Stjórnarfundur 13.desember
2. fundur stjórnar í BSÍ haldinn fimmtudaginn 13.
desember, 2012 kl. 16.00
Allir voru mættir.
Dagskrá
1. Fundargerð síðasta fundar
samþykkt
2. Reykjavík Bridgefestival -
Icelandair; Í Bridgehátíðarnefnd eru nú Jafet, Sveinn, Gunnlaugur
Karls, Kristján Blöndal og við bætast Guðmundur Snorrason og Rúnar
Einarsson. Vel horfir með þátttöku, Tor Helness úr hinni frægu
Mónakó sveit mun koma með félaga, - litlum sal hefur verið bætt við
og annar verður til vara - samningur Hótel Natura að komast á
hreint - allmörg herbergi til afnota fyrir gesti BSÍ og
keppnisstjóra. Í stjörnutvímenningi verða ýmis fyrirtæki, einnig
möguleiki á öðrum styrktaraðila fyrir mótið (Wow air). En
Icelandair heldur áfram að hjálpa okkur með flugfargjöld sem
skiptir afar miklu máli. Enn er verið að skoða styrktaraðila vegna
endurnýjunar á spilum.
3. Frumvarp til fjárlaga. Nú er
stutt í þriðju umræðu fjárlaga, erfitt að hafa áhrif til hækkunar
framlags til okkar, enda þungar búsifjar í ríkisrekstrinum en þó má
benda á hækkanir til afrekssjóðar og skákhreyfingar. Áfram verður
reynt við að fá leiðréttingu.
4. Þátttaka í erlendum mótum.
Bjarni og Aðalsteinn munu fara aftur til London og hefur verið
samið við þá með sama hætti og í fyrra. (Flug greitt, hlutdeild í
verðlaunum). Einnig er í vor æfingamót í Bonn. Auk þess hafa
Jón og Þorlákur þegið boð Dana um þátttöku í móti í Kaupmannahöfn.
Í febrúar verður keppni hér heima um landsliðssæti.
5. Bridgekennsla - dreifing á
bæklingi. Eftir áramót verða heimsóknir í bæði Rimaskóla og
Vatnsendaskóla. Bæklingnum hefur verið dreift allvíða, til stendur
að senda hann í alla framhaldsskóla. Væntanleg er kynning á
Suðurnesjum í samstarfi við skákhreyfinguna. Enn hefur ekki verið
ráðið í kennslustöðu, beðið eftir fjárlögum.
6. Önnur mál.
a. Framundan er NM
yngri spilara, spurt um samþykki fyrir því að leyfa sveit/sveitir
frá Hollandi og er það samþykkt.
b. Minnt er á minningarmót um
Jón Ásbjörnsson sem haldið verður 30. des
c. Jafet mun ræða við
ungan tölvumann um snyrtingu á heimasíðu
d. Ólöf óskar eftir að samningi
við Securitas verði sagt upp. Mánaðargjald hefur verið 18 þúsund á
mánuði auk tíu þúsunda fyrir hvert útkall, virkilega íþyngjandi.
Ekki þarf annað en að gluggi sé skilinn eftir opinn.
Samþykkt.
e. Spurt var um bréf til
Norðurlandaþjóða vegna væntanlegs NM móts. Bréfið er í
burðarliðnum, síðan þarf að halda utan um öll þessi samskipti,
setja upp heimasíðu fyrir mótið.
Fleira var ekki tekið fyrir, næsti fundur verður miðvikudaginn 9.jan kl 18 á nýju ári.