Stjórnarfundur 17,.febrúar 2011

mánudagur, 17. janúar 2011

5. fundur stjórnar í BSÍ haldinn 17. feb. 2011 kl. 16.00

Mættir á fundinn voru Jafet Ólafsson, Guðný Guðjónsdóttir, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir.og Sveinn R Eiriksson. Forföll boðaði Kristinn Kristinsson

  • a. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

  • b. Bridgehátíð: Vonast er til þess að hún standi nokkurn veginn undir sér, ekki er búið að fá allar kostnaðar- eða tekjutölur. Geysilega mikilvægt að styrktaraðilar komi að. Fjölmiðlaumfjöllun var nokkur, Guðmundur S. Hermanns aðstoðaði við allt nema sveitakeppni, SRE sá um að senda fréttir á BridgeTopics, fékk myndir frá Jóni Bjarna. Þurfum almennt að bæta okkur, þurfum að hafa einn sem ber ábyrgð á að setja saman fréttir og sögur um mót, gegn greiðslu. Þetta styrkir líka alla fjársöfnun.

  • c. Málefni landsliðs í opnum flokki. Lögð var fram skýrsla frá landsliðsnefnd um starfið, æfingum lýkur tímabundið í lok mars. Jafet sendir fréttatilkynningu á fjölmiðla um valið. Sveinn og Ómar og Páll og Ragnar taka að sér NM í lok maí í Örebro í Svíþjóð. Nú þarf strax að ganga frá fargjöldum fyrir NM. 4 önnur pör hafa verið valin fyrir heimsmeistaramótið, lokavalið í apríl. Mörg verkefni eru framundan fyrir landsliðið, Kína, Holland, Bonn og Svíþjóð. Val á líðstjóra og fyrirliða verður ákveðið seinna.

  • d. "Bridgehópurinn" stuðningshópur fyrir landsliðið var með fund í vikunni. Hann stefnir að því að safna 3-4 milljónum upp í kostnað við öll landsliðsverkefnin framundan.

  • e. Erlent lán BSÍ í Landsbankanum, tillaga um að breyta í ísl. kr. Við þetta verður skuldin færð niður um 25%. Samþykkt. Jafet og Ólöf sjá um.

  • f. Kvennalandslið. Töluverðar umræður um val á tveimur pörum til að spila fyrir Íslands hönd á NM í 27.-29. maí. Valið verður úr þremur efstu sveitum í Íslandsmót kvenna í sveitakeppni sem er spilað núna um helgina. Haft verður samráð við GPA sem hefur verið með æfingar og verkefni að undanförnu.

  • g. Fræðslumál. Vonbrigði með þátttöku nýliða í opnu húsi. Meiri nálgun þarf við nemendur, ræða meira beint við fulltrúa nemenda og tengiliði í skólum. Hugsanlega bjóða upp á regluleg mót á BBO fyrir þennan hóp. Jafet ræðir við Hjálmtý um fræðslumálin.

  • h. Húsnæði fyrir Íslandsmótin í vetur. Stutt er í Íslandsmót í tvímenningi, það mun fara fram á Síðumúla 37. Enn er eftir að finna húsnæði fyrir undankeppnina og úrslitin í sveitakeppni. verið er að vinna í því.

  • i. Sumarbridge: Stefnt er að því að spilað verði tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga, góð reynsla er fyrir því. Líklegt er að Sveinn verði aðalkeppnisstjóri, en einnig verði aðrir fengnir til starfa, geti nýst til þjálfunar keppnisstjóra.

  • j. Fasteignagjöld. Þunglega horfir fyrir í þessu máli, það er mikið áfall fyrir Bridgesambandið að þurfa að greiða milljón í fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar. Þetta setur allar fjárhagsáætlanir úr skorðum.

  • k. Mótaskrá. Jörundur greindi frá vinnu við að setja saman mótaskrá næsta árs. Næsta haust er orðið mjög ásetið, komin er hefð fyrir móti á Madeira, tvær helgar fara í deildarkeppni og einn dagur í bötlermót. Auk þessa er heimsmeistaramótið sem verður 15.-29. okt . og nú var að koma tímasetning á Champions Cup í Bad Honnef (á Hotel Avendi) í Þýskalandi 17.-20 nóv. Tímasetning Ársþings er líka vandamál, samkvæmt lögum BSÍ á það að vera 3. helgi í október. Spurning um árekstur við heimsmeistaramótið. Á móti kemur að öll starfsemi BSÍ á meðan á mótinu stendur, getur líka verið mjög jákvæð, gaman fyrir þátttakendur að hittast og fylgjast saman með árangri okkar manna. Stefnt að því að parasveitarkeppnin verði á þessum tíma.

  • l. Önnur mál:

  • i. Vigfús Pálsson fer á keppnisstjóranámskeið í mars. Samþykkt að veita honum 100þús króna styrk til að mæta hluta af kostnaði.

  • ii. Garðar spurði hvort BSÍ myndi styrkja námskeiðahald Suðurnesjamanna með framlagi vegna kennslubókakostnaðar. Þetta er atriði sem þarf að skoða betur, bæði er mikilvægt að styðja alla kennslu og skoða námsefni.

  • iii. Næsti stjórnarfundur verður haldinn 17. mars kl 16.00.

                       

Fundi slitið 17.50.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar