Stjórnarfundur 14.janúar 2015
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 14. janúar, 2015
Mættir: Jafet, Ólöf, Helga, Guðný, Guðmundur, Garðar, Ingimundur og Árni Már. Gestur fundarins Arnar Björnsson höfundur skýrslu um stöðu Bridge á Íslandi
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Icelandair Reykjavík Bridge festival.
Farið yfir hvernig undirbúningi við hátíðina miðar. Ljóst er að mæting á hátíðina er með besta móti og má nefna að af þekktum nöfnum má nefna Zia og Gus Hansen en hann er einn virtasti pokerspilari heimsin s í dag. Menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson setur mótið og forstjóri Icelandair mun afhenda verðlaun í móts lok.
3. Staða Bridge á Íslandi, skýrsla Arnars Björnssonar
Góðar umræður voru um skýrsluna og margar hugmyndir um eflingu Bridge á Íslandi komu fram. Eftirfarandi atriði voru rædd:
-
Leggja áherslu á að komast inní framhaldsskóla í haust og undirbúa það strax í vor. Mikilvægt að velja "réttu" skólana, skoða e.t.v. 10. bekk. Einhverjir skólar eru þegar með Bridge sem val og þurfum við að bjóða aðstoð okkar með t.d. kennsluefni. Margir skólar eru að sjaltölu væðast eins og grunnskóla í Kópavogi. Lögð verði áhersla á einföld spil í grunnskólum og vist og Bridge í framhaldsskólum með mótum og verðlaunum.
-
Koma á spilakvöldum í gegnum foreldrafélög.
-
BSÍ eigni sér vist og félagsvist, nemendur og fullorðnir spili saman.
-
Auðveldara er að koma á spilakvöldum / Bridge kennslu úti á landsbyggðinni.
-
Leggja fram langtímaáætlun með og byrja jafnvel með Mini Bridge.
-
Guðný, Helga og Jafet taki að sér að setja fram áætlun vegna þessa átaks og kalli e.t.v. Guðmund Pál og Ómar til aðstoðar. Mikilvægt að gera einhvern ábyrgan fyrir átakinu.
-
Rætt var mikilvægi þess að klúbbar mæti nýliðum með réttu viðmóti . Spilarar 21. árs og yngri sleppi við spilagjald var auglýst að hálfu sambandsins með miðvikudagskvöldin
4. Leigumál á veitingaaðstöðu í húsnæði BSÍ
Jafet tekur að sér að gera formlegan samning vegna veitingaaðstöðu við Hörpu. Samningurinn verði ótímabundinn með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Kaup þarf inn nýjan bakarofn, samþykkt að gera það.
5. Ráðningarmál.
Þau hjón sem hafa séð um spilagjafir undanfarin ár hafa hætt störfum. Þórhildur hefur verið ráðin til verksins. Kom fram að þær spilagjafa vélar sem verið er að nota eru komnar til ára sinna og spurning um að fara að huga að endurnýjun. Ólöf mun skoða hvað ný vél muni kosta.
6. Landsliðsmál
Ragnar Hermannson kominn af stað með undirbúning. Norðurlanda mótið verðu haldið í Færeyjum þetta árið og verða send 3 pör í bæði karla og kvenna liðum. Mót í Tromsö í sumar þykir of dýrt, horft verður til styttri móta. Tallin í sept og Örebro í júlí/ágúst.
7. Heimasíða BSÍ
Guðmundur, Helga og Ólöf taki að sér að skoða hvað hægt er að gera. Skoða hvort taka megi út eldri myndir og minnka það efnismagn sem er á síðunni.
8. Önnur mál
Kjördæmamót 2015 verður haldið í Stykkishólmi 16.-17. maí. Vegna sérstaklegrar rausnarlegrar móttöku Færeyinga s.l. ár var lagt til að bjóða ætti Færeyingum alltaf í kvöldverð á kjördæma mótunum. Jafet sér um að hafa samband við bæjarstjórann í Stykkishólmi, um að bærinn bjóði til kvöldverðar.
Næsti stjórnarfundur 25. Febrúar kl. 17.00
Fleira ekki gert fundið slitið kl. 18.15