Stjórnarfundur 12.maí 2011

mánudagur, 16. maí 2011

  8. fundur stjórnar BSÍ haldinn fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 16.00.
Mætt á fundinn voru Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir,  Jörundur Þórðarson,  Ólöf Þorsteinsdóttir og Sveinn R Eiriksson.  Kristinn Kristinsson boðaði forföll.

Dagskrá

1.         Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Undirritaður spurði af hverju ekkert hefði verið gert til að laga  hljómburð og taldi að smábæting þyrfti ekki kosta mikið. Jafet ætlar að hafa sambandi við sérfræðing í þessum efnum.  Ráðin hefur verið nokkur bót á fjölmiðlunartengslum - eitthvað vantar þó enn upp á, mun þó nýtast Bridgehátíð.

2.         Undirbúningur undir Heimsmeistaramótið í október.

Í fréttatilkynningu frá BSÍ kemur fram val á landsliði í opnum flokki fyrir Bermúdaskálina.  Það eru eftirfarandi 3 pör: Bjarni - Aðalsteinn, Jón-Þorlákur og Magnús og Sigurbjön. Landliðsfyrirliði verður Björn Eysteinsson. Framundan eru ýmiss konar æfingamót: NM, boðsmót í Hollandi, mót í Þýskalandi, sérstakt boðsmót í Reykjavík o. fl.  Samið hefur verið Einar Jónsson um mánaðarframlengingu á þjálfun liðsins. Í framhaldi af því mun landsliðsfyrirliði takavið liðinu. Jafet falið að ganga frá samningi við hann.  Einnig hefur verið hugað að líkamlegum undirbúningi sem líklega fær stuðning heilsuræktarstöðva.

3.         Undirbúningur fyrir Norðurlandamótið í Örebro gengur vel. Æfingar standa yfir, annar undirbúningur sem snýr að farmiðum, keppnistreyjurm, bolum og merkispjald er á áætlun.  Nú liggur fyrir að NM verður næst á Íslandi eftir 2 ár eða 2013. Athuga með breytta tímasetningu, hvort páskatími geti verið heppilegur. Huga þarf að keppnisstað.

4.         Fjáröflunarmót verður haldið í september, líklega 16. - 17. sept. Nánar ákveðið síðar. Velja þarf skemmtilegan keppnisstað. Að hálfu stjórnarinnar verða Guðný, Garðar og Jafet sem mun halda  utan um skipulagingu.

5.         Íslandsmótið í sveitakeppni. Á Spjallinu hefur mikil og gagnleg umræða farið fram um framkvæmd og tímasetningu mótsins. Stjórn telur að mótið hafi tekist að mörgu leyti ágætlega en stefnir að því að halda það framvegis á Hótel Loftleiðum (núna fóru fram endurbætur þar) eða á sambærilegum stað til að skapa betri aðstæður fyrir áhorfendur. Sigursveitin fær 150 þús. króna verðlaun frá IcelandExpress í formi farmiða.

6.         Starfið í sumar. Fyrsta umferð í bikarkeppnin verður með breyttu sniði, Yfirseta verður ekki, taplið sem tapa með  minnsta mun komast áfram. Sumarbridge verður í umsjá Sveins R. Eiríkssonar.

7          Ekki náðist að halda fund á kjördæmamótinu. Vigfús stýrði af röggsemi. Aukasveit var búin til til að eyða yfirsetu. Norðurland Eystra vann eftir spennandi innbyrðis viðureign gegn Reykjavík.

8.         Mótaskrá næsta starfsárs. Undirritaður hefur verið í vandræðum með að finna tíma fyrir deildakeppni vegna árekstra við erlenda viðburði. Stefnir að því að mótaskrá komi út í lok maí.

Níundi stjórnarfundur verður þriðjudaginn 14. júní kl 16 - enginn fundur er áætlaður í júlí en 10. fundur .er áætlaður fimmtudaginn 18. ágúst kl. 16

Forseti upplýsti að gerður hefði verið samningur við Nýherja og hefði sambandið fengið góða fartövlu sem fyrstu greiðslu á þeim samningi.

Fundi slitið kl 17.30

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar