Stjórnarfundur 14.júní 2011
miðvikudagur, 29. júní 2011
9. fundur stjórnar BSÍ haldinn þriðjudaginn 14. júní kl.
16.00.
Mætt á fundinn voru Jafet Ólafsson, Guðný
Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir
og Sveinn R Eiriksson. Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson,
Kristinn Kristinsson boðaði forföll.
Jafet setti fundinn.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt
Jafet greindi frá Norðurlandamóti, ferðalagið
gekk vel (flug á Stokkhólm + lest til Örebro), mjög gott að standa
ekki í erfiðu ferðalagi rétt fyrir slíka keppni, hann lýsti
frammistöðu liða í báðum flokkum - greindi einnig frá fundi forseta
sambandanna. Fundur í stjórn NBU (Nordisk Bridge
Union) föstudaginn 27. maí 2011 kl 13.30
Mættir voru: Rune Handal, Jan (Nor), Stephan Magnusson DK,
Henrik Friis DK(fundarstjóri), Flemming Bøgh-Sørensen (DK),
Jorundur Thordarson, Jafet Olafsson (Isl), Jan Kamras (Sve), Mats
Qviberg (Sve.), Kaj Backas (F), Christian Andreasen,
FSF-forseti (Færeyjar)
Fleming og Kamras hafa verið að vinna að samningu lagaramma um
samstarfið innan NBU. Þar var nokkuð rætt um vægi atkvæða í
atkvæðagreiðslum, áhersla lögð á að samþykktir væru bestar þar sem
samstaðan væri góð, aukinn meirihluta þurfi alltaf. Helst var deilt
um áhersluatriði en að lokum var sæst á lokaniðurstöðu sem forsetar
allra Norðurlanda skrifuðu undir. Jafet fékk sitt eintak þessu
plaggi.
Danir hafa síðustu tvö ár verið með stjórn NBU. Því miður hefur
Ole Veje (forseti NBU) lent í slíkum veikindum að hann hefur ekki
getað sinnt því starfi. Núna var Stefan Magnusson valinn í þetta
starf og verður forseti næstu tvö árin og verður Fleming áfram
ritari.
Næsti Junior Camp og Junior meistaramót verður í Noregi. Þar sem
síðasti Junior Camp féll niður þá hefur kostnaður minnkað og því
var stungið upp á lækkun árgjalds úr DKK2,50 niður í DKK1,50 enda
búið að greiða upp allar skuldir. Ræddu um hvenær árs ætti að
skila fjölda félaga, til að fá tölu sem gleggsta mynd af fjölda er
stundum þörf á að bíða fram eftir ári, eðlislegast fyrir okkur að
gefa töluna upp strax eftir ársþing og þá til allra viðkomandi
(NBU, EBL og WBF) til að samræmi sé. Þegar við skilum ekki inn í
EBL eða WBF þá hækka þeir alltaf um 10%.
Nú eru menn að sjá fyrir endann á bókunum fjórum um nordískan
standard, fjóða bókin að klárast í danskri útgáfu, þetta er
samstarf Norðmanna, Svía og Dana. Finnar hafa sjálfir gefið út eina
bók.
Nordisk BBO (3600 félagar nú þegar) er á fullu fyrir Svía,
Norðmenn og Dani. Önnur lönd velkomin inn í þetta samstarf.
Marianna Harding er með umsjón núnaa en Svíar munu taka við umsjón
í haust.
Finnar segjast alltaf árlega vera með 3gja daga Camp, næst
15.-18. sept. Norðmenn eru með Camp síðustu viku í júlí.
Ísland stakk upp á að næsta NM (Íslan 2013) verði um páska.
Verður skoðað nánar.
Seinni hluti fundar fór fram með tveimur góðum
gestum, Yves Aubree forseta EBL og Jens Auken (DK). Forseti EBL
hafði stutta framsögu, ræddi m.a. um andstöðu EBL við póker í
tengslum við íþróttir. Svaraði einnig fyrirspurnum. Töluverðar
umræður voru um kynningu á bridge, á NM voru Svíar með stöðuga
lýsingu á keppninni á Facebook. Næsta Evrópumót verður í Grikklandi
2012. Stefnt að því að Champions Cup tengist við 2.helgi í
Nóvember. Christian lýsti áhuga Færeyinga á þátttöku á
Smáþjóðakeppni en það kom fram á síðasta þingi EBL að einn í stjórn
EBL (frá San Marino) hefði mikinn áhuga á að raungera slíkt. Yves
greindi frá fyrirhugaðri uppfærslu á heimasíðu EBL
Í framhaldi af fundinum skoðuðu fulltrúar ýmsar byggingar og
gistiaðstöðu í Örebro, væntanlega vegna hugsanlegra móta á vegum
EBL.
Næsta Norðurlandamót verður hér árið 2013.
Örlítil umræða um fyrirkomulag, þörf á hvernig aðstöðu o.s.frv. Á
mótinu í Örebro (Scandic Vestra, minna Scandic hótelið, örlítið út
úr, 2 hjól til ráðstöfunar fyrir gesti ef þeir vildu skreppa í
miðbæinn) var ekki gert ráð fyrir neinum áhorfendum nema þeim sem
tengdust liðunum og aðstandendum mótsins. Tveir litlir salir voru
fyrir opna og lokaða sal, fjögur herbergi fyrir opið og lokað BBO í
kvenna og opna flokk, einn litill salur fyrir Vugraph, eitt
vinnuherbergi fyrir mótsblaðið og Brenning og að lokum voru skjáir
og uppstillingartölva í koníakssalnum (hjá barnum). Að lokum var
fundarsalur fyrir fund NBU. Öll liðin voru á sama hóteli og skapaði
það góða umgjörð. Í Finnlandi var svipað fyrirkomulag, herragarður
að vísu fleiri hús, en öll á svæðinu.
Landsliðsmál karla, undirbúningur. Jafet og BE
hafa verið að hittast og sinna undirbúningi. World Class styrkir
BSÍ og veitir landsliðinu aðgang að stöðvum sínum fram að Bermúda
Bowl.
Bréf frá Birni Eysteinssyni - beiðni um
stuðning. SRE vék af fundi. Stjórn BSÍ hefur skoðað þessa umsókn en
þegar haft er í huga gríðarlega kostnaðarsöm landsliðsverkefni auk
minnkandi framlaga ríkis þá er ekki hægt að verða við bón þessari.
Jafet er falið að koma þessu á framfæri við BE.
Bermudamót í september. Fjáröflunarmót verður
haldið 16.-17. sept, leitað verður eftir stuðningi fyrirtækja,
erlendir spilarar komi hér í boði Iceland Express + sterk pör fari
á hærra verði.
Mótaskrá. Mjög erfitt hefur verið að koma saman
mótaskrá og hefur mótanefnd verið í sambandi við marga í þessu
sambandi. Ársþing lendir á sama tíma og Bermúdaskálin og gæti það
orðið til þess að boðaður verði framhaldsfundur 30.okt
Önnur breyting verður sú að Deildarkeppnin verður núna einni
stórri helgi eða á þremur dögum, 25.-27. nóvember. Þetta er gert
annars vegar til að geta komið öllum mótum fyrir en einnig með það
í huga að spilarar utan af landi geti tekið þátt í þessu án þess að
fara margar ferðir.
Starfið í sumar - brigde fyrir vinnuskólann. Guðný hefur verið
að sinna þessu verkefni. Stefnt að því að ná saman ungu fólki úr
vinnuskólanum og vera með kynningu og létta spilamennsku. Einnig að
nota vel BBO og netkennslu.
Önnur mál
Hljómburður: Spilakona hefur verið í sambandi
við SRE, hún notar heyrnartæki, hún segir mjög erfitt fyrir sig að
spila við þessar aðstæður, hljóðburður er mjög slæmur. Hún viti um
ýmsar ódýrar leiðir til að ráða bót á þessu vandamáli. SRE, Jafet
og Ólöf ætla að boða hana á sinn fund og ræða þessi mál.
Azoreyjamót í sumar SRE: benti á mjög
niðurgreiddar ferðir á mót fyrir yngri spilara á Azoreyjum. Gæti
verið hvati fyrir unga spilara (25 og yngri) (Bara greiða flug til
og frá Lissabon)
Aðeins var rætt um ÍSÍ og hvort hag okkar væri betur borgið
innan þess. Ekki töldu fundarmenn það líklegt. Umræðan vegna
umsóknar Norðmanna í íþróttahreyfingu þar.
10. fundur .er áætlaður fimmtudaginn 18. ágúst kl. 16