Stjórnarfundur 8.janúar 2014

mánudagur, 13. janúar 2014
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 8 jnaúar 2014Mætt: Jafet, Ólöf, Ingimundur og Guðmundur, aðrir veikir eða fjarrverandi.
1.      Fundargerð síðasta fundar, samþykkt
2.      Reykjavík Icelandair Bridgefestival, framkvæmd, Jafet fór yfir framkvæmd mótsins undirbúningsnefndin hefur haldið nokkra fundi, ennfremur eru aðilar að undirbúa stjörnutvímenning og fá fyrirtæki til þátttöku. Búast má við met þátttöku í mótinu. Forsætisráðherra mun væntanlega setja mótið.
3.      Fjárlög 2014, Jafet upplýsti að engin hækkun hefði fengist frá frumvarpi til fjárlaga í framlagi til Bridgesambandsins. Flestir fjárlagaliðir óbreyttir, hins vegar fékk skáksambandið 3 mkr hækkun í meðförum Fjárlaganefndar. Framlag til Bridgesambandsins á fjárlögum 2014 er 8 mkr
.
4.      Landsliðsmál - landsliðsnefnd, samþykkt að eftirtaldir skipi landsliðsnefnd: Jafet, Guðmundur Pál, Helga Bergmann og Ásgeir Ásbj. Jafet upplýsti að Jón Baldursson ætti við veikindi að stríða en vonast væri eftir þátttöku hans í landsliðinu. Stefnt er að því að tilkynna um val á landsliði og landsliðsfyrirliða um mánaðarmótin janúar/febrúar.
5.      EM í bridge Króatía júní 2014, tilkynna þarf landslið fyrir miðjan febrúar sem keppir á EM, forseti og framkvæmdstjóri munu huga að ferðatilhögun og gistingu, fjárhagsáætlun fyrir mótið verður lögð fram á næsta fundi.
6.      Eldri manna keppnisflokkur á EM, áhugi er hjá ákveðnum aðilum að kanna með þátttöku 60 plús keppnisflokks karla á EM í Króatíu réttu um viku langt mót. Spurningin hvernig Bridgesambandið kæmi að stuðningi við þetta mál, víða erlendis er þessi flokkur sjálfstætt starfandi innan Bridgesambandanna. Samþykkt að ræða þetta frekar, kanna einnig áhuga aðila og hvernig standa mætti að vali á þessu eldri manna landsliði. Jafet mun kanna málið frekar og leggja það fyrir stjórn að nýju.
7.      Bridgekennsla í skólum, Heimir er að fara af stað með kennslu í Kópavogskólum, útlit fyrir góða þátttöku, vantar hjálparkokka. Denna mun sjá um kennslu í Rimaskóla  og fleiri skólar eru í undirbúningi. Upplýst með góða þátttöku á Selfossi og meira væri hægt að gera þar.
8.        Önnur mál;   Ingimundur upplýsti um mótið í Borgarnesi um síðust helgi, þokkaleg þátttaka, góð þáttaka í minningarmóti um Ásmund og Símon Símonarson og eins áramóta mót í Hafnarfirði.   Rætt um staðsetningu á úrslitum Íslandsmótsins, Ólöf og Jafet falið málið. Jafet upplýsti um vatnstjón sem orðið hefði í Síðumúlanum rétt fyrir jól, en það fór mun betur en á horfðist. Vatnsleiðsla gaf sig fyrir ofan spilasal, en sem betur fer var verið að ljúka móti og tókst með snarræði að skrúfa fyrir leiðsluna. Tryggingarfélagið bætir þennan smá skaða en kostnaður við endurnýjun á vatnsleiðslu er um 200.000.
Næsti stjórnarfundur miðvikudaginn 5. Febrúar kl. 16.00