63.ársþing BSÍ 18.nóvember 2011

mánudagur, 21. nóvember 2011

 63. ársþing Bridgesambands Íslands 2011

Haldið í Síðumúla 37, föstudag 18.nóv. kl. 16:00

Ársþingi Bridgesambands Íslands sunnudaginn 16. Október kl 10.30

Guðný Guðjónsdóttir varaforseti BSÍ setti þingið og frestaði síðan þinginu til föstudagsins 18. Nóvember 2011

  • 1. Jafet Ólafsson setti þingið, frestuðu þingi frá 16.október. Hann stakk upp á Jörundi Þórðarsyni til að sinna fundarritun og Guðmundi Baldurssyni í fundarstjórn og tók hann nú við stjórn fundarins..

  • 2. Þrjú voru valin í kjörbréfanefnd og voru þau Jörundur Þórðarson, Garðar Garðarsson og Stefanía Sigurbjörnsdóttir

  • 3. Fundi var nú frestað og kjörbréf þingfulltrúa athuguð og úrskurðuð.

Ársþing 2011 18. nóv

Fjöldi atkv

fjöldi félaga

Fulltrúar

Bf. Akraness

1

10

enginn

Bf. Borgarfjarðar

2

37,8

Ingimundur Jónsson (2)

Bf. Hólmavíkur

1

17,8

enginn

Bf. Sauðárkróks

2

25,6

Stefanía Sigurbj. (2)

Bf. Siglufjarðar

2

34

enginn

Bf. Akureyrar

2

34,2

Gylfi Pálsson, Pétur Gíslason

Bf. Seyðisfjarðar

1

8

enginn

Bf. Fjarðarbyggðar

2

25,8

enginn

Bf. Rangæinga

2

32,6

enginn

Bf. Hrunamanna

2

32

enginn

Bf. Selfoss

2

30

Garðar Garsson (2)

Bf. Muninn

2

33,6

Garðar Garðarsson, Bjarki Dagsson

Bf. Hafnarfjarðar

4

73,6

Erla Sigurjóns (2), Sigurjón Harðarson (2)

Bf. Kópavogs

3

41,6

Árni Már Björnsson, Heimir Tryggvason, Þorsteinn Berg

Bf. Reykjavíkur

4

72,4

Guðný Guðjónsd, Helgi Bogason, Jörundur þórðarson, Ómar Olgeirsson

Bridgedeild Sjálfsbjargar

2

27,2

enginn

Bd. Breiðfirðinga

3

51,8

Sturlaugur Eyjólfsson (2), Jón Jóhannsson

Miðvikudagsklúbburinn

3

52

Guðlaugur Sveinsson (2), Guðrún Jörgensen

Alls

40

640

Alls 27 gild atkvæði

Aðrir gestir voru Vigfús Pálsson, Helga Bergmann, Örvar Óskarsson, Jóhann Stefánsson, Egill Darri Brynjólfsson, Guðmundur Baldursson

  • 4. Kosnir voru þrír í uppstillingarnefnd. Þau voru Erla Sigurjónsdóttir, Gylfi Pálsson og Guðlaugur Sveinsson.

  • 5. Allir viðstaddir fengu afhenta skýrslu um starfsemi sambandsins á síðasta starfsári. Jafet fór yfir helstu punkta í henni. Síðan ýmsir punktar úr 12 fundargerðum og öðru. Húsnæðið hefur verið verðmetið upp á 55-60 milljónir, samstarf með Skáksambandi var í gangi um að finna samnýtanlegt húsnæði en horfið frá því. Stundum er þörf á stærra húsnæði, það hefur hingað til verið leyst með því að leigja sali undir stóru mótin. Staðsetning er hins vegar mjög góð. Vigfús og Sveinn Rúnar fóru á keppnisstjóranámskeið í Zagreb. Sveinn er nú kominn með alþjóðleg dómararéttindi og var fenginn til að vera keppnisstjóri á Evrópukeppni yngri spilara í Búlgaríu. Jafet sagði einnig af reynslu sinni af Bermúdaskálinni í Veldhofen í Hollandi. Þar fann hann glöggt hve mikils metnir okkar spilarar eru, gestir sérstaklega bent á að fylgjast með spilamennsku Jóns Baldurssonar. Hann sagði einnig frá sterkum styrktaraðilum hollenska landsliðsins, Hans Merkel. Einnig frá því hve vel og dyggilega bæði Icelandair og IcelandExpress hafa staðið fast við bakið á okkur - gefið alla flugmiða, við aðeins greitt skattinn. Mörg fyrirtæki studdu okkur í fjáröflunarmóti sem haldið var nýlega í Hörpunni. NBI banki lækkaði vel lán þegar við breyttum úr erlendu í íslenskt. Hann sendi við þetta tækifæri árnaðaróskir til Karls Gunnlaugssonar (Bridgefélagi Hrunamanna) en hann er áttræður.

  • 6. Formenn fastanefnda gefa skýrslu um starfsemi nefnda.

  • a. mótanefnd. Jörundur greindi frá erfiðleikum við gerð mótaskrár. Hann ræddi einnig helstu verkefni mótanefndar, s.s. eins og undanþágubeiðnir, breytt reglugerð fyrir bikarkeppni, samstarf við keppnisstjóra, greindi frá mikilli vinnu Vigfúsar keppnisstjóra við að uppfæra reglugerðir fyrir ýmis mót, auk frágangs á nýlegri þýðingu bridgelaganna sem er öllum opin á vefsíðu BSÍ. Á síðustu árum hafa bæst við nokkur mót inn á dagskrá haustsins. Íslensk mót: Fyrst ber að nefna Deildakeppni sem spiluð hefur verið á tveimur helgum. En einnig hafa bæst við Íslandsmót í bötler og Íslandsmót í sagnkeppni. Önnur Íslandsmót á haustin eru tvímenningur kvenna, parasveitarkeppni, einmenningur, og mót eldri spilara. Erlend mót: Einnig hefur bæst við svokallað Chairmans Cup og Madeira Open. Í ár bættist einnig við prógrammið. Frábær frammistaða landsliðs okkar í opnum flokki veldur þátttöku okkar bæði í Chairmans Cup og Bermúda skálinni. Enn fremur verður að geta þess að þátttaka okkar fremstu spilara í HaustNational í USA eykur enn álagið. Gerð mótaskrár þetta árið var því venju fremur strembin. Aðalvandinn fólst í því að koma deildakeppninni fyrir. Bermúda: 15.-29.okt - Madeira 5.-14.nóv. - Chairmans Cup: 17.-20. nóv - HaustNational í Seattle: 24. nóv- 4.des Eiga íslensk mót að víkja fyrir Madeira og HaustNational? Tillaga var um að hafa deildarkeppni haust og vor, eins og í skákinni. Horfið var frá því, í fyrsta lagi vegna þess að þetta þótti þrengja um of að möguleikjum landsbyggðar að vera með undankeppni í sínu héraði. Í öðru lagi vegna óska sem hafa borist að hafa þessa keppni alla á einni helgi, það gerir þetta ódýrara og auðveldara fyrir dreifbýlisspilara að taka þátt í mótinu. Nefndin bíður spennt eftir því sjá hvort mótið verður ekki skemmtilegra fyrir vikið. Því miður mun þetta rekast á HaustNational en við töldum vondan það .kost að fara með mótið fram í miðjan desember. Eftir útgáfu mótaskrár fyrir síðasta ár þá fékk BSÍ boð um að senda sveit til Kína í apríl 2011. Þetta boð var þegið en þá þurfti að færa úrslitakeppnina í sveitakeppni um hálfan mánuð á mótaskránni og var það gert strax í miðjum september 2010. 2 eða 3 spilarar gengu samt út frá upphaflegu mótaskránni og áttuðu sig ekki á breyttri skrá og gátu ekki mætt í úrslitakeppnina. Mótanefnd harmar að breytingin skuli valda þessu, vonast til að standa betur að kynningu á öllum breytingum sem upp kunna að koma.

  • b. Meistarastiganefnd. Garðar Garðarsson ræddi um hvort ekki bæri að taka látna spilara af stigaskránni. Eins taldi hann ósanngjarnt að setja kröfur um a.m.k. 250 gullstig af þeim 500 stigum sem þarf til að fá titil stórmeistara. Ómar Olgeirsson sagði að nú væri nýbúið að uppfæra lista yfir 100 stigahæstu.

  • c. Laga og keppnisreglunefnd. Þar sem Sveinn var löglega forfallaður við spilamennsku í Chairmans Cup stóð Jörundur upp. Engir fundir voru, en rætt hefði verið um þörf á að lagfæra keppnisreglugerð - sérlega hvað viðvíkur úrslitum í tvímenningi. Tillaga um slíkt lægi fyrir þinginu frá Júlíusi Sigurjónssyni.

  • d. Fjölmiðlanefnd, Fræðslu-og nýliðanefnd.

  • 7. Jafet fór í grófum dráttum yfir reikninga sambandsins sem fylgdu ársskýrslu, nýr bókari, Ásbjörn S. Þorleifsson með aukin réttindi skrifaði undir skýrsluna, auk þess sem skoðunarmenn Hallgrímur Hallgrímsson og Páll Bergsson fóru yfir hana og undirrituðu. Jafet benti á að eigið fé væri um 80% og greiðslustaða góð. Egill Darri spurði um fjárframlög til nýliðunar, fannst þeir liðir ansi veigalitlir. Jóhann Stefánsson tók undir þetta og óskaði eftir meiri krafti og fé í þennan málaflokk. Jafet sagði frá sænsku kennsluefni sem er í þýðingu og stendur til að dreifa í skólana. Örvar Óskarsson sagði að hann fyndi fyrir miklum áhuga á bridgenámskeiðum í háskólasamfélaginu og jafnvel í grunnskólum. Guðný Guðjónsdóttir sagði frá samskiptum sínum við skólakrakka (Vinnuskólanum) í sumar, en þau mættu og spiluðu nokkur og nutu leiðsagnar bæði hjá henni og Sveini. Hún sagði einnig frá kennara sem gæti tekið að sér að fara í grunnskólana en þyrfti fyrst styrkingu frá GPA. Einnig benti hún á ýmis spennandi og ódýr mót fyrir yngri spilara, s.s. eins og mót á Azoreyjum og Junior Camp um páska. Sigurjón Harðar spurði um óinnheimta styrki, Ólöf sagði að þetta væru mestmegnis fjárframlög ríkis sem eru dreifð á mánuðina. Garðar G á Selfossi sagði frá nýliðunuarstarfi og tilraunum á Selfossi sem væri í höndum Helga Hermannsonar og Brynjólfs gestssonar. Garðar á Suðurnesjum hrósaði Jafet fyrir mikið fjáröflunarstarf. Sigurjón spurði um kostnað við ræstingu sem virtist hafa stórhækkað, Ólöf sagði að um væri að ræða breytingar á lyklum í bókhaldi, aðeins tilfærsla milli liða. Reikningar samþykktir.

  • 8.

Lagabreytingar. Jörundur las tillögu um breytingu á reglugerð um Íslandsmótið í tvímenningi. Tillagan kemur frá Júlíusi Sigurjónssyni, en hann keppir nú í Bonn með Grant Thornton í Chairman Cup. Stefanía lagði fram breytingatillögu sem laut að síðustu málsgrein um varamann. Ef keppandi utan af landi yrði að yfirgefa keppni út af máli heima fyrir þá kæmist hann ekki aftur og fannst ósanngjarnt að allt parið missti af verðlaunamöguleikum.  Eftir talsverðar umræður og vangaveltur var ákveðið að vísa tillögunni allri til laga- og keppnisreglunefndar til lagfæringar. Breyting við keppnisreglugerð BSÍ, liður 3.3. Tvímenningskeppni úrslit. Var.

Rétt til að spila í úrslitum eiga þau pör sem enduðu í ¾ efsta hlutanum í svæðamótum auk þess sem 10 efstu pörin í úrslitum árið á undan eiga rétt á að spila í úrslitum. Heimilt er að spila um rétt í úrslitum í fleira en einu svæðamóti.
Í úrslitum er spilaður monrad barómeter og spilafjöldi fer eftir þátttöku . Ef 60 eða færri pör: 20 umferðir með 6 spil milli para. Ef 61-84 pör: 24 umferðir með 5 spil á milli para. Ef 85 eða fleiri pör: 30 umferðir með 4 spil milli para.

Hverju pari er heimilt að kveðja til varamann í allt að fjórðung keppninnar, án þess að réttur þess skerðist. Spili varamaður meira en fjórðung missir parið réttindi til verðlauna. Verði pör jöfn í svæðamótum ræður hlutkesti. Verði pör jöfn í lok móts ræður; a) samanburður þegar pör sitja í sömu átt, b) hlutkesti.

Verður.

Úrslit Íslandsmóts í tvímenning eru öllum opin.  Mótanefnd ásamt keppnistjóra ákvarða fyrirkomulag hverju sinni með tilliti til þátttökufjölda.   Spilafjöldi skal þó aldrei verða færri en u.þ.b. 120 spil milli para.  Ef færri en 44 pör, þá verði spilaður Barometer allir við alla.  Ef fleiri en 44 pör þá skal spilað 2 umferðir mitchell, dregið í fyrri umferð og slönguraðað í síðari umferð, samtals 60 spil og spila síðan efstu 22 pörin Barometer, 3 spil milli para allir við alla með ákveðnu "carry-over".

Hverju pari er heimilt að kveðja til varamann í allt að fjórðung keppninnar, án þess að réttur þess skerðist. Spili varamaður meira en fjórðung missir parið réttindi til verðlauna. Verði pör jöfn í svæðamótum ræður hlutkesti. Verði pör jöfn í lok móts ræður; a) samanburður þegar pör sitja í sömu átt, b) hlutkesti.

  • 9.Kosning aðalstjórnar og varastjórnar skv. 5. grein. (Jafet Ólafsson var endurkjörinn forseti, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Árni Már, Garðar Garðarsson endurkjörin. Helga Bergmann, Örvar Óskarsson koma ný inn sem varamenn og eru boðin velkomin til starfa. Sveinn Rúnar Eiríksson gaf ekki kost á sér til endurkjörs eru honum þökkuð mikil og góð störf. Kristinn Kristinsson hefur lítið getað sinnt stjórnarstörfum vegna vinnu erlendis og stígur nú til hliðar .

  • 10. Kosning Dómstóls BSÍ skv. 15. grein. Gerð er tillaga um: Þorsteinn Berg, Helgi Bogason, Kristján Már Gunnarsson, Guðmundur Baldursson, Jón Þorvarðarson, Ragnar Magnússon, Bjarni H. Einarsson. Samþykkt með lófataki.

  • 11. Kosning löggilts endurskoðanda. Guðlaugur Jóhannsson endurkjörinn

  • 12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga sambandsins og tveggja til vara skv. 9. grein. Hallgrímur og Páll báðust undan endurkjöri og eru þeim þökkuð góð störf. Kjörnir voru Þorsteinn Berg og Stefanía Sigurbjörnsdóttir. Til vara voru kjörnir Sigurjón Harðarson og Ómar F Ómarsson.

  • 13. Árgjald var ákveðið óbreytt kr. 110 kr. fyrir þáttöku í móti fyrir hvern spilara.

  • 14. Önnur mál, sem löglega eru fram borin.

  • a. Erla Sigurjónsdóttir ræddi um staðarval á kjördæmakeppni, aldrei væri spilað í Reykjavík enda færi vel á því að allir væru saman á einum stað og það væri aðeins hægt í dreifbýlinu. Hvort sama ætti ekki við um Reykjanes og Reykjavík? Einnig spurði Erla að því hversvegna BR væri með spilamennsku á fimmtudögum og drægi þar með úr aðsókn í Kópavogi. Af hverju ekki á föstudögum?

  • b. Heimir Tryggvason sagði að Kópavogsmenn hefðu ætlað að leggja þetta mál fyrir þingið en hefðu ákveðið að senda erindið beint á BSÍ-stjórn en ljóst að þetta hefði áhrif. Hann talaði líka um nýliðunarstarf, að Árni Már hefði á sínum tíma haft frumkvæði að kennslu í MK sem þar hefur verið síðan (Kennari Heimir ) Spilarar hefðu mætt og spilað í BK þó þeir væru ekki núna. Stingur upp á að landsliðsmenn mæti í skólana með fyrirlestra og sögur úr Bermúdakeppninni.

  • c. Guðný stóð upp og sagðist hafa talið að einungis BR sveitir væru þarna og vildi biðja afsökunar á þessu fyrir hönd BR. Hún myndi taka þetta upp á fundi í BR.

  • d. Alfreðssjóður. Garðar Garðarsson fór yfir stöðu sjóðsins, tæpar 420 þúsund krónur í sjóði. Hann skaðaðist mikið í hruninu. Engar umsóknir bárust en honum er ætlað að styrkja nýliðunarstarf. Hann sagði líka frá rannsókn á tveimur hópum í skóla sem báðir voru á svipuðu getustigi í námi. Annar hópurinn fékk kennslu í bridge í 1-2 ár. Í prófi sem báðir hópar undirgengust eftir þetta kom í ljós talsvert betri námsárangur í bridgehópnum á öllum sviðum.

  • e. Vigfús Pálsson sagði frá tilraunum sínum við að halda keppnisstjóra-námskeið og fróðleiksmolum um bridgelögin sem hann hefur síðan sent út við góðar undirtektir. Eins benti hann á bridgemót sem hann er með á BBO á föstudögum og sunnudögum kl 19, 20, 21 og 22. Bæði einmenning og tvímenning. Talsverð þátttaka og allnokkur ný nöfn en líka gömul. Þorsteinn Berg stóð upp og þakkaði fyrir góða fræðslu um lögin.

  • f. Stefanía óskaði eftir að fjarlægð hefði meira vægi varðandi heima- og útileiki í bikarkeppni. Einnig óskaði hún eftir að textavarpi væri vel sinnt þegar mót standa yfir.

  • g. Sturlaugur sagði að félag Breiðfirðinga starfaði á sunnudögum og þótti vont að Vigfús væri með BBO keppni á þeim tíma.

  • 15. Að lokum þakkaði Guðmundur fundargestum góða setu á þinginu. Jafet Ólafsson endurkjörinn forseti BSÍ þakkaði fyrir traustið. Hann þakkaði Sveini fyrir mikið og gott starf, sjálfboðaliðastarf. Sagði frá samskiptum sínum við fjölmiðla og skilningsleysi þeirra á því að bridge væri íþrótt. Rökstuðningur gæti verið t.d. talsverð peningaverðlaun í mótum. Að lokum óskaði hann eftir stuðningi fulltrúa við að ræða við fulltrúa stjórnarinnar í fjárveitinganefnd, en afar mikil lækkun var á framlagi ríkisins til okkar á síðasta ári. Að svo mæltu sleit hann þinginu.

Fundargerð ritaði Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar