Stjórnarfundur 20.ágúst 2012
7. fundur í stjórn BSÍ haldinn mánudaginn 20. Ágúst kl. 16.00
Mætt: Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjóndóttir, Örvar Óskarsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Jörundur boðaði forföll, staddur út á landi.
1.Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2.Evrópumótið, Olympíumótið, kostnaður, hvað mátti gera betur. Ólöf gerði grein fyrir kostnaði við bæði mótin en hann nam alls 5,4 mkr. Um 500.000 söfnuðust frá fyrirtækjum til stuðnings landsliðinu. Mótsgjöld og hótelkostnaður eru verulega há. Sambandið hefur nú tekið þátt í þremur stórmót á einu starfsári, slíkt hefur aldrei gerst áður. og mun Sambandið vera rekið með nokkru tapi af þeim sökum. Ekkert stórmót er erlendis á næsta ári, aðeins Norðurlandamótið í maí 2013. Nokkrar umræður urðu um þennan mikla kostnað sem fylgir þessum mótum, en allir sammála um að þátttaka í þessum stórmót verði að vera fyrir hendi. Jafet hefur rætt við landsliðsfyrirliðana um reynslu af mótunum og verður tekið saman sérstakt minnisblað um framkvæmd mála. Frammistaða á Olympíumótinu var góð 11 leikir unnust, en slæm töp fyrir Monaco og Grikkjum komu í veg fyrir að Ísland kæmist í úrslit. Menntamálaráðherra var ritað bréf þar sem óskað var eftir samskonar stuðningi við Olympíufara í bridge og aðrir fengu í gegnum afreksmannasjóð, en ríkisstjórnin lagði 20 mkr sérstaklega í sjóðinni til úthlutunar fyrir þátttakendur í London.
3. Mótaskrá liggur fyrir og engar breytingartillögur hafa komið fram, skilti með skránni verður sett uppí húsnæðinu næstu daga.
4. Landsliðsmál - nýtt fyrirkomulag varðandi val, Jafet lagði fram minnisblað varðandi þjálfun, landsliðsnefnd og fyrirkomulag um val á pörum í landslið. Samþykkt var að landsliðsnefnd yrði óbreytt en nefndin gæti kallað til sín 1-2 viðbótarnefndarmenn, hennar fyrsta verk væri að velja mann til að halda utan um þjálfun á landsliðum. Samþykkt var nýtt fyrirkomulag varðandi val á landsliði og myndi það gilda til 1. Sept. 2013. Í fyrstu viku september verður auglýst eftir áhugasömum pörum til að mynda æfingahóp fyrir val á landsliði. Æfingar yrðu 1-2 í mánuði. Síðan verða haldin 2-3 mót í febrúar og mars 2013, og tvö/þrjú efstu pörin í þeim mótum munu skipa landslið Íslands í Norðurlandamótinu í maí 2013, þetta á bæði við um karla og kvennalandslið.
5. Auglýsingar - í fyrra vetur birti BSÍ tvær auglýsingar til að vekja athygli á bridge, mótum og bridgeskólanum. Þetta vakti góða athygli, samþykkt var að birta tvær auglýsingar um miðjan september í Mbl og Fréttablaðinu.
6. Bæklingur um bridge, handritið er tilbúið en staðið hefur á því að finna góðar myndir, samþykkt var að Ólöf og Jafet muni finna myndir og bæklingurinn komi út i lok september.
7. Samstarf við BR- Rúnar hafði samband við Jafet varðandi samstarf BSÍ og BR um námskeið á 2-4 vikna fresti, sem hæfist kl. 17.00 á þriðjudögum. Stefnt að því að fá þrjá aðila til að skipta þessum námskeiðum á milli sín. Í framhaldinu gætu þeir sem taka þátt farið á bridgekvöld. Stjórnarmenn tóku vel í þessa tillögu, en vildu fá nánari útfærslu á henni og hver kostnaður væri henni samfara, eins varðandi fordæmi fyrir önnur félög
8. Kennsla í skólum, rifjað var upp reynslan frá fyrra vetri, kennsla í Rimaskóla og Ingunnarskóla. Verulega erfitt að vekja athygli nemenda á bridge, sum ungmenn kunna einfaldlega ekki að spila á spil. Allir sammála að halda ætti áfram með þá grófu áætlun sem samþykkt var fyrr á árinu og kennsla í bridge í skólum væri forsenda þess að endurnýjun yrði á bridgespilurum. Samþykkt var að Helga, Árni og Guðný myndi stýrihóp til að halda utan um kennslu í skólum og áhersla skildi lögð á 14-15 ára nemendur. Munu þau gera nánar grein fyrir málinu á næsta stjórnarfundi.
9. Dagsetning á ársþingi, ákveðið að það verði haldið 21. október hefjist kl. 13.00 í Síðumúlanum, Jafet mun kanna með skipan í stjórn og nefndir og ræði í því sambandi við aðra stjórnarmenn.
10. Önnur mál, Ólöf greindi frá að beiðni hefði komið frá sjúkraþjálfunarstöðinni á 2 hæð um að setja upp rafmagnshurð í anddyri, heildarkostnaður gæti verið allt að 1 mkr. Stjórnarmönnum fannst þetta dýrt og verður reynt að leita ódýrari lausna. Denna greindi frá að menningarnótt, hefðu nokkrir bridgespilarar spilað bridge á tveimur borðum á Englsih Pub og hefði það vakið góða athygli. Næsti stjórnarfundur ákveðinn 13. Sept. kl. 16.00. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17.30
Jafet Ólafsson ritaði fundargerð