Stjórnarfundur 20.nóv. 2013
•1. Fundur nýrrar stjórnar Bridgesambands Íslands, haldinn 20. nóvember, 2013 kl. 16.00
Mætt voru: Jafet, Ólöf, Árni Már, Garðar, Guðný, Helga, Guðmundur og Ingimundur.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Nýjir stjórnarmeðlimir boðnir velkomnir. Stjórn skipar með sér verkum þannig:
Forseti Jafet Ólafsson
Varaforseti Guðný Guðjónsdóttir
Gjaldkeri Guðmundur Snorrason
Ritari Árni Már Björnsson
Meðstjórnendur Ingimundur Jónsson, Helga Bergmann og Garðar Garðarsson.
3. Nefndarskipan
Ákveðið var að Guðmundur Snorrason tæki sæti Jörundar Þórðarsonar í mótanefnd. Aðrir fulltrúar og aðrar nefndir skipaðar síðar.
4. Landsliðsmál
Guðmundur Páll Arnarson og Ásgeir Ásbjörnsson munu verða leiðandi í þeirri þjálfun landsliðsins. 8 pör hafa lýst yfir áhuga að taka þátt í undirbúningi landsliðsins. Skipað verður í landsliðið í janúar.
Fyrir liggur þátttaka í Evrópumóti bridgespilara í júní á næsta ári sem haldið verður í Króatíu.
Til undirbúnings verður landsliðið sent á 2-3 mót fyrri hluta árs 2014. Til umræðu eru mót í Litháen í mars, Danmörku í apríl og að sett verði á styrktar mót hér á landi í maí með svipuðu sniði og áður. Kostnaðaráætlun vegna undirbúnings landsliðsins og þátttaka í Evrópumótinu í júní 2014 mun liggja fyrir á stjórnarfundi í janúar n.k.
5.Bridgekennsla í skólum
Beiðni hefur borist frá MK um styrk frá BSÍ og aðstoð við kennslu nemanda í bridge. Um er að ræða valáfanga hjá MK og hafa 10 nemendur þegar skráð sig. Hefst þessi kennsla eftir áramót. Jafnframt er reiknað mað að kennsla á vegum sambandsins verði í Rimaskóla og Valhúsarskóla eftir áramót.
6. Bréf til fjárveitinganefndar Alþingis
Búið er að senda bréf til fjárveitinganefndar þar sem óskað er eftir hækkun framlaga um 3 milljónir. Er í bréfinu bent á þá miklu skerðingu framlaga til sambandsins síðan 2008 eða 45%. Jafet og aðrir stjórnarmenn munu fylgja bréfinu eftir.
7. Fundur Evrópskra bridgesambandsins í Berlín 30. janúar til 2. febrúar 2014
Ákveðið var að Jafet sitji þingið fyrir hönd BSÍ.
8. Iceland air, Reykjavik bridge festival
Ágætleg gengur með bókanir á hátíðina og hafa þegar yfir 100 manns bókað sig. Verið er að vinna að því að fá Forseta Íslands til að setja hátíðina.
9. Önnur mál
-
Madeira. Þátttaka íslenskra spilara var með ágætum og fóru um 40 manns að þessu sinni. Eins og vanalega var mikil ánægja meðal þátttakenda og stóðu íslenskir spilarar sig með ágætum. M.a. unnu Sveinn Rúnar og Þröstur ásam þýsku pari sveitakeppnina og Júlíus og Rúnar náðu 4. sæti.
-
Húsnæðismál. Rifjuð var upp það sem gert hefur verup í athugun á öðru húsnæði fyrir Bridgesambandið. Voru stjórnarmenn sammála því að horfa til staðsetningar miðsvæðis í Reykjavík. Vinnu við leit að heppilegra húsnæði verður haldið áfram.
Fundi slitið 17:05
Næsti fundur 8. janúar