Stjórnarfundur 29.sept. 2014

föstudagur, 24. október 2014

Stjórnarfundur BSÍ 29.sept. 2014

Mættir : Jafet, Ólöf, Helga, Guðný, Ingimundur, Guðmundur og Garðar
               

1.   Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2.   Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015
      Jafet hefur náð að hækka styrkinn til BSÍ um 2. millj. fyrir árið 2015

3.   Landsliðsmálin- Jafet hélt fund með landsliðsmönnum í framhaldi af spurningum
sem hann lét landsliðsmennina svara eftir EM í Króatíu í júní, hvað hefði mátt gera betur í Króatíu. Á fundinum var lagt fram plagg varðandi svör landsliðsmanna og samandregnar niðurstöður sem Jafet tók saman. Plaggið verður sett inn á heimasíðu sambandsins. Landsliðsæfingar hefjast í janúar 2015, ekki er búið að ganga frá ráðninug landsliðsþjálfara.

4.   Bridgekennslan í skólum
             Ekki hefur náðst að koma bridge inn í skóla á Höfuðborgarsvæðinu á þessari önn
             En Guðný er í sambandi við fermingarbörn á Seltjarnarnesi. Einnig mun Heimir í MK    standa fyrir kennslu. Kennsla verður í skólum í Borgarfirði og á Selfossi.

5.   Icelandair Reykjavík Bridgefestival, fundir hafa verðið haldnir með forráðamönnum Hótel Natura, nokkur hækkun er á leigu, reynt verður að fá einhverja leiðréttingu. Athuga þarf með viðbótarkeppnisstjóra.

6.   Íslandsmótið í sveitakeppni, verið er að athuga með Íslandsmótið í sveitakeppni í Hörpunni, en tilboð liggur fyrir frá Hotlel Natura.          

7.   Vefur BSÍ - er í skoðun, búið er að gera demo fyrir nýja síðu BSÍ má sjá á http://www.svakalegt.com/ , ákveðið að þrír aðilar Guðmundur, Helga og Ólöf eigi fund með þeim sem er að hanna nýja vefin, en hann heitir Jón Stefánsson og gerir þetta í sínum frítíma. Ákveða þarf hvað mikið af upplýsingum á að vera inn á vefnum, endurnýja myndir o.fl. Stefnt að því að taka nýjan vef í notkum febrúar/mars 2015

8.   Ársþing BSÍ sem haldið verður 19.október n.k. Reiknað er með að allir stjórnarmenn gefi kost á sér til áframhaldandi setu, Jafet mun á þinginu fara yfir helstu punkta í starfseminni og fjárhag sambandsins.
            Ársreikningurinn var lagður fram til stjórnarinnar
            Örlítið tap var á rekstri sambandsins, sem stafar  af Evrópumótinu í júní 2014
og miklum kaupum á spilum
Ákveðið var að greiða upp annað lánið sem hvílir á húsnæði BSÍ ca. 2.7 millj. framkvæmdastjóra falið að sjá um málið
            Fjárhagstaðan er góð hjá sambandinu

9.   Önnur mál, ekki ákveðið með næsta fund, en hann verður væntanlega í lok mánaðarins. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.10

  

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar