Stjórnarfundur 3.nóvember 2011

mánudagur, 7. nóvember 2011

12. fundur í stjórn BSÍ haldinn fimmtudaginn 3. nóv.  kl. 16.00

Mætt á fundinn voru Jafet Ólafsson,  Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson,Ólöf Þorsteinsdóttir og Sveinn R Eiriksson.  Árni Már Björnsson og Kristinn Kristinsson boðuðu forföll.

Dagskrá

  • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  • 2. Heimsmeistaramótið í Hollandi. Jafet sagði frá hvernig gekk á mótinu. Greinilegt að Íslendingar eru hátt metnir í bridgeheiminum. Hann sagði frá þjálfunarmálum nýkrýndra heimsmeistara, styrktarmálum, þar má helst nefna Hans Melker. 8 spilarar eru í landsliðshópnum og spila þeir reglulega við erlenda spilara. Frammistaðan hjá okkar spilurum er náttúrlega mjög góð. 5.-8. sæti af 22 bestu þjóðum heims. Það þurfti sterkustu þjóðina til að ýta okkur úr keppninni. Landsliðsnefndin fundaði síðasta laugardag og ræddi um undirbúninginn, þjálfun og keppnina sjálfa. Gátum við gert betur? Hann fór einnig yfir kostnaðartölur. Hann mun taka saman punkta og senda á stjórnina.

  • 3. Frestuðu ársþingi verður haldið áfram föstudaginn 18. nóvember. Nú liggja ársreikningar fyrir, tilbúnir fyrir skoðunarmenn. Tekjur virðast lækka um 3 milljónir mill ára, útgjöld lækka um 1 milljón vegna ríkulegs aðhalds. Spurning hvort eitthvað vanti á undirbúning fyrir þingið. Nú þegar liggur fyrir ein lagabreytingatillaga í sambandi við Íslandsmótið í tvímenningi. Einnig verður tillaga um að öll mót á vegum BSÍ byrji kl. 10 á laugardögum og sunnudögum. Með því móti verði engin spilamennska eftir kvöldmat á laugardögum. Garðar taldi að sá byrjunartími kynni að fæla frá. Boðað verður til stjórnarfundar fimmtudag 17. nóv. kl 16.

  • 4. Erlend mót 2011 og 2012. Ekkert NM á dagskrá. Grikkir hafa gefið það frá sér að halda EM sem vera átti næsta sumar í Grikklandi. Helst er rætt um að annaðhvort Hollendingar eða Ítalir hlaupi í skarðið og bjargi málum. Næsta Ólympíumót verður líklega í Manchester í Englandi. Grant Thornton mun mæta í Þýskalandi og keppa fyrir okkar hönd eftir hálfan mánuð í bikarkeppni Evrópu. Þar verða bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir, Sveinn Eiríks og Júlíus Sigurjónson og að lokum Magnús E Magnússon.

  • 5. Bridgekennsla í skólum. Allir sammála um mikilvægi þess starfs. Jafet og Garðar munu sjá um að láta þýða sænskan bækling sem er heppilegur til dreifingar til skólanema. SRE vill dreifa spilum í skólana, líka vinnuskólann. Telur vænlegast til árangurs að einbeita sér að framhaldsskólunum, tölvur, BBO o.fl. flestir fylgjandi því að ráða mann í þetta 2x2 mánuði á ári, hlutastarf? Kannanir sýna betri árangur krakka í námi sem fá bridgekennslu.

  • 6. Kynningar- og fjölmiðlamál: Björn Þorláks vann fyrir okkur við að koma fréttum af Bermúdamótinu í fjölmiðla. Efasemdir eru meðal sumra fréttamanna um hvort bridge sé íþrótt. Næsta fjölmiðlaátak verði í gúrkutíðinni í janúar. Stjórn BSÍ fagnar nýju bridgetímariti sem Ísak Örn Sigurðsson hefur sett af stað. Hvetur alla bridgespilara til að styðja við þetta góða framtak, bæði með því að gerast áskrifendur og auglýsa hjá honum. Auglýsingar og áskrift: Rúnar Einars í síma: 842-0252 tölvupóstur: bridgeblaðið@bridge.is

  • 7. Iceland Express mót- Reykjavík bridge festival. Ekki er enn frágengið með húsnæði, vonast til að samningar takist við Loftleiðir. Ólöf,Sveinn og Jafet ganga í málið strax.

  • 8. Önnur mál. Stjórn BSÍ hefur borist bréf frá Guðrúnu Jörgensen og Huldu Hjálmarsdóttur þar sem þær kvarta undan úrskurði keppnisstjóra, sem þær telja rangan. Stjórnin hefur skoðað málið en mun ekkert aðhafast í þessu máli enda ekki stjórnar að dæma í málum.

Næsti fundur verður 17. nóvember.

Jörundur

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar