Stjórnarfundur 5.febrúar 2014
miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Stjórnarfundur í Bridgesambandi
Íslands 5.febrúar, 2014 kl. 16.00
Mættir: Jafet, Árni Már, Guðmundur, Ólöf, Denna, Garðar og Ingimundur
Dagskrá fundarins:
1. Fundargerð síðasta fundar, samþykkt án athugasemda. 2. Icelandair Reykjavík Bridge festival, útkoma - lærdómur.Ekki er búið að ganga endanlega frá reikningum vegna hátíðarinnar en ljóst er að um góða afkomu er að ræða. Vel tókst upp með að fá fjölmiðla að fjalla um hátíðina og skipti þar sköpum að láta þá vita nógu snemma af hátíðinni og ítreka ósk um umfjöllun. Var góð umfjöllun bæði í Íslandi í dag og á fréttum RUV. Leiðindar atvik kom upp þar sem spilari vék úr keppni og mun forseti BSÍ ræða við viðkomandi. Tímasetning fyrir næsta er er áætluð 29. janúar til 1. febrúar. 3. Landsliðsmál Fundur í landsliðsnefnd var 4. janúar. Áætlað er að vali á landsliði verður lokið fyrir 10. febrúar. Fundað verður aftur næsta föstudag og æfingaplan sett upp.Sveinn Rúnar og Guðmundur Páll munu sjá um þjálfun. World Class hefur gefið vilyrði fyrir líkamsræktarkorti fyrir landsliðið. Val á fyrirliða verður frestað fram í apríl.Landsliðinu hefur verið boðið á tvö boðs mót, annað í Kaupmannahöfn og hitt í Lettlandi. Fyrirhugað er að setja upp boðs mót hér á landi til styrktar og undirbúnings landsliðinu í byrjun júní. 4. Evrópumótið í bridge, Mótið verður haldið í Króatíu 21. júní - 3. júlí . Ólöf mun tilkinna þátttöku og bóka gistingu.Umræða var um kvennalandsliðið og þörfina á að senda þær á sterkt mót. Fékk sú umræða góðar undirtektir og verður leitað að heppilegu móti. 5. EBL Semiar í Berlín 30. Jan- 2 feb, Jafet sótti fundinn fyrir okkar hönd og gerði góða samantekt á efni fundarins. Verður sú samantekt birt á síðu BSÍ. 6. Samningur við menntamálaráðuneytiðForseti og framkvæmdastjóri funduðui með Óskari Ármannssyni í Menntamálaráðuneytinu. Var farið yfir drög að samkomulagi við BSÍ og ráðuneytisins. Þarf BSÍ að sækja formlega um vera á fjárlögum og verður slík umsókn sett inn fyrir framlög árið 2015. Umræða um skert framlög til BSÍ seinustu ár skilaði litlu. 7. Vefur BridgesambandsinsUmræða um vef sambandsins kom enn á ný upp og eru menn sammála um að skoða verði bæði myndir og útlit vefsins. Vefurinn sem slíkur virkar þó ágætlega. Umræður voru um dýra hýsingu Outcome. Jafet og Guðmundur munu koma með tillögur um aðgerðir fyrir næsta fund. 8. Myndasafn BridgesambandsinsGera þarf átak í myndasafni sambansins, koma myndum á tölvutækt aðgengilegt form. Munu Jafet og Ólöf hafa samband við Aðalstein Jörgensen varðandi þessa vinnu. 9. Önnur mál, · Tillaga kom fram um að setja upp n.k. "heismeistarahorn" í húsakynnum sambandsins. Gera þennan árangur Íslands í Yokohama 1991 meira áberandi með myndum og umfjöllun.· Ekkja Ásmundar Pálssonar hefur boðið BSÍ verðlaunasafn hans að gjöf. Mun sambandið verða við þessari ósk.· Rætt var um hvar og hvort ætti að nálgst nælur vegna árangurs spilara. Nælurnar eru að mestu búnar og verður athugað hvar hægt er að fá þær framleiddar. Vili var meðal stjórnarmanna að halda í nælurnar.· Verið er að leita að heppilegu húsnæði fyrir úrslit Íslandsmótsins. Næsti fundur 12. mars kl. 17:00.