Stjórnarfundur 25.feb. 2015
Mættir: Guðný, Jafet, Guðmundur, Ólöf og Árni Már
Forföll boðuðu: Ingimundur og Garðar.
1. Fundargerð síðasta fundar, samþykkt án athugasemda
2. Landsliðsmál karla
Boðaður hefur verið til fundar vegna landsliðsmála föstudaginn 27. febrúar. Ragnar Hermannsson og Jafet munu þá fara yfir verkefni landsliðsins næst eina og hálfa árið. Jafnframt verður kannað hvejir hafi áhuga á að taka þátt í æfingu. Fyrirhugað er að fá til þátttöku 8-10 pör á landsliðsæfingar.
Næsta verkefni Norðurlanda mót í Færeyjum í lok maí.
3. Landsliðsmál kvenna.
Ekki er ljóst hver tekur að sér þjálfun og utanumhald þjálfunar landsliðs kvenna. Jafet tekur að sér að kanna með áhugasama.
Næsta verkefni Norðurlanda mót í Færeyjum
4. Bráðabirgðauppgjör á Bridgehátíð
Við fyrstu sýn var góður hagnaður á Bridgehátíð og almen ánægja með framkvæmd mótsins. Hugað verður tímanlega að því að kynna mótið betur erlendis.
5. Kennsla í skólum.
Góður gangur er í MK vegna Bridgekennslu, spilað hefur verið á 3 borðum og áhugi og efniviður er ágætur. Jafet fór einn miðvikudag og kenndi með Heimi. Hugmynd kom fram um að setja á Íslandsmót yngri en 20 ára í lok apríl, fá fólk frá MK, Borgarfirði, Selfossi og úr Reykjavík og jafnvel fleiri stöðum.
6. Trygggingar á húsnæði
Óskað var eftir tilboðum í tryggingar á húsnæði BSÍ og lækkuðu þær verulega við það. Samið var aftur við TM.
7. Íslandsmótið í sveitakeppni
Verið er að leita að heppilegu húsnæði fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni.
8. Ferðakostnaður
Skoðað verður hvort BSÍ hafi möguleika á því að sækja um í Ferðajöfnunarsjóð ÍSÍ en sjóðurinn er hugsaður til að jafna ferðakostnað þátttakanda af landsbyggðinni miðað við Höfuðborgarsvæðið, Árni tekur að sér að kanna málið.
9. Önnur mál
Jafet greindi frá niðurstöðu rannsóknar sem birt var í Danmörku um hve góð áhrif hugaríþróttir þ.m.t. Bridge hefur á námsárangur og almenna líðan fólks. Jafet mun setja greinina á netið heimasíðu BSÍ og koma henni jafnvel á blöðin.
Í umræðu undir önnur mál kom einnig fram að Kex Hostel eru með Bridge kennslu á sunnudögum. Denna ætlar að líta þar við. Upplýst var að fundur hefði verið haldinn um heimasíðumál sambandsins.
Rætt var um þörfina á endurnýjun gjafavélar, kanna með notaðar vélar, eins mun Jafet kanna hvort nokkrar vélar verða til sölu eftir mótið í Tromsö í sumar.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 18. mars kl. 17:00