Stjórnarfundur 15.febrúar 2017

mánudagur, 6. mars 2017

  Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 15. febrúrar 2017

Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf,  Árni Már, Anna, Ingimundur

og Ingibjörg. Birkir Jón fjarverandi.

Stjórnarmenn byrjuðu á því að minnast Helga Jóhannssonar sem lést fyrir skömmu, 65 ára að aldri. Hann var jarðsunginn í dag. Helgi var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar 1991 í Japan. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst  í Yokohama .

  • 1. Fundagerð síðasta fundar - samþykkt án athugasemda.

  • 2. Reykjavík Bridgefestival 2017 útkoma og horfur 2018. Heldur lélegri útkoma varð á Reykjavík Bridgefestival í ár en áður. Ein ástæðan er að samningar við Hótel Natura hafa ekki verið jafn góðir og áður. Þrátt fyrir þessa útkomu verður skoðað hvort stjórnendur Hótel Natura séu tilbúnir að semja við sambandið vegna árs 2018. Tilboðs er að vænta fyrir lok mars. Aðrir staðir sem skoðaðir hafa verið eru:

  • Grand Hotel - þar munu standa yfir framkvæmdir í janúar 2018.

  • Laugardalshöll - of dýr.

  • Harpan - verið er að skoða verð og aðstæður og farið verður í skoðunarferð í lok vikunnar.

  • 3. Fjármál. Lögð var fram fjárhaldsáætlun BSÍ fyrir árið 2016-2017 og er þar gert ráð fyrir u.þ.b. 2 milljóna kr. afgangi . Forseti mun síðan ræða við Menntamálaráðuneytið um hækkun fjárstyrks fyrir næsta ár.

•4.     Útbreiðsla bridge - markaðsátak í 6 mánuði. Búið er að hrinda af stað markaðsátaki í eflingu Bridge íþróttarinnar. Verður ákvörðun tekin í haust um framhald átaksins. Voru stjórnarmenn almennt sammála um að lengri tíma þurfi til að ná árangri.

Fréttablaðið mun vera með fróðleik og umfjöllun um Bridge eftir 2-3 vikur.

•5.     Landsliðsmál - seinni landsliðshelgin. Seinni helgin um keppni um landsliðssæti verður haldin 4.-5. mars.

•6.     Meistarastig,  kaup á forriti. Þörf er á að endurnýja það kerfi sem notast hefur verið við að halda utan um meistarastig. Skoðuð verða kaup á slíku forriti frá Svíþjóð eða Danmörku áður en ákvörðun verður tekin. Jafnframt verður skoðað hvort Háskólinn í Reykjavík hafi áhuga á að taka smíði á slíku kerfi sem verkefni nema.

•7.     Önnur mál

  • Búið er að kaupa 42 nýjar borðtölvur og stefnt er á að halda þeirri endurnýjun áfram.

  • Þau Skreen spjöld sem notuð hafa verið undanfarin ár þarf að endurnýja og verður haft samband við Pólverja sem hafa hannað og framleitt nýja tegund spjalda sem eru áföst borðum. Stefnt að því að kaupa Skreen spjöld á 12 borð.

  • Alþjóðlegt mót með verður haldið í júní á Ítalaíu eftir Norðurlandamótið. Skipulögð þátttaka er ekki á dagskrá en ekki er útilokað að BSÍ muni styrkja þátttöku sé þess óskað.

  • Slípa þarf og lakka spilaborð í húsnæði sambandsins og verður leitað tilboða til þess í sumar.

  • Það fyrirkomulag sem notast var við í yfirsetu á Bridgehátíð mætti mikilli óánægju og verður að koma í veg fyrir yfirsetu á næstu hátíð.

Næstu fundir stjórnar BSÍ:

            15. mars kl. 17:00 

           

Fundarritari

Árni Már

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar