Stjórnarfundur 30.september 2015

miðvikudagur, 14. október 2015

  Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 30. september, 2015                 

Mættir: Ingimundur, Guðný, Jafet, Árni Már, Garðar, Ólöf og Guðmundur.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

  • 2. Ársþing 2015. Undirbúningur fyrir ársþingið gengur vel, skýrsla stjórnar og ársreikningar tilbúið að mestu. Í framhaldi af umræðu um fjárhaldsstöðu sambandsins var samþykkt að greiða upp þau lán sem hvíla á húsnæði BSÍ nema 1 milljón.

  • 3. Landsliðsmál opni flokkurinn. 12 pör mættu á undirbúning landsliðsins. Reikna má með að 14 pör munu keppa um réttinn og er sá undirbúningur og æfingar í höndum Ragnars Hermannssonar og mun hann fá fleiri með sér þegar kemur að þjálfun.

  • 4. Landsliðsmál kvenna. 12 pör kvenna hafa sýnt áhuga á því að taka þátt í undirbúningi og æfingum landsliðsins. Umræða skapaðist um hvort Ísland ætti skilyrðislaust að senda landslið kvenna á næsta EM út frá þeirri umræðu og áhuga sem skapast hefur. Samþykkt að stefna að þátttöku með kvennalandsliðið. Jafet falið að semja við Guðmund Pál um æfingar fyrir hópinn og mun hópurinn siðan taka þátt i tveimur spilhelgum með Opna flokknum. Jafet og Ólöf semja tilkynningu um malið til að setja á heimasiðuna. Keppt verður um tvö sæti en Landsliðsnefnd velur eitt par.

  • 5. Öðlingalið - senior flokkur á EM. Verið er að skoða áfram hvort áhugasamir spilarar finnist til þátttöku.

  • 6. Samningur við Icelandair. Samningar hafa verið gerðir undanfarin ár við Icelandair sem hafa falið í sér ca. 25 flugmið á ári. Jafet var falið að ljúka samningagerð fyrir félagið til 2ja ára.

  • 7. Fundur með forseta Borgarráðs Reykjavíkur. Fundur verður haldinn á morgun með forseta Borgarráðs þar sem umsókn um fjárstyrk verður fylgt eftir.

  • 8. Reykjavík - Icelandair Bridgefestival. Samningur við Hótel Natura fyrir árið 2016 er að mestu lokið. Áhugi er innan stjórnar að skoða samninga við Hörpu um aðtöðu til hátíðarinnar næstu 5 árin.

  • 9. Evrópska Bridgesambandið - rannsókn á óeðlilegri spilamennsku er í gangi og hefur nefnd verið skipuð til þess að kveða úr um meint svindl.

  • 10. Önnur mál

  • Til stendur að halda Bridge mót á Siglufirði í september n.k.

  • Aðsókn að sumarbridge hefur verið meiri í sumar en seinustu 3 ár og sama má segja um aðsókn að miðvikudagsklúbbnum.

  • Ársþing BSÍ verður haldið 18/10 kl. 13:00

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar