Stjórnarfundur 29.ágúst 2016
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 29. ágúst kl. 17:00
Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf, Árni Már, Anna og Ingimundur.
Guðmundur, Júlíus og Guðný boðuðu forföll
•1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
-
2. Ársþing Bridgesambandsins 16. okt. n.k. er í vinnslu og er verið að ganga frá reikningum og bókhaldi félagsins ásamt ársskýrslu.
-
3. Mótaskrá næsta starfsárs er tilbúin og liggur fyrir á síðu sambandsins.
-
4. Landsliðsmál, heimsleikarnir í Wroclaw. Tvö 6 manna lið verða send á heimsleikana.
Opna flokkinn skipa: Aðalsteinn Jörgensen, Birkir Jón Jónsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Þröstur Ingimarsson, Karl Sigurhjartarson, Snorri Karlsson, fyrirliði er Sveinn Rúnar.
Kvennaliðið skipa: Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Arngunnur Jónsdóttir, Helga Sturlaugsdóttir, Svala Pálsdóttir, Anna Guðlaug Nielsen, fyrirliði Jafet Ólafsson.
-
5. Landsliðsmál næsta starfsár. Norðurlandamótið verður haldið í júní 2017 í Danmörku. Ákveðið er að spilað verður um sæti líkt og fyrir seinasta Norðurlandamót. Stefnt er á að spilað verði um sætin tvær helgar í janúar og febrúar. (7. og 8. eða 14. og 15. janúar og 18. og 19. febrúar)
-
6. Þátttaka tveggja ungra spilarar í móti erlendis. Heiðar og Logi frá Bridgefélagi Borgarness tóku þátt í keppni yngri spilara í Lettlandi og var það mikil reynsla fyrir þá sem ætti að reynast þeim vel í framtíðinni.
-
7. Mót á Siglufirði haldið 23.-25. september. Vegleg verðlaun eru í boði bæði fyrir tvímenninginn sem spilaður er á föstudeginum, og sveitakeppnina sem fram fer á laugardeginum og sunnudeginum. Stefnir í ágæta þátttöku 28 pör komin í tvímenninginn.
-
8. Húsnæðismál. Ný búð er komin á jarðhæð. Leit að hentugra húsnæði fyrir BSÍ er enn haldið áfram.
-
9. Bermudaskál 25 ára afmæli. Móttaka verður 18. nóvember fyrir þá sem komu að árangri Íslands 21. október 1991. Björn Eysteins, Jafet og Guðný halda utan um undirbúning.
•10. Önnur mál
-
Þátttaka senior landsliða hefur verið þekkt um árabil meðal helstu þjóða í Bridge heiminum. Hugmynd er um að skipa slíkt landslið á Íslandi hefur komið upp hjá nokkrum eldri spilurum landsins. Verið er að koma á "senior landsliðsnefnd" á vegum BSÍ sem á að hafa það hlutverk að skoða áhuga og framkvæmd þessara hugmyndar. Nánar verður fjallað um þetta síðar.
-
Samningur er kominn frá Hótel Natura (gamla Loftleiðahótelinu) varðandi Bridgehátíð og undanúrslitin í Íslandsmótinu. Sennilega í síðast skipti sem bridgemót verða haldin þar þurfum að fara líta eftir nýjum keppnisstað fyrir Bridgehátíð.
Næsti fundur ákveðinn 10. október kl. 17:00