Stjórnarfundur 4.júní 2013
7. Fundur í stjórn Bridgesambandi Íslands, haldinn 4. júní, 2013 kl. 16.00
Mætt voru Jafet, Ólöf, Árni Már, Garðar, Guðný, Helga og Jörundur
Örvar boðaði forföll
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Norðurlandamótið í bridge - GPA sem hafði tekið að sér að stýra liðinu í opna flokknum forfallaðist á síðustu stundu og var Ragnar Hermannsson beðinn um að taka við liðsstjórn. Árangurinn var góður, liðið náði fljótlega forystu og hélt henni allan og skilaði heim NM titli. Sex lið kepptu um titilinnauk okkar: Danir, Svíar, Finnar, Norðmenn og Færeyingar. Liðið þekkja allir: Jón og Þorlákur, Bjarni og Aðalsteinn, Ragnar og Guðmundur Snorra. Í kvennaflokknum voru aðeins 4 lið, þau allra sterkustu. Hvorki Finnar né Færeyingar sáu sér fært að senda lið. Ásgeir Ásbjörnsson var liðsstjóri, liðið: María og Bryndís, Ólöf og Svala, Anna og Guðrún. Þrátt fyrir mótlæti og erfiða andstæðinga tókst nokkuð vel til og litlu munaði að þeim tækist að ná þriðja sætinu. 4 danskar stúlkur náðu nokkuð örugglega að landa sigri þrátt fyrir þreytu á köflum. Almenn ánægja var með mótshaldið og verðlaunaafhending síðan í Víkingaskipssafninu. Menntamálaráðherra sendi BSÍ hamingjuóskir og býður til móttöku í tilefni af titlinum. Ákaflega gott að finna hlýhug frá ráðuneytinu.
3. Stjórnarfundur forráðamanna Bridgesambanda Norðurlanda 24. maí. Jafet greindi frá þessum fundi sem haldinn var í húsakynnum Bláa Lónsins. Guðný og Garðar sátu fundinn með Jafet. Danir fara með stjórnina og endurkjörnir (Fleming og ritari). Þarna voru einnig Jan Kamras og Jens Auken fulltrúar Norðurlanda í EBL sem fulltrúar annarra NMlanda. Micky Melander ræddi einnig möguleika á seniora flokki.Reikningar sambandsins samþykktir enda fjárhagsstaðan réttu megin við núllið. Rætt þar um nýliðun og góðan árangur í gegnum NORDIC BBO. Í seinni hluta fundarins ávarpaði gestur fundarins hinn ágæti forseti EBL, Yves Aubrey, fundinn. Sýndi enn og aftur hve mikla áherslu hann leggur á gott samstarf við Nordic bridge. Spurt um áhuga BSÍ til þess að taka að sér sjá um bikarkeppni Evrópu (Championship). Það er nokkuð dýrt dæmi og þarf sterkan stuðning opinberra aðila vegna hárra verðlauna (20 þús evrur) . Þurfum að svara þessu innan mánaðar. Kostnaður við að halda NM varð nokkur en vel viðráðanlegur. Að loknum fundi var gestum boðið bað og útsýnisferð um Reykjanesið.
4. Landsliðsmál. Ánægja með störf landsliðsnefndar, störf GPA og ÁÁ. Næst er stefnan tekin á Evrópumót í Búlgaríu. Rætt verður við keppnispörin, stefnt að sex pörum eða meira á æfingar í september.
5. Fjármál Bridgesambandsins eru jákvæð enda var þetta ár tiltölulega létt, næsta ár verður þungt, mikilvægt að nýta afgang í fræðslu og eiga borð fyrir báru vegna EM. Jafet og Ólöfu falið að sjá um ávöxtun eða einhverja uppgreiðslu lána. Jafet mun senda Menntamálaráðuneytinu bréf í sumar við undirbúning fjárlaga, fara fram á hækkun beins framlags og að sérstakur styrkur sem samsvaraði einum kennaralaunum yfir árið kæmi til að mæta kostnaði við kennslu bridge í skólum
6. Sumarbridge Ágæt þátttaka undir góðri stjórn Sveins R Eiríkssonar, allt upp í 34 pör á miðvikudögum. Eitt kvöldið var einnig dregið í fyrstu umferðina í bikarkeppninni. Henni á að ljúka 30. júní. Vitað að gott er að stilla saman strengi í Sumarbridge fyrir bikarleik.
7. Dagsetning á ársþing á komandi hausti er 20. okt.
8. Kennslu rit frá Hollandi, kennsla bridge í skólum. Gagnvirkt kennsluforrit sem hefur reynst vel er í notkun í Hollandi. Kannað verður með frekari dreifingu til annarra landa. Einnig var rætt um ungliðastarf í Borgarnesi, sjálfsagt að stuðla að frekari framgangi unga fólksins þar. Haft verður samband við Ingimund. Einnig verið fræðsla á vegum Ingibjargar Halldórsdóttur í Kvennaskólanum
9. Bridge í fjölmiðlum. Hinn ágæti Arnór Ragnarsson sem séð hefur um fréttaflutning af bridge í Morgunblaðinu er að hætta störfum þar. Mikilvægt að finna annan fulltrúa í þetta starf. Einnig var rætt um hve mikilvægt það sé að matreiða fréttir í fjölmiðla, þeir þurfa fullunnar fréttir. Jafet hefur rætt við forsvarsmenn Fréttablaðsins og mun einnig ræða við Arnór.
10. Næsti fundur verður boðaður með dagskrá miðvikudaginn 14. ágúst