Stjórnarfundur 17.maí 2015
miðvikudagur, 20. maí 2015
Stjórnarfundur í Bridgesambandi
Íslands, 18. maí, 2015
Mættir: Jafet, Ólöf, Guðný, Guðmundur,
Ingimundur, aðrir boðuðu forföll
1.
Fundagerð seinasta fundar
samþykkt.
2.
Landsliðsmál karla og kvenna,
Norðurlandamótið í
Færeyjum.
Undirbúningur fyrir NM í Færeyjum gengur vel, stífar æfingar hafa
verið undanfarið. Forráðamenn Bridgesambanda á Norðurlöndum munu
funda á meðan á mótinu stendur, Ólöf og Jafet verða fulltrúar
Íslands á þeim fundum. Forseti Evrópska Bridgesambandsins mun sækja
fundinn.
3.
Kjördæmamótið í
Stykkishólmi,Haldið
um síðustu helgi, tókst með miklum ágætum. Góð aðstaða á hótelinu.
Öruggir sigurvegarar í mótinu varð sveit Norðurlands Eystra.
Næsta kjördæmamót verður á Austurlandi, sennilega á
Egilsstöðum.
4.
Bridgemót í Örebro, mót þetta er
árlegt stórmót haldið í byrjun ágúst, samþykkt að senda sveit á
mótið og sambandið myndi greiða ferðakostnað. Ólöf og Jafet sjá um
framkvæmd.
5.
Fjármál
sambandsinsJafet
og Ólöf upplýstu um fjárhagsstöðu sambandsins sem er góð, ljóst er
að nokkur hagnaður verður á rekstri sambandsins á þessu starfsári.
Næsta starfsár þegar Evrópumótið kemur inn verður mjög
kostnaðarsamt.
6.
Húsnæðismál,
Tilboð barst í eign sambandsins í
Síðumúla, ákveðið var að hafna því tilboði. Ekkert verður gert í
sölumálum nema búið verði að tryggja viðunandi gott húsnæði til
kaups.
7.
Fundir í
sumar.Ákveðið
að fundir stjórnar falli niður í júní, júlí og ágúst, stjórnarmenn
verða í sambandi á netinu ef þurfa þykir. Næsti
stjórnarfundur ákveðinn 2. september kl.
17.00.
8.
Önnur mál, engin mál borin upp og
fundi slitið kl. 17.40