Stjórnarfundur 2.sept 2015
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 2. september, 2015
Mættir: Ingimundur, Guðný, Jafet, Árni Már, Garðar, Ólöf. Guðmundur boðaði forföll.
-
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
-
2. Árþingið BSÍ verður haldið í Síðumúla 37 18. október kl. 13:00. Reikningar verða tilbúnir í lok september. Afkoma ársins er ágæt - reikna má með kostnaðarsömu ári. Skýrsla stjórnar verður send út fljótlega til stjórnarmanna . Undirbúa þarf nefndar- og stjórnarkjör
-
3. Mótaskrá BSÍ er komin inná netið.
-
4. Landsliðsmál karla, kvenna og öðlingalið.
Ljóst er að breytingar verða á landsliði karla þar sem Bjarni Einars hefur dregið sig út úr landsliðshópnum. Til undirbúnings á vali í landsliðið verður kallaður til 8-10 para hópur spilara. Leitað hefur verið til Ragnars Hermanns til þjálfunar karlalandsliðsins. Keppt verður um eitt par í opna flokknum og er búið að skipuleggja 3 spilahelgar. Ákveðið að kanna áhuga á að senda kvennalandslið á næsta EM og verður settur pistill inn á heimasíðuna. Sami háttur verður hafður á við val á landsliði kvenna. Ekki er ljóst hver mun sjá um þjálfun kvennalandsliðsins.
Fyrirspurn hefur borist um hvort BSÍ hafi hug á því að senda lið "öðlinga" á Evrópumótið. Stjórn BSÍ hefur samþykkt að greiða þátttökugjald en kostnað við ferðir og uppihald verði greiddur af þátttakendum. Boðað verður til fundar með þeim sem hefðu áhuga á að skipa landslið "Öðlinga".
-
5. Námskeið keppnisstjóra í Prag, febrúar 2016. Samþykkt var að BSÍ sendi Svein Rúnar á námskeið haldið á vegum Evrópusambandsins í Prag í febrúar.
-
6. Fjárlagafrumvarpið. Óskað hefur verið eftir hækkun fjárlaga til BSÍ um 3 milj. Króna og eru góðar vonir um að það fáist í gengu
-
7. Fundur með forseta Borgarráðs Reykjavíkur. Fundur hefur verið ákveðinn með Birni Blöndal forseta Borgarráðs og verður farið fram á styrk Reykjavíkur til Reykjavíkur Icelandair Bridgefestival.
-
8. Reykjavík - Icelandair Bridgefestival. Undirbúa þarf í tíma hvern við fáum til fá til að setja hátíðina. Sennilega stefnt að því að fá forseta Íslands. Ljóst er að kostnaður við hótel og aðstöðu mun hækka nokkuð frá fyrra ári. Margir erlendir spilarar hafa þegar sýnt mótinu áhuga. Boðsbréfi um þátttöku var komið til Bill Gates í sumar, þegar hann var staddur hér.
-
9. Húsnæðismál. BSÍ hefur borist tilboð í húsnæði félagsins. Ekki verður gengið að neinum tilboðum fyrr en viðunandi húsnæði hefur fundist.
-
10. Evrópska Bridgesambandið. Jafet sat fund Evrópusambandsins í Tromsö í sumar. Búið er að skipuleggja mót á vegum sambandsins til ársins 2017. Á fundinum kom fram að aðrar Evrópuþjóðir eiga við sama vandamál og við varðandi að fá ungt fólk til þátttöku í Bridge. Fjárhagsleg staða sambandsins er góð.
-
11. Önnur mál. BSÍ hefur borist bréf frá Norska Bridgesambandinu (Jostein Sörvoll og Allan Livgård) sem senda á til Evrópska Bridgesambandsins vegna "svindlmálsins" hjá íslraelsku pari. Stjórn BSÍ leggur til að norrænu þjóðirnar sendi sameiginlega ályktun varðandi þetta mál og fari fram á að Evrópusambandið skeri úr um þetta mál sem fyrst. Jafet mun fylgja þessu máli eftir.
Bridge skólinn hefur göngu sína um 21 september. BSÍ mun senda inn auglýsingu 16 og 17. sept., auglýst verður í Mogganum og Fréttablaðinu, bæði hvað varðar Bridge almennt og einnig til að vekja athygli á Bridge skólanum. Garðar óskar eftir því að BSÍ leggi meiri áherslu á vinnu varðandi kynningu og öflun nýrra þátttakendi í Bridge.
Næsti fundur stjórnar BSÍ ákveðinn 30. september.