Stjórnarfundur 19.ágúst 2011

þriðjudagur, 30. ágúst 2011

10. fundur í stjórn BSÍ haldinn föstudaginn 19. ágúst  kl. 15.00

Mætt á fundinn voru Jafet Ólafsson,  Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir og Sveinn R Eiriksson.   Kristinn Kristinsson boðaði forföll.

 • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

 • 2. Fjármál: 6 mánaða uppgjör sambandsins liggur fyrir, þokkaleg staða en þétt og útlátamikil törn framundan. Fjáröflun er formlega ekki hafin en stuðningur Icelandair og IE hefur hjálpað mikið upp á stöðuna. Uppgjör fyrir ársþing er miðað við ágústlok.

 • 3. Mótaskrá hefur nú legið frammi á spjallsíðum BSÍ. Samþykkt að miða við þessa mótaskrá. Þó hafa verið gerðar athugasemdir vegna tímasetningar deildakeppni sem er á sama tíma og haustNational. Því miður eru þrjú erlend mót sem gera það að ómöguleika að verða við breytingu. Um ársþing. Vegna BB er líklegt að tillaga verði um framhaldsársþing. Því verði frestað um tvær vikur.

 • 4. Landsliðsmál: mikill undirbúningur er fyrir heimsmeistaramótið. Liðsmenn eru í úthalds- og þrekæfingum 3 daga í viku og á bridgeæfingum tvisvar sinnum í viku. Þá er búið að setja upp æfingaspiladagskrá á þrjár langar helgar fram í október, fyrir utan þá spilamennsku, sem sumir af liðsmönnum fremja í bikarkeppni Bridgesambandsins. Fyrsta spilahelgin, sem er kostuð af Iceland Express, fer fram dagana 26-28.ágúst að Grand Hotel og koma 3 norsk pör og 2 dönsk pör til leiks og verða spilaðir 9 x 16 spila leikir þá helgina. Samskonar helgarmót, líka kostuð af Iceland Express, fer fram 16-18. sept á Center Plaza, með þátttöku erlendra para. Síðustu helgina áður en farið verður til Hollands, þá verður sett up 16 spila æfingamót með sterkum íslenskum pörum. Ákveðið hefur verið að ekki verður sýnt frá æfingamótunum á BBO, svo andstæðingar okkar fái ekki tækifæri til þess að stúdera okkar menn, á hinn bóginn er hinn almenni íslenski bridgespilari hvattur til þess að mæta og fylgjast með.

            Ritað hefur verið bréf til ráðherra menntamála og óskað eftir frekari styrkveitingum, auk þess sem ráðherra er upplýstur um hvað framundan er og hversu mikinn niðurskurð BSÍ hefur þurft að sæta þegar borið er saman við bæði Skáksambandið og ÍSÍ. Ráðuneytið hefur veitt aukalega kr 300 þús, þrátt fyrir erfiða stöðu ríkis. 

            Fjáröflun verður í tengslum við mótið 16.-18.september, fyrirtæki geta skaffað einn spilara og keypt makker handa honum fyrir 50 eða 100 þúsund. Staðsetning ekki enn ákveðin. Makkerinn verður dreginn úr hópi yfirburða spilara. Mikilvægt að öflug kynning verði einnig í fjölmiðlum í tengslum við mótið. Starfsmaður á Fréttablaði hefur lofað að veita BE viðtal.

 • 5. Bridgekennsla í skólum: kennsla hefur verið í sumar sem Guðný og fleiri hafa séð um. Bréf hefur verið sent á tengiliði í öllum framhaldsskólanum og einnig í nokkra grunnskóla (Ingunnarskóla og Árbæjarskóla). Mikilvægt að fylgja bréfum þessum eftir fljótlega enda eru framhaldsskólar að hefja starf í næstu viku.

            Sveinn er með kennsluefni á sænsku frá sænska bridgesambandinu sem okkur er heimilt að nota (Micke Melander). Félög sem útvega nýliðun eru verðlaunuð með fjárframlögum. Dæmi eru um að yngri spilarar fái frítt í mótum ef þau sinna smá aukastörfum í mótinu.

Einnig hefur Sveinn orðið sér úti um tölfræðileg gögn um samanburðarrannsókn sem gerð var á skólanemendum í BNA. Hóp nemenda fékk bridgekennslu í 2 ár en sambærilegur hópur var án slíkrar. Prófun á þriðja ári sýndi merkjanlegan mun á námsframmistöðu, en bridgehópurinn skaraði fram úr.

 • 6. Iceland express mót- Reykjavík bridge festival- undirbúningsnefnd

Einnig hefur forseti verið í sambandi við borgarstjóra varðandi styrkveitingu og spilamennsku. Rætt var um ýmsar leiðir til að kynna Bridgehátíð bæði á BBO og einnig erlendis með aðstoð frá markaðsdeild IE. Á næsta stjórnarfundi 15.sept kl 16 verður farið yfir fjárhagsáætlun fyrir hátíðina.

 • 7. Önnur mál:

 • a. Stjórninni hefur borist bréf frá SS. Mótanefnd falið að svara bréfinu.

 • b. SRE var keppnisstjóri á stóru yngri spilara móti í Búlgaríu. Hann greindi frá reynslu sinni. Mjög lærdómsríkt að sjá vinnuaðferðir. einnig kynntist hann mótsfyrirkomulagi og hvað þarf til að taka að sér stórmót á vegum EBL.

 • c. Forseti greini frá bréfi frá EBL. Þar er m.a. greint frá ráðstefnu fyrir stjórnarfulltrúa bridgesambanda sem haldin verður í Búdapest. Einnig verður námskeið (desember) fyrir keppnisstjóra í Örebro á vegum EBL. Jákvætt að nýta.

 • d. Ólöf fer á samstarfsfund með starfsfólki NBU bridgesambandanna 6.-8.sept. í Falkenberg í Svíþjóð. Þar verða vinnustofur um allt sem snýr að undirbúningu og kynningu á mótum (heimasíða, facebook, samskipti, fjölmiðlar, fjármál, nýliðun, yngri spilarar, bridsvikur, meistarastig, fjáröflun, bridgeforrit, Golf+bridge)

Ekki náðist að ræða lagfæringu á hljóðburði í húsnæði BSÍ

fundi slitið kl 17.   JÞ

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar