stjórnarfundur 17.mars 2011

þriðjudagur, 22. febrúar 2011

 6. fundur stjórnar í BSÍ haldinn 17. mars. 2011 kl. 16.00

Mætt á fundinn voru Jafet Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Árni Már Björnsson, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir.og Sveinn R Eiriksson. Forföll boðaði Kristinn Kristinsson og Garðar Garðarsson

Dagskrá

  • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

  • 2. Landsliðsmál kvenna, val, undirbúningur, Jafet, Guðný og Jörundur tóku að sér að ganga frá vali í landslið kvenna til að keppa á NM í Örebro í Svíþjóð 27.-29.maí . Til hliðsjónar var frammistaða para fyrst og fremst á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni en einnig var tekið mið af frammistöðu þeirra á Bridgehátíð og í BR (einnig í öðrum félögum). Niðurstaðan: Alda Guðnadóttir, Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Stefanía Sigurbjörnsdóttir. Jafet og Ólöf munu athuga betur boli fyrir liðin, einnig merkispjald fyrir hvern keppanda og fulltrúa þjóðar. Jörundur verður liðstjóri kvennasveitar og sinnir undirbúningi þeirra. Ferðatilhögun: Reynt verður að fá flug til Stokkhólms + lest til Örebro.

  • 3. Landsliðsmál karla, búið að ganga frá flugi til Kína, lokaval fyrir Bermúda í næsta mánuði. Annars góður undirbúningur í gangi eins og sjá má á góðum árangri para í hópnum.

  • 4. Fundur Bridgesambanda Örebro lok maí, Jafet reiknar með að koma á fundinn sem þar verður haldinn. Næsta NM á eftir þessu verður í okkar höndum 2013. Athuga hvort til greina komi að hafa það um páska.

  • 5. "Bridgehópurinn" stuðningsfyrirtæki- fjölmiðlar. Þessi hópur fundar reglulega, meðlimir hópsins hafa skipt með sér verkum og reyna að fá strax nokkra stóra stuðningsaðila og fleiri minni í september í tengslum við styrktarmót sem haldið yrði. Einnig stendur til að láta útbúa spilastokka til sölu í fyrirtækjum og stuðningsaðilum. Svenni ætlar að athuga prentun í Svíþjóð. Rætt hefur verið ágætan PR mann sem hefur gefið góð ráð.

  • 6.Afgreiðsla menntamálaráðuneytis á sérstakri umsókn okkar, vegna undirbúningskostnaðar og þátttöku í heimsmeistaramótinu í október, olli sárum vonbrigðum, fengum aðeins kr. 400þús, sem hrekkur skammt eftir risaniðurskurð í fjárveitingum.

  • 7. Mótaskrá fyrir 2011-2012, leiðrétting. Bridgespilari kvartaði undan því að mótaskrá hefði verið breytt, hann hefði prentað út mótaskrána og í framhaldinu fjárfest í utanlandsferð í samræmi við hana. Nú sér hann fram á að missa af úrslitunum í Ísl,m sveitak. 29.ap-2.maí. Mótaskrá var breytt á 12. fundi síðustu stjórnar 5.sept. Ekki var hugsað út í að auglýsa þessa breytingu sérstaklega enda vetrarstarfið ekki hafið þá. Mótaskrá er búin að hanga lengi frammi í Síðumúlanum.

  • 8. Húsnæðismál, húsnæði fyrir undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni verður Síðumúli 32, á sama stað og Bridgehátíð var haldin. Ekki er víst að þetta húsnæði henti fyrir úrslitin, úrslitin þurfa ekki eins stórt húsnæði. Jafet og Ólöf munu athuga aðra valkosti.

  • 9. Önnur mál: Rætt var um kostnað vegna Champions Cup sem verður í Þýskalandi eftir Bermúdaskálina. Spurning hvort 400þ. styrkur dugi sem réttinn fá. Þeir sem síðast fengu réttinn gáfu hann frá vegna mikils aukakostnaðar. Aðrir í A-hóp fóru og greiddu með sér. Hætt er við að sama verði uppi á teningnum núna vegna fjárskorts BSÍ. Næsti stjórnarfundur 14. Apríl kl. 16.00

Fundi slitið

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar