Ársþing BSÍ 20.október

þriðjudagur, 22. október 2013

 
   Ársþing BSÍ,

haldið sunnudaginn 20. október 2013 kl. 13-16

Þingsetning. Jafet Ólafsson forseti BSÍ setti þingið, bauð fundarmenn velkomna.  Hann hóf fundinn á því að minnast þriggja látinna bridgespilara á árinu, þeirra Jóns Ásbjörnssonar, Símonar Símonarsonar og Ásmundar Pálssonar.  Hann greindi nokkuð frá ferli þeirra en allir hafa þeir verið með fremstu spilurum landsins og stuðlað að hærri gæðum.

Síðan stakk hann upp á Kristjáni Má Gunnarssyni sem fundarstjóra og Jörundi Þórðarsyni sem fundarritara og samþykkti fundurinn það með lófataki.

Kristján Már tók strax við fundarstjórn og fékk uppástungur um þrjá í kjörbréfanefnd: Þau Erlu Sigurjónsdóttur, Sigurjón G Ingibjörnsson og Víði Jónsson.  Nefndin tók strax til starfa og vék af fundi til að fara yfir kjörbréfin.  Því næst var stungið upp á þremur í uppstillingarnefnd: Sveinn R Eiríksson, Garðar Garðarsson og Bergur Reynisson. Að þessu loknu var komið að skýrslu stjórnar sem Jafet forseti flutti.

Skýrslu stjórnar og reikningum hafði verið útbýtt sem hluta af fundargögnum og greindi Jafet frá því helsta í skýrslunni.

 Hann sagði frá bridgekennslu fyrir 13-14 ára unglinga í nokkrum grunnskólum sem Guðný varaforseti hefur séð að mestu um ásamt Helgu Bergmann. Best gekk í Rimaskóla en skólastjórinn hefur stutt dyggilega við þetta kynningarstarf. 

Kynning á bridge gengur misvel hjá fjölmiðlum. Spurning um með hverju á að flokka bridge, helst viljum við að bridge sé talið til íþrótta. Bæði Stöð 2 og Morgunblaðið hafa greint frá því fréttnæmasta, RÚV sá ekki ástæðu til að fræða fólk um heimsmeistaratitil Hjördísar Eyþórsdóttur sem hún vann með kvennaliði USA í bridge. Jákvætt hve vel Fréttatíminn tók málaleitan okkar að taka inn hálfa síðu fyrir bridge í hverri viku. Einnig hefur verið beðið um hálfsíðu í sunnudagsblaði Mbl.

Óskað hefur verið eftir leiðréttingu (hækkun) á framlögum ríkis til BSÍ í fjárlögum, sem enn hefur engan árangur borið, þó hefur framlagið ekki verið lækkað. Fundarmenn beðnir að reyna að hvetja fjárlaganefndarmenn til dáða.

Mótaskrá. Mótanefnd hefur séð um gerð mótaskrár og framkvæmdastjóri  og keppnisstjórar séð um framkvæmd móta og hefur þetta gengið eins og smurð vél.

Húsnæðismál: Alltaf er verið að líta í kringum sig eftir heppilegra húsnæði. Líklega verður reynt að ráðast í smá andlitslyftingu í vetur.

Reykjavík Bridge Festival: Talsvert hefur aukist aðsókn og virðist ekkert lát á. Sú nýbreytni var síðast tekin upp að hafa lægra gjald fyrir félagsmenn.  Enn er reynt að lokka Bill Gates og Warren Buffet til hátíðarinnar.

Norðurlandamót haldið í Reykjanesbæ í maí. Undirbúningur og framkvæmd hjá Ólöfu og Garðari.

Ágætur árangur, glæsilegur sigur í opnum flokki. Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Guðmundur Snorrason og Ragnar Hermannsson fyrirliði. Þjálfari var Guðmundur P Arnarson. Heillaóskaskeyti frá menntamálaráðherra og móttaka í framhaldinu. Kvennasveit í fjórða sæti.

Landsliðsmál: Næsta stóra verkefni landsliðsins verður EM í Króatíu.

Samningar við flugfélög: Flugfélög hafa verið ötul að styðja við BSÍ með farmiðum. Þar er Icelandair öflugt en líka Iceland Express, sem hætti starfsemi á árinu. BSÍ átti nokkra ónotaða flugmiða hjá IE, það var ekki sjálfsagt að WOW tæki við þessum kvöðum, en eftir samtal við Skúla Mogensen og Ingu frkvstjóra tókust samningar um að WOW tæki samninginn yfir. Þessir tveir samningar hafa létt mjög undir rekstur BSÍ.

Auglýsingamál. Stór auglýsing var birt bæði í Mbl og Fréttablaðinu, auk þess var greidd auglýsing fyrir Bridgeskólann.

Kennsla í fyrirtækjum hefur á undanförnum árum verið á vegum Bridgeskólans en nú kemur Ómar Olgeirsson einnig að málum.

Einnig ræddi forseti um bridge á netinu, þar eru frændur vorir Danir, Norðmenn og Svíar í samstarfi með BBO-Nordic en um 30 íslenskir spilarar spila þar einnig. Öllum opið er BBO sem margir nýta sér.

Ársreikningar: Forseti fór síðan beint í að útskýra endurskoðaða ársreikninga sambandsins. Þar greindi hann frá hagnaði á árinu, 4,4 milljónir sem er svipað og yfirkeyrslan árið áður sem var mun þyngra í rekstri vegna EM og Heimsmeistaramótsins í Hollandi þá. Langtímaskuldir eru 6,9 milljónir og spurning hvort eitthvað ætti að greiða þau lán niður þar sem vextir eru litlir af inneignum. Helsta ástæða þessarar góðu útkomu má annars vegar rekja til meiri tekna af Bridgehátíð en einnig vegna léttara árs (eina stóra verkefnið NM) auk þess sem Ólöf sýnir góða meðferð fjár eins og alltaf. Styrktaraðilar einnig drjúgir.

Fundarstjóri tók næst kjörbréfin fyrir og kom Erla Sigurjónsdóttir og  gerði grein fyrir þeim.

Fulltrúar félaga voru 25 og áheyrnarfulltrúar voru tveir (Vigfús Páls og Halldór Þorvaldsson)

Bf. Borgarfjarðar

2

37,6

 Ingimundur Jónsson, Þorvaldur Pálmason

Bf. Sauðárkróks

(2)

22

 Kristján Snorrason

Bf. Akureyrar

2

28

 Víðir Jónsson (2)

Bf. Seyðisfjarðar

1

10

 Cecil Haraldsson

Bf. Selfoss

2

29

 Kristján Már Gunnarsson (2)

Bf. Muninn

2

30,8

 Garðar Garðars, Sigurjón G Ingibjörnsson

Bf. Hafnarfjarðar

3

48

 Erla Sigurjónsd, Ólafur Þór Jóhannsson

Bf. Kópavogs

3

50,2

 Jörundur Þórðarson, Hjálmar Pálsson, Bergvin Sveinsson

Bf. Reykjavíkur

4

65,6

 Bergur Reynisson, Guðný Guðjónsdóttir, Guðmundur Snorrason, Sigrún Þorvarðardóttir

Bd. Breiðfirðinga

2

38,4

 Sturlaugur Eyjólfsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir

Miðvdagsklúbb

4

60,2

Svenni R. Eiríksson, Guðrún Jörgensen, Guðlaugur Sveinson, Hrannar Erlingsson

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga:

Fundarstjóri gaf nú orðið til þeirra fundarmanna sem vildu spyrja um ársskýrsluna og ársreikningana

Fáar spurningar og fljótsvarað, leiðrétting komin hér að ofan.

Fundarstjóri bar síðan reikningana upp til samþykktar eða synjunar og voru þeir einróma samþykktir.

Formenn fastanefnda skýra frá starfsemi nefndanna.

a)      Mótanefnd: Jörundur greindi frá störfum mótanefndar  (aðrir í nefndinni eru Jón Halldór Guðmundsson, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Frímann Stefánsson, Ólafur Steinason, Örvar S. Óskarsson.)  Aðalvinnan gerð mótaskrár.     Deildakeppnin 2012. Alltaf snúið að skipuleggja hana. 13 sveitir í fyrra í 2.deild. (Fyrsta umf var random og síðan allir við alla)  Að venju voru átta sveitir í 1. deild. Keppnisgjald hafði verið gagnrýnt og kom formaður þeirri gagnrýni á framfæri. Á næsta ári stendur til að breyta í þrjár deildir: 6 lið í 1. deild, 6 lið í 2. deild og önnur lið í 3. deild. Reglugerð þar að lútandi í smíðum, einnig ákveðið að 6 megi vera í hverri sveit, þó verði tekið tilit til þeirra í 1.deild ef fleiri voru en sex sem áunnu sér réttinn.  Miklar umræður hafa verið um fyrirkomulag á deildakeppni á spjallinu og hefur Ólafur Steinason leitt hana f.h. mótanefndar.   Úrslitin í sveitakeppni lentu á kosningadegi, talsvert rætt um hvort færa ætti mótið vegna þessa. Ekki treystu menn sér til þess.  Breytt reglugerð um bikarkeppnina. Ekkert lið situr nú hjá í fyrstu umferð nema standi á oddatölu. Nokkur taplið fá hins vegar að halda áfram og ákvæði eru um það að þau lendi ekki aftur á móti sigurliðinu í fyrstu umferð, fyrr en í undanúrslitum.  Erlend mót hafa áhrif á mótaskrá: Madeira. Haust-National, Vor-National, mót á Norðurlöndum.  Bötler:  Þátttaka kvenna er nokkuð lítil. Vonandi verður bót þar á. Nokkrar fyrirspurnir urðu og reyndi undirritaður að svara þeim.

b)      Laga og keppnisreglnanefnd:  Vigfús Pálsson sagði frá því að nýr skali í sveitakeppni komi til framkvæmda, 20-0 skali, þessi breytingu er í samræmi við óskir alþjóðabridgesambandsins. 20 impa munur dugar í 15-5 úrslit, en 60 impa þarf til að fá 20-0. Spurt var hvað þarf til að leikur fari jafn, hvort miðað verði við 12-8 sé jafnt og 13-7 sé tap eða hvar mörkin séu. Annar vandi er um undanúrslitin í sveitakeppni, sveitum hefur fækkað og erfitt er orðið að fylla í kvótann. T.d. hefði Reykjavík átt rétt á að fá 13 sveitir inn en aðeins 12 sveitir hefðu tekið þátt í undankeppninni þar. Til greina kæmi að fækka niður í 36, 32 eða 30 sveitir. Aðspurður greindi hann frá því hvað lagt er til grundvallar við reikning á fjölda sveita í hverju kjördæmi. Í umræðunni tóku þátt: Cecil, Garðar, Guðm Snorra, Hrannar, og Sveinn.

c)       Meistarastiganefnd Garðar Garðarsson formaður (Frímann Stefáns og Ólöf einnig í nefndinni)  sagði frá því að Ómar hefði sett inn stigin núna en væri að bæta inn stigum sem vantar frá 2011 og 2012.  Hann ræddi einnig um nálarnar góðu, lauf, tígul o.s.frv. Sagði að stórmeistaranálarnar væru búnar og vildi heyra í fundarmönnum um framhaldið. Allflestir fundarmenn óskuðu eindregið eftir áframhaldandi smíði þessara gripa, þetta væri sérstaklega örvandi fyrir nýliðana. Einnig spurði Bergur um lista yfir 5 ára stig til að sjá virkni félaga.

Lagabreytingar. Engar.

Kosningar   Uppstillingarnefnd var kölluð til og flutti Sveinn tillögu hennar.

Jafet Ólafsson yrði áfram forseti.

Í stjórn yrðu Guðný Guðjónsdóttir, Ingimundur Jónsson,  Árni Már Björnsson og Garðar Garðarsson, þeim til halds og trausts yrðu Helga Bergmann og Guðmundur Snorrason. Nýir í stjórn yrðu þannig Ingimundur Jónsson og Guðmundur Snorrason. Úr stjórn fara Jörundur Þórðarson og Örvar Snær Óskarsson

Fundarstjóri óskaði eftir frekari framboðum sem ekki komu.

Fundarstjóri bar þá tillögur uppstillingarnefnar undir fundinn og voru þær samþykktar með almennu lófataki.

Löggiltur endurskoðandi: Samþykkt tillaga um Guðlaug R Jóhannsson með lófataki

Skoðunarmenn reikninga, áfram valdir Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Þorsteinn Berg

Varamenn þeirra voru valdir Jörundur Þórðarson og Sveinn R Eiríksson

Dómstóll BSÍ: Tillaga um óbreyttan dómstól var samþykkt. (Bjarni H. Einarsson, Guðmundur Baldursson, Helgi Bogason, Kristján Már Gunnarsson, Jón Þorvarðarson, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg)

Ákvörðun árgjalds. Árgjald er 130 krónur, tillaga um óbreytt árgjald var samþykkt.

Önnur mál

Þorvaldur Pálmason kvaddi sér hljóðs. Hann ræddi um nýliðun í Borgarfirði. Taldi að mjög vel þyrfti að styðja það starf og vel þyrfti að hlúa að þeim sem nýir kæmu inn. Ekki væri allt komið undir því að framfarir yrði sem mestar en líka að sinna félagslega þættinum. Hann greindi frá félagsskap í Póllandi sem heitir Bridge24 þar sem sterkir spilarar taka nýliða í umsjá, spila við þá á netinu o.fl. Hann minntist einnig á gott sjálfboðaliðastarf Vigfúsar og fleiri við að halda mót fyrir Íslendinga á BBO.

Hér var gert kaffihlé á fundinum - veitingar í boði BSÍ.

Minibridge. Jörundur dreifði bækling um Minibridge sem hann hafði þýtt. Hann útskýrði einfaldar reglur og hvatti til þess að þetta yrði notað í alla grunnskóla, engar sagnir kenndar. Einnig að jólagjöfin handa barnabörnunum væri núna spil og þessi blöð. Fundarstjóri tók undir það og bætti kertum í pakkann. Helga sagði að þau væru byrjuð að nota Minibridge í Rimaskóla.

Cecil. spurði um kostnað vegna innanlandsflugs, það væri dýrara en flug til London, hvort einhverjir samningar væru við flugfélögin. Afsláttartilboð fyrir ÍSÍ gagnaði lítið, best ef pantað með löngum fyrirvara.

Jafet: Þakkaði ritara, sem nú fer úr stjórn, góð störf hrósaði honum fyrir fljót og góð skil á fundargerðum. Þakkaði einnig Örvari samvinnuna og bauð nýja stjórnarmenn Ingimund og Guðmund velkomna. Hann sagði frá ferð yngri spilara til Azoreyja en tveir úr Borgarfirði og tveir úr Kópavogi hefðu farið. BSÍ styrkti. BSÍ hefur stundum styrkt spilara til þátttöku á Örebro bridgehátíðinni sem er á hverju sumri um mánaðarmótin júlí - ágúst.

Hann tók undir orð Cecils, lítið gagn að ÍSÍ afslætti, mun betra að panta með 2-3 mán. fyrirvara.

Erla Sigurjónsdóttir sæmd gullmerki BSÍ

Forseti sagði frá Heiðursmerkjanefnd sem hann vildi nú virkja að nýju, stjórn BSÍ hefði samþykkt að ríkulegt tilefni væri til að heiðra spilakonuna mætu, hana Erlu Sigurjónsdóttur. Hún hefur um árabil verið mjög virk í bridgehreyfingunni bæði með setu í stjórn BSÍ sem og í öðrum bridgefélögum. Hann kallaði heiðurkonuna til sín og sæmdi hana gullmerki sambandsins undir háværu lófataki fundarmanna.

Minningarsjóður Alfreðs Alfreðssonar: Garðar Garðarsson, formaður (aðrir í stjórn sjóðsins Ólöf Þorsteinsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir) Tilgangur sjóðsins er að styðja við nýliðun og yngri spilara. Sjóðurinn varð fyrir allnokkrum afföllum í hruninu. Inneign 416 þús. Ívörslu eru 38þús og vextir 8 þús.

Vigfús Pálsson sagði frá sjálfboðaliðastarfi sínu og annarra (Guðni, Ingimundur, Þórður Ing.) við að halda úti keppni á BBO á föstudögum og sunnudögum. Ræddi um bronsstig en sagði að BSÍ gæti ekki ætlast til að fá greiðslur vegna slíkra ef af yrði.

Guðrún Jörgensen. Lýsti yfir ánægju með kjör Jafets og óskaði þess að hún gæti fagnað kjöri hans í mörg ár í viðbót, einnig var hún afar stolt af framkvæmdastjóranum frænku sinni. Þakkaði vel fyrir sig.

Bergur Reynisson. Nefndi nokkur mál, deildakeppni og hugsanlega forkeppni á neti. Þótti erfitt að fá styrki fyrir starfsemi BR og vonaði að fá úthlutun með BSÍ sem milligönguaðila. Taldi að kennsluborð í BBO gætu nýst vel í fræðslustarfinu. Helga svaraði því og sagði að þær bentu alltaf á þetta í starfi sínu.

Að lokum kom Jafet forseti, nefndi aukna aðsókn að Bridgeskólanum, sagði frá minnisverðum fundi með Aubry Yves forseta EBL á NM í BláaLóninu. Vonaðist eftir að geta orðið þáttakandi á kjördæmamótinu í Færeyjum 15.-18.maí, það afar spennandi að heimsækja Færeyinga. NM 2015 verður haldið Færeyjum sem aftur gæfi tilefni til að styrkja vinskapinn. Hann sleit ársþinginu með kjörorðum BSÍ:

"Bridge gerir lífið skemmtilegra"

Fundarritun: Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar