Stjórnarfundur 5.okt. 2010

miðvikudagur, 6. október 2010

12.fundur stjórnar BSÍ haldinn þriðjudaginn 5.sept 2010


Mættir voru Garðar Garðarsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Jörundur Þórðarson, Guðný Guðjónsdóttir, Sveinn R Eiríksson og Þorsteinn Berg. Kristinn og Ragnheiður boðuðu forföll.

1.         Skýrsla forseta  og framkvæmdastjóra.

Nú eru komin út fjárlög þar sem framlög ríkis eru skert um 20%. Á meðan er Skáksambandið skert um 10%. Þarna er okkur refsað fyrir að fara sparlega með fé. Upp hefur sparast smásjóður sem mun nú ganga hratt á vegna mikilla verkefna sem framundan eru. Það er afar bagalegt ekki síst þegar svo stór landsliðsverkefni eru framundan. Landsliðsæfingar eru að hefjast, stór hópur sem óskar eftir að vera á þeim. Auglýst var eftir pörum sem vildu leggja á sig mikla vinnu við að bæta sig sem bridgespilarar og gefa kost á sér í landsliðsverkefni.  Búið er að skipta opna flokknum í A og B grúppu:

A-hópur

Bjarni H. Einarsson - Aðalsteinn Jörgensen

Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson

Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon

Sigurbjörn haraldsson - Magnús E. Magnússon

Sveinn R. Eiríksson - Ómar Olgeirsson

Þröstur Ingimarsson - Júlíus Sigurjónsson

B-hópur

Guðmundur Baldursson - Steinberg Ríkharðsson

Kjartan Ingvarsson - Gunnlaugur Karlsson

Kristinn Þórisson - Halldór Úlfar Halldórsson

Ólafur Steinason - Gunnar B. Helgason

Örvar Snær óskarsson - Egill Darri Brynjólfsson

Kvennaflokkur

Bryndís Þorsteinsdóttir - María Haraldsdóttir

Anna Ívarsdóttir - Guðrún óskarsdóttir

Harpa Fold Ingólfsd. - Svala K. Pálsdóttir

Guðný Guðjónsdóttir - Halldóra Magnúsdóttir

Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir

Sigrún Þorvarðardóttir - Ólöf Ólafsdóttir

Stefanía Sigurbjörnsdóttir - Alda Guðnadóttir

Arngunnur Jónsdóttir - Guðrún Jóhannesdóttir

Una Árnadóttir - Jóhanna Sigurjónsdóttir

Ekki er enn frágengið með þjálfun. Einnig er búið að ákveða framlög í fræðslustarf en vinna er í gangi í tengslum við bridgekennslu í framhaldsskólum.  Mjög mikilvægt er einnig að bæta úr kynningu og fréttaflutningi.

Sveinn greindi frá Sumarbridge, hvernig afkoman var og aðsókn. Spilað var 17 mánudaga, 27 pör að meðaltali, 18 miðvikudagar og 30,5 pör að meðaltali. Þessi starfsemi stóð undir sér og vel það. Meðalfjöldi alls var 28,2pör. Mesti fjöldi var síðasta kvöldið eða 42 pör. Helstu úrslit á vef BSÍ.

Bikarmeistarar 2010 var sveit HF Verðbréfa (Jón Bald, Þorlákur, Sverrir Ármanns, Steinar Jóns, Bjarni Ein. og Aðalsteinn.

Stólar bólstraðir.

Stjórnin tók 40 stóla og lét bólstra þá. Jörundur, Sveinn og Þorsteinn mættu dagpart og losuðu af stólunum og þrifu stólana í leiðinni. Seinna mættu þremenningarnir og settu stólana aftur saman. Allt annað útlit.

Kvartað hefur verið undan kulda í spilasal. Því er kennt um að sófar hjá sjoppulúgu loki fyrir hitann, þeir þurfa smá fjarlægð frá ofnum til þess að kalt loft komist að ofnum.  Einnig rætt óheppilega framkomu einstaklings á spjallinu.

Þrif á Síðumúla 37

Sólveig hætti, nýr starfsmaður er Kolbrún Linda Ólafsdóttir

2.         Undirbúningur ársþings

Rædd voru ýmis atriði um undirbúning ársþing, svo sem hverjir gefa kost á sér, skýrslur úr nefndum, lagabreytingar og fleira. Ákveðið að leggja fram tillögu um að breyta nafni á Áfrýjunardómstól.  Sveinn og Jörundur mun undirbúa það. Ólöf er að undirbúa skýrslu og annað sem þarf. Kjósa þarf á ársþingi í Áfrýjunarnefnd, það láðist að gera það síðast.

3.         Úr störfum nefnda

Þegar hefur verið greint frá landsliðsnefnd

Mótanefnd

Jörundur greindi frá smálagfæringum á mótaskrá. Bötlermót sem ráðgert var 11. des færist um 1 dag til 12. des. Úrslitin í Íslandsmótinu í sveitakeppni verða  mánaðamótin apríl-maí og Íslandsmótið í tvímenningi para færist fram um 3 vikur í staðinn.

Einnig hefur verið ákveðið að breyta 1. umferð í bikarkeppninni þannig að allar sveitir keppa í 1. umferð bikarsins (undantekning gæti þó verið vegna landsliðsverkefna). Þau taplið sem tapa með minnstum mun komast síðan áfram. Þó verða verða þær að ljúka 40 spilum.  Nánar verður ákveðið með breyttri reglugerð.

Frá fræðslunefnd
Greint var frá fundi með Hjálmtý Baldurssyni en hann hefur verið ráðinn til að undirbúa bridgekennslu í framhaldsskólum.

Af þýðingu keppnislaganna.
Vigfús Pálsson og Jörundur  hafa verið að þýða keppnislögin, núna eru þau í prófarkalestri. Þau hafa samt verið í fullri notkun þrátt fyrir smávillur. Vigfús hefur núna einnig þýtt leiðbeiningar um keppnisstjórn sem breska bridgesambandið lét útbúa. Þetta allt hefur Vigfús sett á opinn vef BSÍ.

Fundi slitið

Jörundur

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar