Stjórnarfundur 15.nóv. 2012

þriðjudagur, 20. nóvember 2012

1.Fundur nýrrar stjórnar BSÍ  þann 15. nóv  2012 kl. 16.00

Mættir voru Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Helga Bergmann, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir og Örvar Snær Óskarsson                                   

Dagskrá

1.         Fundargerð síðasta fundar var samþykkt

2.         Óbreytt verkaskipting hjá stjórn. Guðný varaforseti, Jörundur ritari og Árni Már gjaldkeri.

Nefndir:

Dómnefnd  óbreytt. Sigurbjörn Haraldsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Bjarni H. Einarsson, Sigurður Vilhjálmsson, Pétur Guðjónsson, Guðmundur Páll Arnarson, Ásgeir Ásbjörnsson

Meistarastiganefnd.   Garðar Garðarsson, formaður, Frímann Stefánsson og Ólöf bætist við.

Mótanefnd. Jörundur Þórðarson, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Frímann Stefánsson,

Varamenn:  Örvar Snær Óskarsson, ræða þarf við Jón Halldór Guðmundsson og Ólaf Steinason hvort þeir séu fáanlegir.

Laga og keppnisreglnanefnd. Vigfús Pálsson formaður, Bjarni Einarsson, Jón Baldursson, Jörundur Þórðarson og Sveinn R. Eiríksson

Heiðursmerkjanefnd. verði óbreytt eða: Guðmundur Baldursson, Jafet Ólafsson, Guðmundur Sv. Hermannsson

Fjölmiðlanefnd. Jafet Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Helga Bergmann, Ólöf Þorsteinsdóttir

Bridgehátíðarnefnd. Jafet Ólafsson, Sveinn R. Eiríksson, Gunnlaugur Karlsson, Kristján Blöndal. Bæta þarf einum eða tveimur.

Fræðslu og nýliðanefnd.

Árni Már Björnsson, Guðný Guðjónsdóttir, Helga Bergmann, Helgi Hermannsson, Ómar Freyr Ómarsson og Örvar Óskarsson

Landsliðsnefnd 2012-2013.  Jafet S. Ólafsson, Ásgeir Ásbjörnsson, Helga Bergmann og Örvar Óskarsson

Stjórn minningarsjóðs Alfreðs Alfreðssonar. Garðar Garðars, Ólöf Þorsteinsd., Guðný Guðjónsd.

3.         Reynt hefur verið að vera í sambandi við menn í fjárveitingarnefnd og færa rök fyrir brýnni þörf enda þörf á mannaráðningu vegna bridgekennslu.

4.         Landsliðsmál. Tveimur æfingum er lokið, þriðja var föstudagskvöld 17. nóvember og gengur vel.

5.         Nýjar reglur um viðvaranir sem laga- og keppnisreglunefnd hefur lagt fram. Stjórn BSÍ samþykkir að þær taki strax gildi. Þar er bæði um að ræða skyldu makkers að greina óumbeðið frá styrk grandvakningar, viðvörunarskyldu á óvenjulegum doblum auk fleiri atriða.

6.         Nýtt samkomulag við Icelandair er í burðarliðnum og stjórn BSÍ veitir Jafet fullt umboð til að ganga frá því, þar gæti komið nafnatenging við Bridgehátíð. Ólöf minnti á þörf fyrir endurnýjun spila en undanfarin ár hefur Icelandair haft veg og vanda af því. Sá samningur er að renna út.

7.         Reykjavík Bridge Festival- undirbúningur gengur vel og töluvert um skráningu Norðmanna. Keppnisgjöld ákveðin 28 þúsund á parið en góður afsláttur veittur fyrir félagsmenn í BSÍ. Þeir teljast félagsmenn sem spila reglulega í klúbbum innan BSÍ.

8.         Önnur mál.

a)      Kynning heldur áfram á nýjum bækling en Jafet verður í Bylgju-viðtali fljótlega.

b)      Töluverð eftirspurn er eftir bridgekennslu í þeim grunnskólum sem farið hefur verið í, Hörðuvallaskóla, Rimaskóla og Vatnsendaskóla. Athugað verður með ráðningu í kennslu og mun Jafet hafa um það forgöngu.

c)      Enn er rætt um heimasíðuna, ekki útséð hvort hægt er að skipta út síðu vegna kostnaðar, endurnýjun á myndum verður þó á næstunni.

d)      Bridgefélög utan af landi hafa óskað eftir að fá BridgeMate, stefnt að því að fjárfesta í 30 eintökum auk senda. Þörf er á Akureyri, Siglufirði og Austfjörðum.

e)      Um NM. Nú liggur fyrir verð á gistingu í 3 nætur, kvöldverður (2), dagverður (3) og morgunverður (3). Áætlað verðtilboð liggur nú fyrir (102.000 kr.) Framkvæmdastjóri fái mann með sér til að sjá um öll samskipti við hin löndin og skipulag á mótinu.

f)       Næsti fundur verði fimmtudaginn 13. des kl 16. Einnig stefnt að fundi miðvikudag 9. jan. 2013.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar