Stjórnarfundur 15.apríl 2015
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands, 15. apríl, 2015
Mættir: Jafet, Árni Már, Helga, Ólöf, Guðný.
Forföll boðuðu Ingimundur, Garðar og Guðmundur
-
1. Fundagerð seinasta fundar samþykkt
-
2. Landsliðsmál karla
Guðmundur Páll hefur tekið að sér æfingar landsliðsins fyrir Norðurlandamótið og ganga þær vel.
Ekki er ákveðið hver verður fenginn til starfa vegna þjálfunar og val á landsliðinu í haust. Ákvörðun um landsliðsþjálfara þarf að taka í maí/júní, þar sem undirbúningur fyrir Evrópumótið þarf að hefjast strax í haust.
-
3. Landsliðsmál kvenna
Þjálfun kvenna landsliðsins fyrir Norðurlandamótið er í höndum þeirra Péturs Guðjónssonar á Akureyri og Þrastar Ingimarssonar í Reykjavík.
-
4. Úrslit íslandsmótsins fer fram á Hótel Selfossi. Denna mun sjá um að veita verðlaun.
-
5. Sumarbridge
Sveinn Rúnar tekur að sér sumarbridge og verður það skipulagt með svipuðum hætti og áður.
-
6. Húsnæðismál
Verið er að skoða kauptilboð sem kom í húsnæði Bridgesambansins og verður því svarað ef viðunandi húsnæði finnst til kaups. Annars er þessu kauptilboði hafnað, ekki verður selt nema viðunandi verð fæst og búið sé að tryggja betra og stærra húsnæði.
-
7. Yngri spilarar
Keppni fyrir yngri spilara er fyrirhuguð í byrjun maí. Reikna má með þátttöku allt að 10 para.
-
8. Fyrirspurnir hafa borist með hvernig gangi með að lagfæra heimasíðu BSÍ og hvers vegna spjallinu var kippt út. Verið er að vinna í nýrri heimasíður.
Tveimur fartölvum hefur verið stolið úr húsnæði BSÍ, reynt verður að rekja IP númer tölvanna. Nýjar tölvur hafa þegar verið keyptar.
Næsti stjórnarfundur verður haldinn 18. maí kl. 17:00