Stjórnarfundur 25.nóv.
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 25. Nóvember, 2015 kl. 17.00
Mættir: Guðný, Jafet, Guðmundur, Ólöf, Árni Már, Anna, Júlíus og Ingimundur
-
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
-
2. Heimasíða BSÍ. Júlíus, Anna og Guðmundur þegar farin að skoða og vinna í síðunni. Haldið verður áfram með þessa vinnu.
-
3. Nýliðabridge. Verið er að undirbúa átak í bridge kennslu í framhaldsskólum. Byrjað verður með alla framhaldsskóla og háskóla á höfuðborgarsvæðinu.
-
4. Landsliðsmál. Næsta æfing verður í byrjun janúar. Verið er að kanna heppileg æfinga mót erlendis fyrir landsliðið.
-
5. Reykjavík Icelandair Bridgefestival. Hótel Natura eru í endurbótum á húsnæði á sama tíma og Icelandair Bridge festival fer fram en það á ekki að hafa áhrif á aðstöðu. Þegar er fullt á hótelinu á þessum tíma. Verið er að skoða hver geti sett mótið að þessu sinni. Leitað hefur verið til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Von er á mörgum sterkum sveitum.
-
6. Bankaviðskipti. BSÍ er að skoða hvort hægt sé að ná betri samningum vegna bankaviðskipta. Hugmynd kom m.a. um að nefna eitthvað mót á vegu BSÍ eftir banka.
-
7. Mótaskrá fyrir næsta vetur er í undirbúningi. Verið er að undirbúa Bridge mót á Siglufirði í haust (sept.) Jafet mun senda bæjarstjóra í Fjallabyggð bréf vegna málsins og bjóða fram aðstoð sambandsins við mót þetta.
-
8. Húsnæðismál. Töluverð eftirspurn hefur verið eftir kaupum á húsnæði BSÍ en ekki verður selt fyrr en hentugt húsnæði finnst.
-
9. Evrópska Bridgesambandið - rannsókn á óeðlilegri spilamennsku er enn í gangi og hefur sérstök fjögurra manna stjórn verið skipuð til þess að stjórna þessari rannsókn. Hafa 11 spilarar víðs vegar að verið fengnir til að vinna með nefndinni og er Jón Baldursson á meðal þeirra. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í apríl á næsta ári.
-
10. Önnur mál. Sú hugmynd hefur komið upp að setja inn á netið á næsta ári slagorð um bridge. Kallað verður eftir hugmyndum spilara. Þessi slagorð verða sett inn á Facebook og heimsíðu félagsins. Jafet mun setja inn fyrsta slagorðið og síðan hver stjórnarmeðlimur og síðan landsliðsmenn í hverri viku. Auglýst verður eftir slagorðum til að setja inn á heimasíðuna og í lok árs 2016 verða veitt verðlaun fyrir besta slagorðið.
Næsti fundur ákveðinn 14. Janúar kl. 18:00