Bikarinn 2022 - upplýsingar

Reglugerð

Skorkort

Tengiliðalisti

  • 1. umferð   síðasti spiladagur er 11. júlí   
  • 2. umferð   síðasti spiladagur er 8. ágúst  
  • 3. umferð   síðasti spiladagur er 3.sept
  • Undanúrslit og úrslit verða spiluð fyrripart sept. 

Fyrirliði sér um að senda úrslit á Matthias@bridge.is og sér um að skila gullstigablaði. 

Væri gaman ef það væru teknar myndir og settar á spjallið þegar spilað er

Fundargerð 15.mars 2017

miðvikudagur, 12. apríl 2017

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands, 15. mars, 2017

Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf,  Árni Már, Anna, Ingimundur, Ingibjörg

og Birkir Jón.

                                   

•1.     Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda

•2.     Reykjavík Bridgefestival 2018, keppnisstaður. Endanleg staðsetning ekki enn komin. Hluti stjórnar BSÍ fór og skoðaði aðstöðu í Hörpu milli funda og leist ágætlega á aðstæður og er þar allt það helsta sem til þarf.

Tilboð frá Hótel Natura hefur enn ekki borist BSÍ og verður hinkrað eftir því áður en tilboða til einhverra ára verður leitað frá Hörpu.

  • 3. Útbreiðsla bridge - markaðsátak í 6 mánuði. Jafet og Anna hafa verið tenglar stjórnar við Hrönn sem heldur utan um átak okkar um eflingu Bridge íþróttarinnar. Umfjöllun og auglýsingum verður beint að vefmiðlum eins og Facebook. Unnið verður sérstaklega að þessu átaki í framhaldsskólum.

Jafet skorar sérstaklega á stjórnarmenn að koma  með einn þátttakanda undir 25 ára á byrjenda námskeið.

•4.     Landsliðsmál - Norðurlandamót, undirbúningur. Í þeirri undankeppni um landsliðssæti sem fór fram í janúar og mars um setu í landsliðum Íslands fyrir Norðurlandamót urðu nokkuð skýr úrslit í opna flokknum.   Í kvenna flokknum var meiri spenna og sviptingar. Skipa tvö efstu pörin landslið okkar á Norðurlandamótinu í júní. Verður komið á landsliðsæfingum eftir lok Íslandsmótsins. fyrir landsliðsmenn í Opna flokknum. En í kvennaflokknum hefjast æfingar 20. Mars og mun Magnús Magnússon sjá um þær.

•5.      Svindlmál. Þau mál sem komu upp á síðast ári eru fjögur og hefur kostað mikið fé hjá Evrópska Bridgesambandinu að rannsaka þau. Þýska málinu og því ítalska er lokið og þeir aðilar dæmdir í 8-10 ára bann frá þátttöku í mótum. Mál pólska parsins hefur verið tekið upp að nýju, eftir byltingu í stjórn Pólska Bridgesambandsins og nýrra sannana sem m.a. má sjá á Youtube. Mál ísraelska parsins er ólokið og hafa þeir tekið hressilega til varnar og eru með tvo lögmenn í þessu máli. Sannanir gagnvart þeim eru þó mjög sterkar. Stefnt er að því að klára þessi tvö mál fyrir 1. Júlí n.k.

•6.     Féttir af EBL. Eftir ár verður aðalfundiur hjá EBL og líklegt er talið að Yves Aubry sem er forsetis sambandsins í dag bjóði sig fram í heims samtökin og því verði skipt um forseta að ári.

Hjá EBL hafa safnast upp í sjóð töluvert fé (28,000 Evrur) sem verður notað til markaðsátaks í Bridge íþróttinni í Evrópu. Ísland mun fá af þessu um 3,000 Evrur eða rúmar þjár milljónir.

•7.      Önnur mál.

  • Íslandsmótið í sveitakeppni, undankeppni verður haldið um mánaðarmótin n.k. Úrslitin verða síðan haldin í húsnæði Ferðafélagsins í Mörkinni.

  • Borist hefur erindi frá Helga Sigurðssyni og Hauki Ingasyni varðandi niðurstöðu keppnisstjóra á kæru á spili í undankeppninni um landsliðssæti. Snýr þetta mál einnig að því að ekki lá fyrir reglugerð um þessa keppni. Jafet mun afla upplýsinga og hafa samband við hlutaðeigandi.

  • Niðurstaða varðandi forrits fyrir meistarastigsutanumhald er ekki komin, verið er að skoða leiðir.