Stjórnarfundur 18.mars 2015

föstudagur, 20. mars 2015

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 18. mars 2015 kl. 17.00

Mættir: Guðný, Jafet, Guðmundur, Ólöf, Helga,  Árni Már, Ingimundur og Garðar.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

  • 2. Landsliðsmál karla. Lansliðþjálfari sagði sig frá starfinu fram á vor en er tilbúinn að koma að undirbúningi landsliðsins í haust fyrir komandi Evrópumót í júní 2016. Stjórnin mun ræða þetta frekar á næsta fundi.

Fyrirhuguð keppni vegna undirbúnings og vali á karla landsliði um næstu helgi til þátttöku í Norðurlandamótinu sem haldið verður í Færeyjum 22-24.maí n.k. hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Sex sveitir höfðu tilkynnt þátttöku. Stjórnarmenn lýstu undrun af hverju keppnin hafði verið blásin af vel hefði mátt ná í tvær sveitir í viðbót. Vegna þeirrar stöðu að ekki verður hægt að velja fulltrúa Íslands á fyrirhuguðu móti mun Jafet ræða við Jón Baldursson og Sigurbjörn annars vegar og Kristján Má og Gunnlaug Sævarsson hins vegar að þeir skipi tvö pör á Norðurlandamótinu. Val á þriðja parinu er áfram opið og koma nokkur pör til greina.

  • 3. Landsliðsmál kvenna

Ákveðið var að bjóða núverandi  Íslandsmeisturum kvenna sæti í landsliðinu til þátttöku í Norðurlandamótinu sem haldið verður í Færeyjum 22-24.maí n.k. Aðeins Ragnheiður og Una sáu sé fært  að þiggja boðið, en Dröfn og Hrund komast ekki og verður því boðið til Bötler - tvímenningskeppni til undirbúnings og vali í á einu pari þann 27-28. mars. Það par sem sigrar á því móti mun keppa með þeim Ragnheiði og Unu á NM í Þórshöfn. Ólöf setur inn auglýsingu um mótið á heimasíðuna.

  • 4. Nýliðamót í vor

Mót fyrir nýliða verður haldið í vor, sennilega í lok apríl og verður í verðlaun ferð til Örebro (júlí/ágúst) fyrir tvö efstu pörin. Ólöf verður í sambandi við Ómar, Heimi og Ingimund um þátttakendur.

  • 5. Bréf til menntamálaráðuneytisins vegna fjárlaga næsta árs var kynnt á fundinum. Gerð hefur verið fjárhagsáætlun fyrir næsta ár sem fylgir sem rökstuðningur með beiðni um hækkað framlag. Jafet og Ólöf ganga frá bréfinu og senda það.

  • 6. Ferðakostnaður, jöfnuður landsbyggðin.

Samþykkt var að BSÍ mun á næsta tímabili (2015-2016) veita

16 þús.kr. á sveit í eftirfarandi keppnum:

  • Deildarkeppni

  • Undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni

  • Úrlitum Íslandsmóts í sveitakeppni

  • Íslandsmeistaramót í tvímenningi (8 þús. kr. á par)

Miðað er við að vegalengd sé a.m.k.  300 km. fjarlægð frá Reykjavík. Við athugun á hvort BSÍ hafi möguleika á því að sækja um í Ferðajöfnunarsjóð ÍSÍ kom í ljós að eingöngu er veittur styrkur til aðildarfélaga ÍSÍ.

  • 7. Önnur mál

  • Verið er að athuga með hagkvæmari bankaviðskipti fyrir BSÍ. Jafet og Ólöf eru að skoða.

  • Guðmundur, Ólöf og Helga eru enn að vinna að endurskoðun á heimasíðu félagsins.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 16. apríl kl. 17.00

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar