja út fyrir landsteinana?

  • 7. Meistarastig - Daníel Rúnarsson hefur verið fenginn til að setja saman kerfi tila að halda saman meistarastigum fyrir BSÍ. Verður kerfið tilbúið í september.

•8.     Heiðursmerki - Heiðursmerkjum BSÍ var stolið við innbrot í Síðumúlann síðasta vetur. Ákveðið var að skoða nýtt útlit og stærð heiðursmerkja / gullmerkja BSÍ og var Ingibjörg fengin til að fara fyrir þeirri vinnu. 

•9.     Fréttir af EBL -

  • Ný heimasíða hefur verið opnuð hjá Evrópusambandinu.

  • Næstu Wintergames verða haldnir í Sviss.

  • Forseti Heimssambandsins Rona hættir í haust og reikna má með að Yves Aubry forseti Evrópusambandsins bjóði sig fram.

  • Vangaveltur eru með hver bjóði sig fram í Evrópu, Paul Portar frá Írlandi væri e.t.v. góður og einnig er Portúgali í athugun.

 Önnur mál.

  • Rætt var um nauðsynlegt viðhald á húsnæði sambandsins og lagfæring á spilaborðum.

     

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson