Stjórnarfundur 15.mars 2012
laugardagur, 10. mars 2012
4. fundur í stjórnar BSÍ haldinn fimmtudaginn 15.mars, 2012 kl.
16.00
Mættir voru Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar
Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf
Þorsteinsd og Örvar Óskarsson. Helga Bergmann boðaði forföll.
1. Fundargerð
síðasta fundar samþykkt
2.
Fræðslumál: bridgekennsla í skólum er hafin. Freyja
Friðbjarnardóttir hefur byrjað með námskeið í Ingunnarskóla og
hefur hún notið aðstoðar bæði Guðnýjar og Jafets. Árni Már hefur
einnig boðið aðstoð. Samþykkt að greiða allan eldsneytiskostnað.
Til stendur að þetta starf haldi áfram næsta haust og þá í fleiri
skólum. Mikilvægt að vera með einn eða fleiri starfsmenn til að
sinna þessari fræðslu. Einnig er verið að skoða aðkomu að
leikjanámskeiðum í sumar, t.d. hjá Val eða Víking. Einnig hefur
Guðný verið í sambandi við TÍ og fleiri skóla.
3.
Bridgebæklingur er enn í hönnun hjá Sölku, stefnt að hann verði
klár innan tveggja vikna, 2-3000 eintök.
4. Landsliðið
verður í öruggri umsjón Björns Eysteinssonar, á heimasíðu BSÍ hefur
komið fram að búið sé að velja landslið fyrir EM. Þeir eru komnir í
úthaldsþjálfun hjá World Class sem hefur ákveðið að styðja BSÍ eins
og þeir hafa gert áður.
5. Samningur við
Icelandair rennur út í lok árs, stefnt að endurnýjun. Einnig er
unnið að því að fá fleiri styrktaraðila fyrir landsliðið,
sérstaklega hvað varðar ferðakostnað. Jón og Þorlákur eru núna á
Nationalmóti a vegum styrktaraðila. Í maí er aftur stefnt að
fjáröflunarmóti í Hörpu.
6. Bridgeblaðið
-aðstandendum þess hafa verið í sambandi við stjórnina,
rekstrargrundvöllur er erfiður, BSÍ mun aftur veita nokkurn styrk,
enda verður sagt frá starfsemi BSÍ í blaðinu. Stjórnin telur að
bridgefréttir og bridgeþrautaumfjöllun þurfi gagnvirkni til að
vekja áhuga. Einnig telur stjórnin að endurnýja þurfi heimasíðu
BSÍ.
7. Sumarbridge.
Rætt um að að sumarbridge verði með svipuðu móti og síðasta sumar,
spilað mánudaga og miðvikudaga, einnig megi skoða spilamennsku einn
föstudag í mánuði. Rætt verði við Svein R Eiríksson.
8. Úrslitin í
sveitakeppni. Ráðgert að halda þau í húsnæði BSÍ. Húsnæðið okkar er
nógu stórt en stefnt að því að ljúka við leysa úr hljóðvandamálum.
Reynt hefur verið til þrautar að semja við Loftleiðahótelið án
árangurs. Erfitt að fá salinn á verði sem er viðráðanlegt. Það er
miður því ásýnd mótsins er öllu glæsilegri þegar mótið er haldið
þar.
9. Önnur mál.
Mikilvægt að fá fleiri sali hjá Loftleiðahótelinu fyrir
Bridgehátíð, vonast til að fá hálfan Blómasalinn. Einnig verði
skoðaðar aðstæður á Grand Hótel. Laugardalshöll kemur einnig til
greina en þá þyrfti að skipuleggja rútuferðir.
Uppgjör síðustu þriggja móta var lagt fram á fundinum og útkoma
jákvæð.
Stjórninni barst bréf frá stjórn Bridgefélags Kópavogs vegna
spilamennsku BR þriðja hvert fimmtudagshvöld. Jafet falið að
svara bréfinu.
Að lokum var nokkur umræða um agavandamál, um vanstillingu
spilara.
Næsti fundur verður boðaður með dagskrá þriðjudaginn 17. apríl
kl 16.