Bikarinn 2022 - upplýsingar

Reglugerð

Skorkort

Tengiliðalisti

 • 1. umferð   síðasti spiladagur er 11. júlí   
 • 2. umferð   síðasti spiladagur er 8. ágúst  
 • 3. umferð   síðasti spiladagur er 3.sept
 • Undanúrslit og úrslit verða spiluð fyrripart sept. 

Fyrirliði sér um að senda úrslit á Matthias@bridge.is og sér um að skila gullstigablaði. 

Væri gaman ef það væru teknar myndir og settar á spjallið þegar spilað er

Stjórnarfundur 11.janúar 2017

mánudagur, 23. janúar 2017

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 11. janúar 2017

Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf,  Árni Már, Anna, Ingimundur

og Ingibjörg. Birkir Jón fjarverandi.

 • 1. Fundagerð síðasta fundar - samþykkt án athugasemda.

 • 2. Keppni um landsliðssæti - Landsliðsnefnd - landsliðsnefnd. Keppnin um landsliðssæti sem fór fram 7. og 8. janúar þótti takast með ágætum. 8 pör mættu í kvenna flokkinn og 12 pör í opna flokkinn. Var frekar reiknað með meiri þátttöku en þar sem verið er að keppa um þátttöku í "B móti" (sæti í landsliði á norðurlandamóti) má vera að áhuginn hafi verið minni fyrir vikið.

Rætt var um að í framtíðinni yrði betur staðið að undankeppni / vali í landsliðin. Litið yrði til lengri tíma og til fleiri móta en tveggja helga sem settar eru  upp vegna vals á pörum í landslið.

Björn Eysteinsson og Ragnar Hermannson hafa sagt sig úr Landsliðsnefnd. Jafet og Guðmundur Páll eru einir eftir í nefndinni. Leitað verður að aðilum til að fylla skarð Ragnars og Björns, en stefnt er að því að hafa fjóra í Landsliðsnefnd. Nokkrum nöfnum kastað fram, Jafet mun koma með endanlega tillögu á næsta fund um skipan í Landsliðsnefnd.

 • 3. Reykjavík Bridge festival 2017. Ágætis þátttaka virðist ætla verða í Bridgehátíð þetta árið. Yfir 50 sveitir og 70 pör hafa þegar skráð sig. Stefnt er að því að fá 90 sveitir til að spila. Reynt verður að fá ný orðinn forsætisráðherra Bjarna Benediktsson til að setja hátíðina og er Jafet að vinna í því, allt annað er tilbúið fyrir mótið

 • 4. Reykjavík Bridge festival 2018. Verið er að skoða spilastaði fyrir árið 2018. Ljóst er að samningur okkar við Hótel Natura verður ekki endurnýjaður. Verið er að skoða staði eins og Laugardalshöll og Hörpu. Vega þarf og meta aðstöðu og kostnað. Þörf á nálægð við Hótel / gistingu hefur einnig verið til umræðu. Stjórnarmönnum finnst mest spennandi kostur að fá Hörpuna sem spilastað ma. vegna nálægðar við mörg hótel, aflað verður tilboða frá einum fjórum aðilum.

 • 5. Nýliðafræðsla og kennsla. Hrönn Óskarsdóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri í átaki BSÍ til eflingu íþróttarinnar og fjölgun spilara. Búið er að gera aðgerðaráætlun fram á vor 2017 m.a. um að ná til ungra spilara og aðra sem ekki hafa verið virkir Bridge spilarar frama ð þessu. Nánar kynnt síðar.

 • 6. Norðurljósa Bridgemót Siglufirði í október 2017. Þetta mót sem var áætlað í september og tókst fráæbrlega vel, verður fært aftur til 6. 7. og 8. október.

•7.     Önnur mál

 • a) Umræða var aðeins um húsnæði BSÍ, 14 leðurstólar og barborð með stólum fengum við gefins frá Perlunni. Allir sammála að þetta sé til bóta og í framhaldi væri tilvalið að lagfæra borð og annað sem farið er að láta á sjá. Stefnt að smá andlitslyftingu á húsnæðinu í sumar.

 • b) Fjárlög ríkisins - BSÍ mun fá sömu upphæð og seinasta ár. Farið er að veita fjármagni í meira mæli í gegnum afrekssjóði íþróttafélaganna en til að vera gjaldgengur þar þarf að vera aðila að ÍSÍ, sem BSÍ er ekki. Jafet mun fylgja þessu máli eftir gagnvart ráðuneytingu.

 • c) Endurnýja þarf Bridge mate sambandsins og var samþykkt að kaupa nýju útfærsluna sem er á hagstæðari kjörum núna en áður. Þessi nýju Bridge mate eru með stærri skjá, þægilegri og minni um sig. Ólöf og Jafet mun sjá um innkaupin.

Næstu fundir stjórnar BSÍ:

            15. febrúar kl. 17:00  og  15. mars kl. 17:00

           

Fundarritari

Árni Már