Stjórnarfundur 12.janúar 2012
2.fundur í stjórn BSÍ haldinn fimmtudaginn 12. janúar, 2012 kl. 16.00
Mættir voru Jafet Ólafsson, Árni Már , Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Ólöf Þorsteinsd, Jörundur Þórðarson, Helga Bergmann og Örvar Óskarsson.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
2. Iceland express mót- Reykjavík bridge festival Bridgehátíð nr. 31- Ólafur Ragnar, forseti setur mótið. BSÍ fær 2 herbergi til afnota fyrir mótstýringu. Þær góðu fréttir voru að berast að Zia verður með á mótinu. Hátíðin hefst nú á þriðjudegi með því að þýski spilarinn Mikael Gromulev verður með fyrirlestur kl 18. síðan tvímenningur á vegum BR þar sem 1. verðlaun eru þátttökugjald fyrir tvímenning hátíðarinnar. Á miðvikudag verður Stjörnutvímenningurinn, enn vantar styrktaraðila. Talsvert góð skráning nú þegar í öll mótin.
3. Fræðslumál - þýðing á 40 bls sænskum bæklingi, Árni Már er á kafi við þýðinguna, vonast er til að tilbúið verði til prentunar um miðjan febrúar. Hann telur námsefnið henta jafnvel fyrir 12-13 ára. Ólöf beðin um að nálgast gögnin á tölvutæku formi með hágæða útliti.
Örvar benti á bandaríska síðu þar sem fram koma kostir bridge til að auka námsþroska nemenda, bæði varðandi talnameðferð, einbeitingu og rökhugsun. Þar eru einnig kennslugögn og fleira sem snýr að foreldrum, nemendum, bridgespilurum, leiðbeinendum og skólayfirvöldum. http://www.bridgeatschools.org/.
Samþykkt að opna fyrir mannaráðningar til að setja bridgefræðsluna almennilega í gang. Þar gætu jafnvel verið námsfólk, skólaliðar og kennarar í hlutastarfi.
4. Landsliðsmál - fyrirkomulag. Björn Eysteinsson mætti á fund með nefndinni og farið yfir verkefnin framundan, þar ber hæst Evrópumótið í lok júní í Írlandi. Einnig Ólympíumót í Cardiff í Wales 18.-26. september. Einnig fylgdu þessu 2-3 æfingamót (Bonn - Köben). Sú spurning sett fram hvort ekki þurfi að vera einhver skilyrði um þátttöku á innanlandsmótum. Síðan rætt um ráðningu á landsliðseinvald sem hefði einnig yfirumsjón með þjálfun. Landsliðsnefnd mun sjá um framkvæmd mála og mun forseti gera grein fyrir málum reglulega á stjórnarfundum.
5. Auglýsing - kynning á bridge. Falleg auglýsing um bridge hefur verið hönnuð og kemur hún til með að birtast í helstu prentmiðlum. (Morgunblaðið og Fréttablaðið)
6. Fjárhagsáætlun. drög að fjárhagsáætlun upp á ca 30 milljónir var lögð fram á fundinum. Helstu kostnaðarliðir eru laun, fræðsla (gæti farið upp í 3 milljónir), þátttaka í erlendum mótum. Tekjuöflun er frá ríki, tekjur af mótum en einnig auglýsingar, styrkir og flugmiðar.
7. Fundur EBL í Budapest 2.-5. febrúar - ritara og Ólöfu falið að skoða þetta nánar.
8. Samningur við Iceland express framlengdur til 25. maí - Forseti átti fund með Skarphéðni forstjóra. Þessi samningur okkur geysimikils virði. 900.þús + 300þús í verðlaun, að auki góður samningur við Flugleiðir um nokkra flugmiða.
9. Önnur mál. Bjarni og Aðalsteinn á leið til London í mótið sem þeim tókst að vinna í fyrra. Ferðir og mótsgjald greitt, samið um hlut í verðlaunum.
Verkfræðingur frá Mannvit kom til að skoða húsnæði BSÍ m.t.t. hljóðburðar. Benti strax á 2-3 lausnir, skipta um loftaplötur yfir í Heraklith plötur (dýrasta lausnin), setja glerullarplötur í loftið milli ljósa (mun ódýrara) auk þess að festa tuskur á bera veggi. Ólöf er með smið í verkið og mun strax 2.fundur í stjórn BSÍ haldinn fimmtudaginn 12. janúar, 2012 kl. 16.00