Árþing BSÍ 19.okt. 2014

miðvikudagur, 29. október 2014

66. ársþing Bridgesambands Íslands 2014

Ársþing BSÍ 2014 haldið sunnudaginn 19.október kl. 13-16

Þingsetning: Jafet Ólafsson forseti BSÍ setti þingið og bauð fundarmenn velkomna. Hóf fundinn á að minnast tveggja bridgespilara er létust á árinu þeirra Óskars Elíassonar og Ólafar Ólafsdóttur og heiðruðu fundarmenn minningu þeirra með því að standa á fætur.

Stungið var upp á Guðmundi Baldurssyni sem fundarstjóra og Guðmundi Snorrasyni sem ritara og samþykkti fundurinn það með lófataki.

Guðmundur Baldurrsson tók við fundarstjórn og fékk uppástungur um þrjá í kjörbréfanefnd Guðrúnu Jörgensen, Jörund Þórðarson og Magnús Sverrisson, nefndin tók strax til starfa og vék af fundi til að fara yfir kjörbréfin. Stungið var upp á þremur í uppstillingarnefnd þeim Kristjáni Má Gunnarssyni, Stefáni Vilhjálmssyni og Eiði Má Júliussyni og var það samþykkt í framhaldi af þessu var komið að skýrslu stjórnar sem Jafet flutti.

Skýrslu stjórnar og ársreikningi BSÍ hafði verið dreift til fundarmanna sem hluta af fundargögnum og greindi Jafet forseti BSÍ frá því helsta.

Jafet forseti BSÍ kynnir skýrslu stjórna:

Kennsla: Farið yfir kennslu í skólum. Gekk misvel en talið að hafi gengið vel að kveikja áhuga unglinga í Grafarvogi og Menntaskólanum í Kópavogi. Einnig var kennt í FSU á Selfossi og að Varmalandi í Borgarfirði og gekk það ágætlega. Gengur erfiðlega að fá ungt fólk að spilaborðinu en vonandi holar dropinn steininn og haldið verður áfram með kynningarstarf og kennslu og reynt að leggja enn meiri áherslu á það en áður.

Fjólmiðlar: Áfram reynt að auka umfjöllun fjölmiðla um bridge. Bæði RÚV og Stöð 2 birtu góðar fréttir um Reykjavík bridgefestival á árinu. Vonir standa til að fá Fréttablaðið til að vera með fasta umfjöllun um bridge.

Mótaskrá: Mótanefnd bar hitann og þungan af uppsetningu mótaskrár og framkvæmdastjóri síðan um framkvæmd og undirbúning ásamt keppnisstjórum.

Húsnæðismál: Eru í stöðugri skoðun en ekki hefur fundist hentugt húsnæði, því var ákveðið að gera smá lagfæringar með Síðumúlann.

Reykjavík Icelandair Bridgefestival 2014: Metþáttaka var í mótinu og ef heldur áfram að aukast þátttakan þarf að taka ákvörðun um hvort sett verður þak á þáttökufjöldann eða færa mótið frá Reykjvík Natura hótel því að ekki er hægt að stækka mikið í viðbót þar. Skoðaðir hafa verið aðrir húsakostir til að halda mótið á.

Landsliðmál: Landsliðið í opnum flokki skipað Jón Baldurson, Sigurbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgenssen, Bjarni Einarsson, Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson tóku þátt í Evrópumótinu í Króatíu árangurinn vonbrigði. Samhliða Evrrópumótinu var haldinn ársfundur Evrópska Bridgesambandssins(EBL) og var Jafet kosinn þar í stjórn þess og er það í fyrst skipti síðan um 1990 sem Ísland á fulltrúa í EBL. Ekki er endanlega ákveðið hvernig staðið verður að vali fyrir landsliðið, næstu verkefni er Norðurlandamót þar sem Ísland mun send bæði lið í opna flokkinn og kvennaflokkinn, Ísland á titil að verja í opna flokknum. Áformað er að taka upp skipulega þjálfun landsliðsins frá og með jánúar 2015 og mun allur undirbúningur miðast við Evrópumótið í Búdapest 2016. Stefnt er að því að senda landsliðið í Opna Evrópska Meistaramótið sem verður í Tromsö í lok júní 2015.

Styrktarsamningar: BSÍ með góðan samning við Icelandair sem er aðalstyrktaraðili Reykjavík Bridgefestival.

Fjárhagur: Fjárhagur sambandsins góður og hafa lán sem ekki eru mikil miðað við eiganstöðu verið greidd niður.

Auglýsingamál: Stór auglýsing bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu ásamt því að bridgeskóli Guðmundar Páls var sérstaklega auglýstur

Kennsla í fyrirtækjum: Guðmundur Páll og Ómar Olgeirsson hafa staðið sig vel í að bjóða fyrirtækjum að halda námskeið fyrir starfsmenn.

Eldri borgarar: Eldri borgarar í reykjavík eru farnir að spila í Síðumúlanum.

Bridge á Íslandi: Nýlega samþykkti stjórn BSÍ að gera úttekt á bridgekennslu og stöðu bridge á Íslandi, Arnar Björnsson sér um úttektina.

Heimasíða BSÍ: Í vinnslu er nú heimasíða fyrir BSÍ

Ársreikningur: Tap BSÍ á árinu er 77.000 kr. Sem er mjög gott miðað við að mjög stórt og fjárfrekt landsliðverksverkefni var á árinu. Vegna góðrar stöðu BSÍ ákvað stjórn að greiða upp annað lána sambandsins sem var upp á um það bil 2,7 milljónir.

Fundarstjóri tók næst við kjörbréfum og gerði Jörundur Þórðarson grein fyrir þeim.

Fulltrúar félaga 24 og áheyrnafulltrúar voru fjórir Vigfús Pálsson, Halldór Þorvaldsson, Ingimundur Jónsson og Kristján Björn Snorrason.

B.f Borgarfjarðar       3          40        Heiðar Baldursson, Logi Sigurðsson, Þorvaldur Pálmason.

Bf. Akureyrar              2          29,2     Stefán Vilhjálmsson (2)

Bf. Seyðisfjarðar         1          10,6     Cecil Haraldsson

Bf. Selfoss                   2          27,6     Kristján Már Gunnarsson, Gunnar Björn Helgason

B.f. Muninn                2          24        Garðar Garðarsson, Sigurjón G. Ingibjörnsson

B.f. Kópavogs              3          54,8     Jörundur Þórðarson, Hjálmar S. Pálsson, Eiður Júlíusson

Bf. Reykjavíkur           4          62        Guðmundur Snorrason(2), Guðný Guðjónsdóttir,                                                                Sigrún Þorvarðardóttir

Bd. Breiðfirðinga        3          54,8     Magnús Sverrisson(2), Benedikt Eigilsson

Miðvikudagsklúbb.     4          74,6     Sveinn R. Eiríksson, Guðrún Jörgensen,                                                                               Guðlaugur Sveinsson, Hrannar Erlingsson

Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga

Fundarstjór gaf nú orðið til fundarmanna sem vildu spyrja um ársskýrsluna og ársreikninga.

Nokkrar spurningar komu sem var svarað af forseta og stjórn.

Fundarstjóri bar upp reikningana til samþykktar eða synjunar og voru þeir samþykktir einróma með lófaklappi

Formenn fastanefnda skýra frá starfsemi nefndanna.

Mótanefnd: Umræða um hvort úrslit yrðu haldin aftur í Reykjanesbæ. Talað um hvort hækka ætti keppnisgjöld til að halda úrslit á Hótel Natura einnig er verið að skoða að halda úrslitin í Hörpu.

Meistarastiganefnd: Vigfús talar um breyting á meistarstigum eftir að breytt var úr 25-0 vinningsskalanum yfir í 20-0 ákveðið að halda sig við að 13-7 sé sigur en fylgst með hvað verður gert á hinum Norðurlöndunum.

Heiðursmerkjanefnd: Guðný Guðjónsdóttir sæmd gullmerki BSÍ. Guðný hefur verið mjög öflug við útbreiðlsu bridge á Íslandi bæði sem stjórnamerðlimur bæði í BSÍ og BR ásamt því að hafa reynt víða að dreifa út boðskapinn. Guðný hefur einnig verið sértaklega öflug við að reyna virkja konur í bridge. Jafet forseti sæmdi Guðnýju gullmerki sambandsins undir háværu lófataki fundarmanna.

Lagabreytingar: Engar

Kosningar: Kristján Már Gunnarsson bar upp tillögu uppstillingarnefndar að stjórn.

Forseti: Jafet Ólafsson

Stjórn: Guðný Guðjónsdottir, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson og Guðmundur Snorrason og meðstjórnendur Helga Bermann og Ingimundur Jónsson.

Fundarstjóri óskaði eftir frekari framboðum sem ekki komu.

Fundarstjóri bar þá tillögur uppstillingarnefndar undir fundinn og voru þær samþykktar með lófataki.

Löggiltur endurskoðandi: Samþykkt tillaga um Guðlaug R. Jóhannsson

Skoðunarmenn reikninga: Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Berg. Varamenn þeirra voru valdir Sigurjón Harðarson og Hrannar Erlingsson.

Dómstóll BSÍ: Tillaga um óbreyttan dómstól samþykkt. Bjarni H. Einarsson, Guðmundur Baldursson, Helgi Bogason, Kristján Már Gunnarsson Jón Þorvarðarson, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg.

Ákvörðun árgjalds: Tillaga um óbreytt árgjald, það er 130 kr., samþykkt

Önnur mál: Forseti Jafet Ólafsson tók til máls þakkaði traustið með endurkjörið, tilkynnti jafnframt að Guðný Guðjónsdóttur fengi gullmerki Bridgesambandsins fór hann stuttlega yfir störf hennar að lokum bað hann Dennu að koma upp í pontu og taka við gullmerkinu.

Stefán Vilhjálmsson fór yfir stöðu bridge á Akureyri. Talaði einnig um að vilji fyrir að koma kennslu í skólana og sagði að margt hefði verið reynt til að fá nýja spilar en ekki gengið vel. Voru með kynningu framhaldsskólunum og margir mætt en var ekki mikið fylgt eftir óskaði eftir aðstoð frá BSÍ um hvernig ´se best að reyna koam þessu í skólana. Stefán talaði svo um að Bf. Akureyrar takði um að stpfan nýtt félag þar sem þeim finnst reglur um kvóta á Íslandsmót ósanngjarnar.

Sveinn R. Eiríksson talar um að nær sé að endurskoða reglur um kvóta svæða í stað þess að svæðin séu að stofan ný félög. Öll kvöld gildi í stað 10 eins og það er í dag.

Cecil Haraldsson spyr hvort ekki sé best að lögin um svæðaskiptingu verði skoðuð af stjórn og hún komi með tillögur að breyting á næst ársþingi

Kristján Már Gunnarsson óskar Jafet og stjórninni til hamingju með kjörið og Guðnýju með gullmerkið. Talaði um starf Bf. Selfoss og sagði að kennsla hefði verið í Framhaldsskólanum Suðurlandi og haldið hafi verið lokamót þar sem nemendur spiluðu við vana spila. Spyr hvort BSÍ eigi ekki að reyna koma bridge í tölvurnar þar sem krakkarnir séu alltaf í tölvunni.

Jörundur Þórðarson bendir á mini-bridge sé með app þar sem hægt sé að telja punkta og spila.

Heiðar Baldursson og Logi Sigurðsson sögðu frá ferð sinni til Azor eyja og voru ánægðir með árnagurinn og mjög ánægðir með ferðina.

Cecil Haraldsson óskar eftir að fá námsefni og stefnir á að reyna að fá að kenna það á framhaldsskólanum Egilsstöðum.

Garðar Garðarson talaði um starfsemina á Suðurnesjum og sagði að 2 ár væru síðan kennsla hefði verið reynd þátttaka þokkaleg en skilaði sér ekki inn í klúbbinn.

Guðlaugur Sveinsson ánægður með efnahag sambandsins og þakkar BSÍ fyrir hönd Miðvikudagsklúbbsins fyrir samstarfið.

Guðmundur Baldursson fundarstjóri óskar stjórn til hamingju með kjörið og ennfremur Jafet með kjótið í stjórn EBL.

Jafet þakkar traustið og talar um hvað honum langi að sjá bridge vaxa á Íslandi og að sjá landsliðið ná lengra. Þakkar Ólöfu og stjórninni fyrir samstarfið. Fer yfir að á nsæta ári séu tvö stór landsliðsverkefni Opna Evrópska Meistaramótið í Tromsö og Norðurlandamótið í Færeyjum þar sem Ísland á titil að verja í opna flokknum. Þakkar fólki fyrirgóða mætingu og óskar því góðrar heimfarar og slítur ársþinginu með kjörorðum BSÍ:

"Bridge gerir lífið skemmtilegra"

Fundarritun: Guðmundur Snorrason

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar