Stjórnarfundur 8.júní

miðvikudagur, 3. ágúst 2016

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 8. Júni 2016 kl. 17:00

Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf, Anna, Guðmundurog Ingimundur,

Árni boðaði forföll

  1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
  2. Kvennalandslið, undirbúningur
  3. Magnús hefur skipulagt æfingar með landsliðinu, hlé verður á æfingum frá miðjum júní til byrjun ágúst en þá verða æfingar teknar upp að nýju og æft fram að móti fyrstu viku í september. Ánægja hefur verið með æfingar og skipulagningu.

  4. Landsliðsmál opinn flokkur og heimsleikarnir
  5. Æfingar hafa gengið vel undir stjórn Ragnars og Guðmundar Páls um síðustu helgi var spilað í þrjá daga og æfing var s.l. þriðjudagskvöld þá voru afhentar treyjur. Farið yfir lyfjamál. Landsliðið fer út upp úr miðri næstu viku.

  6. Bermudaskálin 25. Ára afmæli
  7. Mikið af mótum verður í haust og sennilega ekki bætandi á það að hafa eitt mótið í viðbót. Ákveðið að hafa móttöku föstudaginn 18. Nóvember kl. 17.00 sennilega í Akoges salnum til að fagna þessum tímamótum, öllum þeim sem komu að þessum merkisviðburði verður boðið. Ennfremur verður sent boð á menntamálaráðherra og fleiri aðila.

  8. Fjármál
  9. Þetta fjárhagsár sem endar 31. Ágúst verður kostnaðarsamt vegna margra verkefna fyrir landsliðin, útlit er fyrir að um 700.000 tap verði á rekstrinum. Samt er áætlað að sjóðsstaða verði jákvæð um rúma eina milljón þann 31. Ágúst. Sambandið er nú skuldlaust. Dreift var plaggi um helstu kostnaðar og tekjuliði og fór Jafet yfir þessa liði. Næsta ár verður léttara kostnaðarlega.

  10. Ársþing Bridgesambandsins
  11. Ákveðið að hafa ársþing sambandsins sunnudaginn 16. Október kl. 13.00 í Síðumúlanumetja, Ólöf sér um frágang á ársreikning og Jafet mun sjá um skýrslu stjórnar.

  12. Önnur mál
    •  
      • Championcup í Örebro, Sambandið á boð fyrir tvö pör á mótið, Sveinn og Þröstur unnu sér rétt til að spila á mótinu með góðri frammistöðu í fyrra. Ákveðið að senda annað par með þeim og mun Jafet og Guðmundur sjá um valið á því pari
      • Bréf frá Bridgefélagi Akureyrar, Stefán formaður hefur sent inn bréf vaðandi sumarbridge og sveitakvóta. Miklar umræður urðu um þetta mál, m.a. hvort ætti algjörlega hafa opið í sveitakeppni, þ.e. opna undankeppnina. Ákveðið að fá Svein, Guðmund Pál og Jón Baldurs til að koma með tillögu fyrir næsta ársþing og niðurstað fengist þá.
      • Hótel Natura hefur svarað jákvætt með að hýsa Reykjavik Bridgefestival og undanúrslit í sveitakeppni, þetta er mjög jákvætt.

Fundi slitið kl. 18.00

Næsti fundur 24. ágúst kl. 17.00

Gleðilegt sumar

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar