Stjórnarfundur 7.mars 2013
5. fundur stjórnar Bridgesambandsins haldinn fimmtudaginn 7. mars 2013 kl. 16.00
Mættir voru , Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Jörundur Þórðarson, Örvar Snær Óskarsson og Ólöf Þorsteinsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir. Garðar Garðarsson, Helga Bergmann boðuðu forföll,
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt án athugasemda.
2. Netið - spjallið - viðbrögð. Nokkur átök hafa verið á bridgespjallinu, stór orð hafa fallið sem betur væru ósögð. Í framhaldi af því hefur verið ákveðið að allir þátttakendur komi fram undir fullu nafni - afsökunarbeiðni hefur verið sett fram. Ákveðið að loka ekki spjallinu að svo stöddu. Fyrirliði sveitar Garðsapóteks hefur ritað stjórn Bridgesambandsins bréf vegna þessa máls og telur að keppnisstjóri sem hafi látið miður ómakleg orð falla um einn meðlim sveitar Garðsaptóks sé vanhæfur sem keppnisstjóri. Nokkrar umræður urðu um þetta mál og þær umræður sem hafa verið á spjalli. Stjórnarmenn töldu keppnisstjóra ekki vanhæfan, en töldu æskilegt að hann drægi ummæli sín til baka. Forseta var falið að rita fyrirliða Garðsapóteks bréf og eiga fund með honum, einnig að eiga fund með Vigfúsi Pálssyni og fá hann til að biðjast afsökunar og draga ummæli sín til baka. Stjórnin telur að fagleg skoðanaskipti á spjallinu séu að hinu góða en þau verða að vera bridge íþróttinni til framdráttar og án sleggjudóma. Framkvæmdastjóri Bridgesambandsins hefur hér eftir umsjón með spjallinu og getur lokað á umræður á spjallinu ef þær verða óviðurkæmilegar.
3. Ákveðið að skipa nefnd til undirbúnings fyrir Norðurlandamótið. Í henni verða Jafet, Ólöf, Helga, Garðar, úr stjórn en einnig Sveinn og Vigfús.
· Helgina 15.-17.mars verður keppni um sæti í landsliði Íslands fyrir Norðurlandamótið, verða þar átta pör af hvoru kyni.
· Búið er að hafa samband við Bláa Lónið, stefnt að því fundur formanna Norðurlandaþjóða verði haldinn þar eða ferð með þeim þangað .
· Öll löndin senda karlalandslið en Finnar senda ekki kvennalið. Spurning hvort íslenskt aukalið verði búið til eða öðru liði boðið, til að losna við yfirsetuna. Slík ákvörðun þarf að taka í samráði við hin Norðurlöndin. Eins spurning um áhrif liðsins á úrslit.
4. Stefnt er að því að hafa úrslitin í Íslandsmótinu í sveitakeppni í Perlunni ef um semst við staðarhaldara. Þá yrði mótið á tveimur neðstu hæðum.
5. Forseti BSÍ hefur sótt um styrk til menntamálaráðherra vegna kennsluverkefna og hefur ráðherra ráðstafað krónur 300þús í það verkefni.
6. Sænska bridgesambandið mun halda upp á 80 ára afmæli sitt í júlí í sumar og vonast eftir fulltrúum okkar við það tækifæri. Gisting verður í boði eina nótt. Svar óskast fyrir 1. apríl vegna þessa. Vitað er að einhverjir spilarar munu fara á vegum BR í Örebromótið í júlí sem er tengt afmælinu.
7. Húsnæði Bridgesambandsinss. Í stöðugri athugun er hvort eitthvað hentugra húsnæði sé fáanlegt. Margt skoðað en ekkert sem til greina kemur. Einnig hugleiðingar um andlitslyftingu og/eða endurskipulag á húsnæðinu að Síðumúla 37. Rætt var um áhvílandi skuldir og skuldbreytingar. (óverðtryggt lán núna til 12 ára).
8. Önnur mál.
· Næsti fundur áætlaður fimmtudaginn 11. apríl kl 16
· Guðný fór yfir stöðuna í fræðslumálum. Í Rimaskóla eru sex stórar bekkjardeildir í þjálfun, fjögur skipti búin af sex, ekki auðvelt, helst þarf mann á hvert borð. Í Kópavogi er verið að skoða bridgefræðslu í félagsmiðstöð.
· Nú eru komnir fastir bridgeþættir í Fréttatímann - þar er æskilegt að fá tvær til þrjár myndir með hverjum dálki.