Stjórnrfundur 9.janúar 2013

þriðjudagur, 15. janúar 2013

  3. Fundur í stjórn BSÍ haldinn miðvikudaginn 9.jan. 2013 kl 18

Mættir voru allir nema Örvar Snær Óskarsson sem boðaði  forföll.

1.            Fundargerð fundar samþykkt

2.            Það stefnir í mikla þátttöku á Bridgehátíð, reiknað með því að mótið verði sett af utanríkisráðherra. Í Stjörnutvímenningi er reiknað með 20 borðum, stjórnarmenn beðnir að finna fyrirtæki eða styrktaraðila, 4 landsliðsmenn tilbúnir að spila við styrktaraðila. Sérsalur fyrir þá keppni, miðvikudagsklúbbur í aðalsal. Umfjöllun lofað af Morgunblaðinu.

3.            Erfiðlega gengur að fá leiðréttingu á framlagi frá ríkissjóði, erfitt að horfa upp á mismunun sem á sér stað, framlag hækkað til Skáksambandsins á meðan aðrir sjá fram á skert framlag til sín. Ólöf og Jafet fylgja málinu eftir með bréfi til menntamálaráðherra sem hefur fengið eitthvað fé til umráða. Afar brýnt að fá tvær milljónir til að geta sinnt nauðsynlegri fræðslustarsemi auk útgáfustarfsemi.

4.            Landsliðskeppni. Samþykkt að stefna að lokamóti helgina 15. - 17. mars enda ekki hægt að nýta fyrri helgina (22.-24. feb vegna áreksturs).

5.            Hlé á leiðbeiningu sí skólum þar til eftir Bridgehátíð. Þá verður Vatnsendaskóli heimsóttur, brynt að koma reglulegri kennslu á.

6.            Jafet náði tali af Skúla Mogensen, líklegt að einhver styrking fáist og jákvæðar undirtektir við frekar samstarfi.

7. Næsti fundur á dagskrá fimmtudaginn 7.febrúar kl 16

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar