Stjórnarfundur 4.maí 2016
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 4. maí kl. 17:00
Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf, Árni Már, Anna og Ingimundur,
Guðmundur og Júlíus
-
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
-
2. Kvennalandslið, undirbúningur
Magnús hefur skipulagt æfingar með landsliðinu fram á sumar. Hafa æfingar gengið vel og fara aðallega fram á netinu. Heiðar og Logi hafa einnig komið inní þessar æfingar, en þeir fara til Lettlands í júlí.
Athugasemd kom fram á fundinum varðandi ákvarðanatöku á vali á þriðja pari í landsliðið. Þótti ekki rétt staðið að ákvörðun. Landsliðsnefnd var hins vegar sammála um valið eftir yfirlegu og mat á stöðu para.
-
3. Landsliðsmál opinn flokkur
af serstökum ástæðum hafa þeir félagar Sigurbjörn Haraldsson og
Jón Baldursson dregið sig út úr landsliðinu sem fara á Em núna
um miðjan júní, í þeirra stað hafa verið valdir þeir
Aðalsteinn og Birkir Jón og taka þeir sæti Jóns og
Bessa. Val á landsliðinu fyrir heimsleikana verður klárað fyrir 20.
maí.
Senior landslið
Enn er verið að skoða hvort áhugi sé á að koma á landsliði eldri spilara. Einhverjir af okkar betri spilurum hafa sýnt þessu áhuga en aðrir hafa minni áhuga.
-
4. Síðumúli 37 og 39 - samkomulag um skipulag
Með tilkomu nýrra eigenda á húseignum á Síðumúla 37 (að hluta), Síðumúla 39 og húseigna við Grensásveg þá hefur BSÍ verið beðið að samþykkja ákveðnar breytingar á þessum eignum. Munu BSÍ ekki þurfa að bera neinn kostnað á þessum breytingum en reikna má með að okkar eign muna auka verðgildi sitt við þessar breytingar. Þegar hafa 4 tilboð borist í húsnæði BSÍ en ekki verður selt fyrr en hentugt húsnæði finnst. Forseta veitt heimild til að skrifa undir beiðni um nýtt skipulag og beiðni um viðbótarbyggingarrétt, ein hæð ofan á núverandi húsnæði. En byggingarréttur þessi gæti orðið nokkuð verðmætur fyrir sambandið síðar meir.
-
5. Sumarbridge
Sumarbridge byrjar 25 maí og verður spilað 2x í viku að
venju. Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:00 og
verður Sveinn R. Eiríksson umstjónarmaður sumarbridge ásamt
nokkrum fleirum góðum keppnisstsjórum
-
6. Öryggismál í Síðumúla
Setja þarf upp einhverskonar öryggiskerfi hjá okkur, Jafet og Ólöf munu skoða hvaða leið er hagkvæmust fyrir okkur.
-
7. Fjárveitingar 2017
Umsókn um fjárveitingu er hefur verið send ásamt skýrslu um starfsemi og rekstur BSÍ sem þarf að fylgja með. Sótt verður um hækkun styrkjar m.a. vegna þátttöku í Evrópu móti.
•8. Önnur mál
-
Almenn ánægja virðist vera með staðsetningu og framkvæmd Íslandsmótsins í ár. Stjórn sammála því að festa sal Ferðafélagsins fyrir næsta ár.
-
Kvenamótið sem haldið var þótti einnig vel heppnað
-
Athugað verður með hvort Hótel Natura geti ekki samið við okkur um eitt ár enn um Icelandair Open. Jafet og Ólöf munu fá fund með hótelstjóra til að fá eitt ár í viðbót á Hótel Natura
-
Verið er að leggja síðustu hönd á næstu mótaskrá.
Næsti fundur 8. júní kl 17:00