Stjórnarfundur 14.apríl 2011

mánudagur, 18. apríl 2011

 7. fundur stjórnar BSÍ haldinn 14. apríl 2011 kl. 16.00

Mætt á fundinn voru Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir,  Jörundur Þórðarson, Kristinn Kristinsson, Ólöf Þorsteinsdóttir og Sveinn R Eiriksson. 

  • 1. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt

  • 2. Sveitakeppni úrslit í Íslandsmótinu 2011. Ekki er útséð með húsnæði, bæði er húsnæði dýrt, eða ýmsir vankantar. Beðið er eftir svari og ef það verður neikvætt, þá er B-plan að húsnæði BSÍ verði notað, tækifærið verði notað og reynt að snyrta og bæta hljóðburð. Sveinn lýsti sig algerlega mótfallinn plani B, telur slæma reynslu af því. Aðrir fulltrúar bentu á að fjármálahliðin hlyti að að hafa áhrif á svona ákvarðanir og töldu að ekki þyrfti að kosta miklu til að gera aðstæður huggulegri. Ólöf hefur málað skilrúm á borðin og er það til mikilla bóta. Árni ætlar að koma með heftibyssu til að festa betur dulur á lokur.

  • 3. Norðurlandamót. Undirbúningur landsliðs kvenna er á kominn gott ról, liðsstjóri verður undirritaður, Guðmundur Páll hefur einnig lagt hönd á plóg með kraftmiklu innleggi. Búið er að skila inn liðsskipan. Í vinnslu er eftirfarandi: skila kerfum og myndum fyrir 28. ap., keppnistreyjur og bolir með Icelandair augl. og merki BSÍ, flug lest og annað. Opinn flokkur: Valdir voru Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Páll Valdimarsson, Ragnar Magnússon. Jafet mun mæta á þing NBU.

  • 4. Landsliðsmál í opnum flokki: Veglegt boðsmót í Kína. 15. apríl lagði sveitin af stað: Júlli og Þröstur, Magnús og Sigurbjörn. Mótið hefst mánudag 18.apríl og er geysilega sterkt, allt uppihald innifalið. Mjög vegleg verðlaun eru á þessu móti, ef til þess kemur að íslensku spilarnir vinni til verðlauna fær Bridgesambandið þriðjung af verðlaunafé. Jafet mun reyna að koma upplýsingum til fjölmiðla.

  • 5. Samstarf við NBU: Micke Melander býður okkur á samstarfsfund 6.-8. september, Svíar ætla að senda alla sína starfsmenn 9 alls. Vilja fá að vita um þátttöku. Líklega best að senda 2, staðsetning er Strand Skrea hjá Falkenberg sem er mitt á milli Gautaborgar og Helsingborg. Gisting og matur á mann er 1800 SEK fyrir 2 nætur.

Þriðjudagur: Hefst upp úr hádegi. Um BBO Nordic og almennt kennsluumhverfi.  Framtíð.

Miðvikudagur: Vinnuhópar, umræður, söluvara, internet, forrit, skipulag, menntun keppnisstjóra o.s.frv.

Fimmtudagur: Bridgehátíðir á Norðurlöndum. Getum við unnið betur saman? Hvernig er þetta í einstökum löndum og hvers vegna?

6.       Kjördæmamótið á Siglufirði. Ekki reiknað með að senda kvennalandslið eða búa til aukalið. Kvennalandslið mun verða með æfingahelgi í Reykjavík. Rætt var hvort til greina komi að þiggja boð Færeyinga 2013. Verði rætt á kjördæmamóti.

7.       Tilbúinn er samningur til tveggja ára við Icelandair um styrkveitingar vegna ferða landsliðs bæði á NM og á Bermúda Bowl í Hollandi í haust, er þetta geysilega mikilvægt fyrir okkur. Forseta veitt heimild til undirritunar. Auglýsingar verði á bolum og á fleiri stöðum. Icelandexpress er upplýst og starfar áfram með okkur. Fjármál, endurskoðuð rekstraráætlun verður lögð fyrir á næsta fundi.

8.       Önnur mál:  Verið er að finna fleiri í stjórn Bridgehátíðar. Núna eru Sveinn Eiríksson formaður, Kristján Blöndal (umsjón StarWars), Gunnlaugur Karlsson (með samninga) en viljum gjarnan fá tvo í viðbót í tengslum við flug, fjármál og fjölmiðlun.

Sveinn ætlar að koma með kostnaðaráætlun fyrir þátttöku í Evrópubikarkeppni (Champions Cup) sem verður í Þýskalandi 17.-20. nóv í Bad Honnev. Mikilvægt er að senda gott lið þangað - frumréttinn eiga Íslandsmeistarar 2010, sem er til lítils ef þeir þurfa að greiða stórfé með sér. Í fyrra gáfu Ísl.meistarar 2009 frá sér réttinn. Tvö sterk pör tóku þetta að sér fyrir ánægjuna og reynsluna í fyrra og greiddu næstum helming kostnaðar (Sveinn-Ómar, Þröstur-Júlli)

næsti stjórnarfundur 12. maí kl.  16.00

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar