Stjórnarfundur 8.apríl 2010

mánudagur, 3. maí 2010

6. Stjórnarfundur BSÍ fimmtudaginn 8. apríl. 2010 kl 16.30

 Mættir: Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Kristinn Kristinsson,  Ólöf Þorsteinsdóttir og Sveinn R. Eiríksson.  Ragnheiður Nielsen boðaði forföll.

1.  Skýrsla framkvæmdastjóra 

Íslandsmótið í tvímenningi var haldið 6.-7. mars að Hótel Loftleiðum, keppnisstjóri Vigfús Pálsson. Hann endurritaði reglugerð fyrir mótið í samráði við mótanefnd. Spilaður var Monrad Barómeter: 20 umferðir með 6 spil milli para. 12 umferðir voru spilaðar á laugardeginum (72 spil) og 8 umferðir á sunnudag (48 spil). Gullmeistarastig fyrir 8 efstu sæti 50 - 35 - 25 - 20 - 15 - 12 - 10 - 8.  Þátttökugjald 10.000 kr. pr. par.   48 pör tóku þátt í mótinu. Efstu sæti:

1          Haukur Ingason - Jón Þorvarðarson                    262,8

2          Ásmundur Pálsson - Guðmundur Páll Arnarson   195,1

3          Páll Valdimarsson - Kristján Blöndal                   190

4          Hermann Friðriksson - Jón Ingþórsson                187

Undanúrslit í Íslandsmótinu í sveitakeppni fóru fram  19-21.mars á Hótel Loftleiðum og var keppt í fjórum 10 liða riðlum og komust 3 lið áfram í hverjum riðli. 16 spil í leik. Keppnisstjóri Vigfús Pálsson og honum til aðstoðar var Guðni Sigurðsson. Framkvæmdastjóri mótsins var Ólöf Þorsteinsdóttir, spiladreifing: Nokkur tæknileg  vandamál komu upp, m.a. slakt samband milli sumra BridgeMate tölvukubba  og móðurtölvu.

Fjögur ungmenni tóku þátt í Nordic Junior Pair Championship and Nordic Junior CAmp 31/3 - 5/4 í Svíþjóð. Jóhann Sigurðarson - Grímur Kristinsson, Fjölnir Jónsson - Ingólfur Matthíasson. Okkur til sóma http://www.svenskbridge.se/e107_plugins/content/content.php?content.1966

Framkvæmdastjóri greindi frá því að hljóðsérfræðingur hefði komið - hann taldi að kostnaður við að bæta úr hljómburði og minnka glymjanda og bergmál gæti kostað 1-1,5 milljónir króna. Stjórn BSÍ var ekki mjög fýsin á að leggja í slíkan kostnað en telur að ýmislegt megi gera  til að bæta þessi mál án mikils kostnaðar, t.d. lagaðist mikið þegar gardínur voru aftur settar upp eftir hreinsun.

Framkvæmdastjóri benti á brýna þörf á endurnýjun á tölvukosti - tvær tölvur í slæmu ásigkomulagi og einnig þörf á prentara. Kristinn tók að sér að vinna með framkvæmdastjóra að úrlausn þessara mála. Einnig var rætt um að herbergi keppnisstjóra ætti að vera læst og aðgangur að tölvu hans á að vera lokaður öðrum. 

2.  Skýrslur nefnda

Landsliðsnefnd: Landslið valið -Búið er að velja fimm pör í opnum flokki fyrir  næstu verkefni. Þetta eru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson, Þröstur Ingimarsson og Júlíus Sigurjónsson, Sveinn R. Eiríksson og Ómar Olgeirsson og Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson.  Framundan eru boðsmót í Bonn (um miðjan maí) Evrópumót í Belgíu (seinni hluti júní), bridgevika í Svíþjóð (í byrjun ágúst) og síðan NM á næsta ári. Einnig er boð fyrir hendi á mót í Hollandi (19.maí).

Kostnaðaráætlun. EM mótið er afar dýrt, ca. 2,5millj. kr.,  bara keppnisgjöld fyrir eitt lið er hátt í milljón.  Mótið í Bonn áætlað tæp ½ milljón kostnaður niðurgreiddur af mótshaldara.  Líklegt að 2 kvennalið fari á sænsku Bridgevikuna en stutt er í að velja pör fyrir þau verkefni.

Mótanefnd: Kjördæmamótið:  Töluverður áhugi er á því að losna við yfirsetu í kjördæmamótinu, við erum með lið frá 8 kjördæmum og eitt lið frá Færeyjum. Sunnlendingar hafa boðist til þess að útvega tvær sveitir í 10. liðið ef BSÍ sér leið til að bæta við tveimur sveitum. Umræður hafa verið hjá mótanefnd að Félag Eldri Borgara gætu séð um 10. sveitina en nú hefur ekkert verið rætt við þá aðila. Kristinn benti á að hér gæti verið verkefni fyrir  yngri spilarar en einnig fyrir landsliðspör kvenna. Framkvæmdastjóra falið að leysa málið í samráði við landsliðsnefnd og Sunnlendinga.

Dómstóll BSÍ: Erindi hefur borist um eina áfrýjun í spili frá Íslandsmótinu í tvímenningi. Stjórnin vísar málinu til Áfrýjunarnefndar BSÍ sem skipa skal á Ársþingum. Sá galli er á gjöf Njarðar að á síðasta ársþingi féll sá dagskrárliður niður og því formlega séð engin starfandi slík nefnd. Framkvæmdastjóra var falið að kalla saman 3 valda menn til setu í nefndinni til að leysa málið

3.  íslandsmótið í sveitakeppni.  Rætt um framkvæmd mótsins og kynningu á því, BBO, einhvern til að stýra umræðu um spilin í sýningarsal, einnig rætt um mótsblað án þess að það fengi neinar sérstakar undirtektir. Hefur tölvuvæðingin minnkað  aðsókn áhorfenda?

4. BridgeMate tölvukubbar og serverar. Töluverð þörf er fyrir að kaupa fleiri einingar inn, þetta er nokkuð dýr fjárfesting, einn server og 10 kubbar gera ca 170 þús. en þetta er það sem klúbbar eru að nota . Nokkuð stirt að félög þurfi sífellt að vera að sækja tækin og skila þeim. Líkleg þörf núna er 40+4  (eða 650þús kr) Ýmislegt getur komið upp á (röng notkun eða bilun) en með tækjunum fylgir fjögurra bls. listi yfir helstu bilanir og viðbrögð við þeim

Prentmet  gaf BSÍ tvö sett af plöstuðum borðmiðum  í tengslum við Íslandsmótið í sveitakeppni og þakkar stjórn BSÍ fyrir sig.

Kynning á kennsluvef: Gæti orðið í tengslum við kjördæmamótið í samvinnu við hótelið

Rætt um matarilm úr eldhúsi. Rætt hefur verið um leiðir til að minnka matarilm úr sjoppu. Hugsanlega væri hægt að kaupa og setja upp eldhúsviftu með kolasíu til að leiða ilminn burt eða takmarka hann.

Fundi sliti kl 18.45. Næsti fundur verður boðaður með dagskrá fimmtudaginn 6. maí kl 16.30

Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar