Stjórnarfundur 16.mars 2016
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 16.mars kl. 17:00
Mættir: Guðný, Jafet, Ólöf, Árni Már, Anna og Ingimundur.
Guðmundur og Júlíus boðuðu fjarveru.
-
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
-
2. Kvennalandslið, undirbúningur
Eftir á að velja þriðja parið í landslið kvenna og verður það gert á næstu dögum. Magnús mun í framhaldinu hefja skipulegar vikulegar æfingar. Tilkynna þarf þátttöku á Heimsleikunum í Bridge í Wroclaw, Póllandi fyrir 15. júlí. Mótið hefst 3. september þar sem allir munu spila við alla, eftir það fer fram útsláttarkeppni.
-
3. Landsliðsmál opinn flokkur
Undirbúningur landsliðsins verður fram haldið um helgina.
-
4. Samningur við Icelandair
Gerður hefur verið nýr samningur við Icelandair til tveggja ára sem felur í sér afslátt af flugmiðum ásamt árlegum fjárstyrk. Er þessi samningur talinn betri en sá fyrri.
-
5. Mót á Siglufirði í haust
Búið er að setja saman tillögu að dagskrá og verið er að leita tilboða í gistingu.
-
6. Sumarbridge
Boðið verður uppá sumarbridge að venju og haft verður samband við Sveinn Rúnar með að taka þetta að sér. Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum.
•7. Mót yngri spilara í Lettlandi í Júlí
Ákveðið var að senda Heiðar og Loga frá Bridgefélagi Borgarfjarðar á 13. Evrópumót yngri spilara í Lettlandi 12-20.júlí n.k. .
•8. Andlitslyfting í Síðumúlanum
Mála þarf eldhús- og kaffiaðstöðu, verður farið í það á næstu vikum.
•9. Bermúdaskálin 25 ára
Í tilefni þess að liðin eru 25 ár frá frægðarför landsliðs okkar til Yokohama mun BSÍ standa að opnu móti spilara um 10. október. Vegna þessara tímamóta verður leitaðir uppi og safnað saman munum, skorblöðum, blaðagreinum, fyrirsögnu og hvað eina sem er til minningar um Heimsmeistaratitilinn 1991. Guðný, Jafet og Ingimundur taka að sér undirbúning og framkvæmd þessarar viðburðar fyrir hönd BSÍ.
•10. Önnur mál
- Þjófnaður í Síðumúlanum
Vegna þjófnaðar á utanyfirhöfnum úr fatahengi verður brugðist við því með að bjalla verður sett upp við útidyr og skilti um ábyrgð á yfirhöfnum sett upp.
-
Bridgespilarar á Hólmavík, Sauðárkróki og í Borgarfirði ætla að slá upp móti
-
Kjördæmamótið verður haldið á Austurlandi þetta árið, nánar til tekið á Hallormstað 20.-22. maí.
Næsti stjórnarfundur ákveðinn 3. maí kl. 17:00