Stjórnarfundur 30.nóv 2011

miðvikudagur, 30. nóvember 2011

1.fundur í stjórn BSÍ haldinn miðvikudaginn 30. nóvember, 2011 kl. 16.00

Mættir voru Jafet Ólafsson, Árni Már , Garðar Garðarsson, Ólöf Þorsteinsd, Jörundur Þórðarson, Helga Bergmann, Örvar Óskarsson.  Guðný Guðjónsdóttir sat fundinn í gegnum Skype.

1.         Fundargerð síðasta fundar stjórnar samþykkt

2.         Skipulag og dagsetningar á stjórnarfundum. Samþykkt óbreytt verkaskipting í stjórn: Guðný varaforseti,  Árni Már gjaldkeri og Jörundur ritari. Samþykkt að fundir verði á fimmtudögum einu sinni í mánúði um miðjan mánuð. 2. fundur verður boðaður með dagskrá 12. jan kl 16.00

3.         Iceland express mót- Reykjavík bridge festival - Tilboð hefur fengist um húsnæði fyrir Bridgehátíð, og Íslandsmótin í tvímenningi og úrslitin í sveitakeppni. Samþykkt að taka aðeins tilboði um húsnæði fyrir Bridgehátíð hjá Loftleiðum (Hotel Natura). Reyna að fá betra tilboð fyrir hin mótin. Rætt var um keppnisgjald og stefnt að því á næsta ári að keppnisgjald verði lægra fyrir félagsmenn.

4.         Fjárframlög hins opinbera- viðtal við menntamálaráðherra. Erfitt hefur reynst að ná tali af meðlimum fjárlaganefndar til að útskýra betur þarfir BSÍ, enda afar dýrt ár framundan með  mörgum landsliðsverkefnum auk kostnaðar við nýliðun og kennslu. Allir beðnir um að reyna að beita sér áður en fjárlagafrumvarpi er lokað. Samanburður við ÍSÍ og Skáksamband okkur afar óhagstæður varðandi fjárframlög.

5.         Skipulag landsliðsmála, hvaða mót, stýring á landsliði o.fl.: Bæði Garðar og Guðný lögðu mikla áherslu á að skipa strax nefnd um landsliðsmálin sem kemur með tillögur og skipuleggur starfið. Flesti meðmæltir því að fleiri komi að þjálfun, enda væru margir búnir að sinna alls kyns bridgerannsóknum. Stjórn sammála um landsliðsnefnd setji fram áætlun til tveggja ára. Jafet mun boða til fundar í nýrri nefnd. Boð eru á mörg mót, auk þess er Evrópumót framundan í júní (líklega í Tyrklandi) og Ólympíumót í Manchester í október.

6.         Skipað í fastanefndir:

Dómnefnd Samþykkt að dómnefnd verði óbreytt, þó biðst Sveinn undan formennsku og stingur upp á Sigurbirni í það. Jafet ætlar að ræða við Sigurbjörn.

Sigurbjörn Haraldsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Bjarni H. Einarsson, Sigurður Vilhjálmsson, Pétur Guðjónsson, Guðmundur Páll Arnarson, Ásgeir Ásbjörnsson

Meistarastiganefnd BSÍ 2011-2012 verði óbreytt eða:

Garðar Garðarsson, formaður, Ómar Olgeirsson, Frímann Stefánsson.

Mótanefnd BSÍ 2011-2012   Jörundur Þórðarson, Ómar Olgeirsson, Ásgrímur Sigurbjörnsson

Varamenn: Frímann Stefánsson, Pálmi Kristmannsson og Örvar Snær Óskarsson

Laga og keppnisreglnanefnd BSÍ 2011-2012

Sveinn R. Eiríksson, Jón Baldursson, Jörundur Þórðarson, samþykkt að biðja Vigfús Pálsson og Bjarna Einarsson að taka sæti í nefndinni. Jafet benti á að lög BSÍ væri ansi tyrfin yfirlestrar og taldi að vel mætti einfalda lögin og gera þau læsilegri. Samþykkt að reyna að finna mann í starfið.

Heiðursmerkjanefnd BSÍ 2011-2012 verði óbreytt eða:

Guðmundur Baldursson, Þorsteinn Berg, Guðmundur Sv. Hermannsson

Fjölmiðlanefnd BSÍ 2011-2012. Jafet og Helga koma ný inn:

Jafet Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Helga Bergmann, Ólöf Þorsteinsdóttir

Bridgehátíðarnefnd BSÍ 2011-2012

Jafet Ólafsson, Sveinn R. Eiríksson, Gunnlaugur Karlsson, Kristján Blöndal, Helga Bergmann, Örvar Óskarsson og Helgi Jóhannsson

Fræðslu og nýliðanefnd BSÍ 2011-2012

Árni Már Björnsson, Guðný Guðjónsdóttir, Helgi Hermannsson, Garðar Þór Garðarsson Akranesi, Ómar Freyr Ómarsson og ÖrvarÓskarsson

Landsliðsnefnd 2011-2012 Björn Eysteinsson stígur til hliðar eftir gott starf

Jafet S. Ólafsson, Ragnar Hermannsson, inn koma Ásgeir Ásbjörnsson, Ómar Freyr Ómarsson og Örvar Óskarsson ef allir samþykkja.

Stjórn minningarsjóðs Alfreðs Alfreðssonar 2011-2012

Garðar Garðarsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir

Rætt var um hvort þörf væri á nefnd um tölvu- og tækjamál: Ákveðið að sleppa því í bili.

7.         Önnur mál,

Forseti greindi frá fyrirhuguðum formannafundi bridgesambanda EBL í Búdapest 5.febrúar næstkomandi. Þar á að m.a. að ræða um póker, mót fyrir fatlaða, internet o.fl. Samþykkt að forseti mæti ef það passar inn í ferðir hans. Annars töldu flestir við eiga lítið erindi inn á slíka fundi og heppilegt kynni að vera að veita fulltrúum frá Nordic Bridge Union umboð til að fara með atkvæði okkar.

Í næstu viku verður Ólöf í burtu og forseti mun taka að sér að sinna viðveru á skrifstofu BSÍ.

Jörundur óskaði eftir því að BSÍ sæi um að vera með bridgebækur til sölu, slíkt væri mjög mikilvægt til að stuðla að framþróun, Garðar benti á að öll verðlaun í mótum á Suðurnesjum væru í formi bóka. Guðný sem er stödd erlendis ætlaði að skoða hvort væri hægt að nýta ferðina í bókainnkaup. Bent á Bridgeworld.com

Jafet lagði til að send yrðu jólakort til allra styrktaraðila og var það strax samþykkt.

Guðný spurði um endurnýjun spilastokka, framkvæmdastjóri sagði að öll spil væru endurnýjuð eftir þörfum.

Jörundur greindi frá umræðum á spjallinu um síðasta mót (deildarkeppni). Þar hefði töluverðar kvartanir borist um hávaða og hljómburð, ófremdarástand hefði skapast í lok umferða.  Forseti ætlar að hafa samband við tvo aðila um hljómburðinn og athuga með lausnir á þessu vandamáli. Jafnframt greindi hann frá því að tvær fasteignasölur vissu um áhuga okkar á stærra eða heppilegra húsnæði. Örvar benti á heppileg samlegðaráhrif ef skákhreyfing væri með okkur í slíkum kaupum, m.a. ungir skákmenn myndi kynnast bridge. Ekkert hefur enn komið úr samstarfi okkar við skáksambandið um húsnæðismál.

Framkvæmdastjóri benti á að nú þyrfti að fara að athuga með nýtt útlit á heimasíðu, Örvar tók undir það og benti á gott væri að vera með 5-10 penna til að skifa fréttir inn á síðuna, gera síðuna líflegri. Samþykkt að vísa þessu til fræðslunefndar. Forseti ætlar að ræða við tvo aðila.

Fundi slitið. Næsti fundur verður fimmtudaginn 12. jan kl. 16.00.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar