Stjórnarfundur 16.október 2013
10. Fundur í stjórn Bridgesambandi Íslands, haldinn 16. október, 2013 kl. 16.00
Mætt voru Jafet, Ólöf, Árni Már, Guðný, og Jörundur
Garðar, Helga og Örvar boðaði forföll
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Landsliðsmál. Enn eru æfingar í opnum flokki og kvennaflokki ekki komnar í gang en stefnt að því að þær hefjist í byrjun nóvember enda eru mót í gangi núna. Ljóst er að Guðmundur Páll Arnarson og Ásgeir Ásbjörnsson munu verða leiðandi í þeirri þjálfun. Hvernig sem staðið verður að vali þá verður því lokið um mánaðarmótin febrúar-mars.
3. Ársþingið. Fundarstjóri þingsins verður Kristján Már
Gunnarsson, undirritaður sér um fundarritun. Rætt var um
ársreikninga, því miður ljóst að annar skoðunarmaður ársreikninga
hefur verið erlendis og hefur ekki getað skoðað reikningana en að
öðru leyti er frágangur þeirra hefðbundinn. Ársreikningar sýna góða
afkomu sem er eðlilegt bæði vegna ábyrgrar fjármálastjórnar en
einnig vegna léttara árs enda fá erlend verkefni. Mjög eðlilegt
gæti verið að greiða niður skuldir þótt ekki hafi verið formleg
tillaga um það.
4. Stjórnin þakkar Helga Jóhannssyni, fyrrverandi forseta BSÍ fyrir
fjárstuðningnn sem hann sendi
Bridgesambandinu
5. Rætt var um heiðursmerki samþþykt var að heiðra Erlu Sigurjónsdóttur á Ársþinginu 20.okt.
6. Önnur mál.
a. Rætt var um samskipti við fjölmiðla, mjög mikilvægt að sinna þeim vel. Einnig mikilvægt að ná persónulegum tengslum, líka að þeir finni að þeir séu fyrstir með fréttirnar.
b. Ákaflega gleðilegt að Hjördís Eyþórsdóttir hafi náð heimsmeistaratitli með bandarísku kvennasveitinni. Reynt verður að heiðra hana á einhvern hátt.
c. Óvenju slök skráning hefur verið í einmenninginn, stjórnarmenn beðnir að reyna að hvetja félagsmenn sína til þátttöku.
d. Rætt var um starfsemi einstakra félaga. Suðurnesjamenn verða nú á fimmtudagskvöldum og munu verða í samstarfi við BK með útreikning spila þegar það á við. Á Suðurnesjum byrjar rólega með 4 borð, í Kópavogi eru 10-12 borð á kvöldi.
e. Ritari hefur farið fram á að fá styrk til að greiða fyrir útgáfurétt á tveimur bridgebókum eftir Dorothy Hayden Truscott. Samþykkt var að veita styrk upp á 60 þúsund krónur. Hluti bókanna mun verða aðgengilegur á heimasíðu bridgesambandsins og mun nýtast til að styrkja fræðslustarfið. Ritari vék af fundi á meðan.
f. Ritari hefur einnig þýtt reglur um Minibridge. Forseti mun láta prófarkalesa textann og láta fjölrita þessar reglur. Markmiðið er að dreifa þessum reglum í sem flesta grunnskóla og fylgja því sem best eftir enda mat stjórnar að best sé að grunnskólanemar hefji bridgeferil sinn á Minibridge. Mikilvægt er líka að fá félagsmenn til að hvetja börn og barnabörn til að prófa Minibridge.
g. Einnig var rætt um væntanlegt kjördæmamót í Færeyjum. Að mörgu þarf að gæta. Bæði hefur verið skipulagt flug til Færeyja frá Keflavík með vél frá Atlantic Air. Auk þess er verið að skipuleggja rútuferðir um Norður- og Austurland með Norrænu ferjunni. Líklega er best að breyta fluginu og færa það til Reykjavíkur og vera með minni flugvél. Framkvæmdastjóri heldur áfram að vinna að þessum málum.
h. Næsti fundur verður boðaður með nýrri stjórn miðvikudaginn 13. nóvember kl 16.