Stjórnarfundur 24.febrúar 2016
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 24. febrúar kl. 17:00
Mættir: Guðný, Jafet, Guðmundur, Ólöf, Árni Már, Júlíus og Ingimundur.
Anna boðaði fjarveru.
-
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
-
2. Nýliðabridge. Viðbrögð við auglýsingu um fría kennslu fyrir undir 25 ára hafa verið nokkur og nokkrir hafa þegar hafið nám hjá GPA. Ekki hefur enn tekist að yfirfara og senda út á netföng nemendaráða framhaldsskóla. En kynning verður send á alla framhaldsskóla, nýliðabridge verður líka næsta haust.
-
3. Landsliðsmál kvenna. Eftir ítarlega skoðun er lagt til að kvennalið Íslands fara á Heimsleikana (Ólympíuleikana) í Wroclaw í Póllandi í september frekar en Evrópumótið í Búdapest í júní þar sem mótið þykir henta mun betur og kvennaliðið fengi meira út úr þeirri þátttöku. Stjórnin samþykkti þessa breytingu.
Rædd var lausn á þeim mistökum sem gerð var við úrvinnslu á þeirri keppnishelgi í kvennaflokki sem fram fór í janúar. Keppnisstjórar verða fengnir í þá vinnu að yfirfara og skrá réttar niðurstöður leikja. Keppninni verður síðan fram haldið helgina 4.-6. mars. Fjórar umferðir verða kláraðar á föstudag og fyrir hádegi á laugardeginum og eftir það verður fækkað niður í 8 eftstu pörin og síðan spilaðar sjö umferði með 12 spila leikjum. Júlíus Sigurjónsson og Magnús Magnússon munu taka að sér að halda utan um keppni helgina 4.-6. mars og í framhaldi þjálfun kvennalandsliðsins. Landslið kvenna verður valið fyrir lok mars mánaðar.
-
4. Reykjavík Icelandair Bridgefestival . Almenn ánægja er með hvernig Icelandair Bridgefestival gekk upp að þessu sinni. Jafet greindi frá að menntamálaráðherra sem setti mótið hefði lýst mikilli ánægju með mótið. Svipuð útkoma og áður aðeins meiri útgjöld. Einhverjar kvartanir komu upp með einn íslenskan spilara og tvo erlenda. Samskipti við hótelið gengu sérstaklega vel og mikil ánægja er með þá aðstöðu sem spilurum var boðið uppá miðað við áður, þ.e. að ekki var spilað í kjallaranum
-
5. Bermúda-skál . 25 ára afmæli er10. október 2016. Hugmyndir eru uppi um að halda boðsmót 15. október n.k. til að heiðra þennan árangur. Þeim sem stóðu að þessum minnistæða og glæsilega árangri verður boðið til móttöku. Nánar um málið síðar.
-
6. Evrópska Bridgeasambandið. Jafet greindi frá fundi í Róm en þar voru mættir fulltrúar 34 bridgesamtaka, vaxandi þátttaka er í bridge í Austur Evrópu. Rússland er að koma meira inn í Evrópu samstarfið. Búið er að ráðstafa mótum allt til ársins 2020. Svindlmálin eru enn til meðferðar hjá EBL, stefnt er að því að klára þessi mál fyrir 1. júní. Aðalfundur EBL verður haldinn í Budapest þann 23. júní í tengslum við Evrópumótið í Bridge. Fyrstu vetrarleikarnir Zimmerman cup voru haldnir í Moanco aðra viku í febrúar 52 sveitir mættu til leiks. Mótið þótti takast mjög vel og verður framvegis haldið annað hvert ár. Mjög há peningaverðlaun er á mótinu. Kínverska kvennalandsliðið mætti til keppni og ljóst er að Kínverjar ætla sér stóra hluti í bridge á næstu árum.
-
7. Íslandsmótið í sveitakeppni. Úrslit Íslandsmótsins verða í Ferðafélags húsinu við Mörkina 6, Reykjavík.
•8. Önnur mál.
-
Nokkrar auglýsingar og boð um bridgmót hafa verið send BSÍ og verða auglýsingarnar hafðar uppi hjá sambandinu.
-
Mót yngri spilara verður haldið í Lettlandi 12. júlí n.k. verður reynt að ná saman sveit og senda hana á mótið.
-
Guðný kynnnti fyrir stjórninni áform hennar að kom á jafningjafræðslu um mini Bridge meðal ungmenna í Seltjarnaness kirkju og einnig á kynningu um mini Bridge sem ná mun til íþróttafélaga.
-
Júlíus kynnti hugsmynd að kalla saman þá Sveinn Rúnar, Guðmund Pál og Gunnlaug Karls til að fara yfir hvort breyta eigi um hvaða mót eru haldin.
-
Mót var í Moskvu um síðustu helgi og tók íslenska sveitin þátt í því móti, árangur var ekki sem skildi, en þetta var góð æfing. Rússarnir greiddu að hluta kostnaðinn við þátttökuna og öruggt að íslenskri sveit verður boðin þátttaka að ári.
-
Siglfirðingar/Fjallabyggð stefnir að bridgemót á Siglufirði 23.-25. sept. Stjórnin lýsir ánægju sinni með þá framkvæmd og mun sambandið kynna mótið vel.
Næsti fundur ákveðinn 16. mars kl. 17:00