Stjórnarfundur 16.febrúar 2012

þriðjudagur, 21. febrúar 2012

3. fundur í stjórn BSÍ haldinn fimmtudaginn  16.febrúar, 2012 kl. 16.00

1.         Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2.         Framkvæmd Bridgehátíðar (IcelandExpress Reykjavík Bridgefestival) velheppnuð. Ýmislegt kom upp á s.s. eins þegar frönsk sveit sem skráði sig seint, en vel rættist úr. Óvenju margir erlendir spilarar, mótið nánast búið að sprengja af sér húsnæðið, spurning um að fá Blómasal að hluta næst.  - Ekki er búið að gera upp mótið en fyrstu tölur benda til þess að mótið standi vel undir sér. Á næsta ári er spurning hvort mótið eigi að byrja miðvikudag 30. jan-3.feb eða 23. jan.- 27.jan  2013 líklega best að Bridgehátíðarnefnd taki lokaákvörðun enda best til þess fallin.  Síðan verið að velta fyrir sér hvort hótelið eigi að sjá meira um atburðinn og greiða til BSÍ fyrir að fá að vera með hann hjá sér. Starfslið var skorið við nögl, en dugði, líklega betra að spara ekki um of þar. Kaupa þarf bakgrunns-skerma 2mx2m með auglýsingum til að hafa fyrir myndatöku.  Þegar verðlaun voru afhent var fulltrúi Iceland Express sem afhenti verðlaun með forseta BSÍ. Samningur við Iceland Express var útrunninn en hefur verið framlengdur út árið og er það BSÍ afar mikilvægt. Einnig er í burðarliðnum samningur við Icelandair og vonandi til lengri tíma. Stjórnarmenn lýsa yfir mikilli ánægju með framkvæmd móts.

3.         Fræðslumál - Árni Már hefur nú lokið grófþýðingu á sænska bæklingnum, næst er að prófarkalesa og setja hann í umbrot til Sölku, gott samráð er við höfund um myndir og stefnt að því að setja inn íslenskar myndir líka. Efnið skiptist í tvennt: i) leiðbeiningar til kennara og ii) Kennsluefnið sjálft með norrænum standard sagnkerfi - vonandi útgáfuteiti í framhaldinu.  Guðný og Jafet hafa verið í sambandi við Freyju Friðbjarnadóttur kennara,sem  hefur verið í sambandi við grunnskólann í Norðlingaholti og  Ingunnarskóla í Grafarholti  . Sömuleiðis hefur Guðný verið í sambandi við starfsmenn leikskóla á Seltjarnarnesi og Tækniskólann (Inda Hrönn og Gabríel) í tengslum við fyrirhugaða þemaviku. Þar að auki er landsmót (bridge fyrir 50 ára og eldri) sem haldið verður í Mosfellssveit tengt við hugsanlegt námskeið GPA. Jafet náði að fá inni í 20 mínútna þætti á rás 2.

4.         Landsliðsmál, tveir fundir hafa verið í nefndinni. Í burðarliðnum er samningur við BE um að hann sjái um æfingar fram í ágúst og val fyrir EM í Dublin. Ragnar taki við landsliðinu fyrir Ólympíumótið. Gert er ráð fyrir að æfingar hefjist á næstu vikum. Fyrirhuguð æfingamót líklega í Köben og Hollandi (og jafnvel Bonn í sömu ferð). Hugsanleg kaup á æfingum af Glen Aston.

5.         Mót framundan, staðsetning og framkvæmd. Íslandsmót í tvímenningi verður haldið helgina 25.-26. febrúar í Valsheimilinu. Nokkur óvissa hefur verið um keppnisfyrirkomulag og þess má geta hér að fundað var í laga- og keppnisreglnanefnd föstudag 17. febrúar þar sem fjallað var um þessi mál, enda hafði ársþing vísað þessu máli til hennar. Formaður nefndar var valinn Vigfús Pálsson. Síðan er framundan undanúrslitin í sveitakeppni 9.mars þar sem 40 sveitir mæta. Enn er verið að reyna að ná samkomulagi um að fá betra verð fyrir salina á Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir). Loks er verið að leita að heppilegu húsnæði til að spila úrslitin 19.-22.apríl og þar m.a. skoðað húsnæði verslunarinnar Sautján á Laugavegi.

6.         Húsnæðismál - möguleikar í stöðunni. Ýmislegt nefnt. Hljóðburður í vinnslu

7.         Önnur mál. Forseti fékk viðtal við borgarstjóra og lagði fram óskir um styrk auk þess sem borgarstjóra var boðið í Bridgeskólann.

Þess má geta að góð frammistaða Aðalsteins og Bjarna í London varð þess að BSÍ hafði engan kostnað af því að því að greiða fyrir þá keppnisgjald og ferðir, sambandid hafði þess i stað hluta af verðlaunafé, en um það var samið fyrirfram.

Einnig var rætt um kjördæmamótið sem væntanlega verður haldið í skóla í Kópavogi. Mjög væri æskilegt að finna sal fyrir sameiginlega skemmtun á laugardagskvöldi, þar má nefna góðan sal Lionsmanna í Auðbrekku.

Næsti fundur verður 15. mars kl 16. kaka áskilin enda tilefni til.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar