Stjórnarfundur 6.maí 2010
7. Stjórnarfundur BSÍ fimmtudaginn 6. maí. 2010 kl 16.30
Mættir: Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson.
Þorsteinn Berg forseti og Kristinn Kristinsson boðuðu forföll. Ákveðið var að halda fundinn þrátt fyrir óvenju mikil forföll þar sem mikilvæg verkefni kröfðust úrlausnar.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra og forseta
Þjófur: Framkvæmdastjóri greindi frá því að þjófar hafi læðst inn í húsnæðið og tekið hluta af tölvubúnaði í húsnæði BSÍ. Enginn varð þjófanna var og enginn liggur undir grun. Engar skemmdir voru unnar. Ef einhver getur veitt upplýsingar um þjófana þá væru þær upplýsingar vel þegnar.
Úrslit móta: Íslandsmótið í parakeppni 10.-11. apríl 2010 Síðumúli 37.
29 pör tóku þátt og voru spilaðar með þremur spilum á milli para. Vigfús Pálsson stýrði mótinu af röggsemi. Helstu úrslit:
1 Esther Jakobsdóttir - Guðmundur Sv Hermannsson 173,5
2 Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 151,7
3 Rosemary Shaw - Frímann Stefánsson 127
4 Mary Pat Frick - Páll Hjaltason 114,4
5 Anna Ívarsdóttir - Þorlákur Jónsson 98,4
Úrslitin í Íslandsmótinu í sveitakeppni 2010 Hótel Loftleiðir 22.-25.apríl
Keppnisstjóri Vigfús Pálsson, mótsstjóri Ólöf Þorsteinsdóttir, BBO: Björgvin Már, Jóhann Sigurðsson
Helstu úrslit: 1 Grant Thornton 290 , 2 H.F. Verðbréf 252 , 3 Málning hf 213
Yfirburðir GT voru óvenju miklir og nýtt stigamet leit dagsins ljós.
Efstir í Butler efti fyrri hluta:
1 0,99 Magnús E Magnússon - Sigurbjörn Haraldsson Grant Thornton
2 0,95 Sveinn Rúnar Eiríksson Grant Thornton
3 0,92 Ómar Olgeirsson Grant Thornton
2. Skýrslur nefnda
Frá landsliðsnefnd: Framundan er Evrópumót. Einar hefur bent á að skili þurfi kerfum og er það ferli í góðum farvegi. Eftir samráð á fundinum við landsliðsnefndarmenn var gengið í að fá þjálfara og liðsstjóra og tekur Ragnar Hermannsson við því verkefni og það frágengið. Hann mun fara út með liðinu ásamt Önnu Þóru og munu þau vinna með liðinu og styðja það eins og hægt er. Til að undirbúa liðið fara tvö pör út á boðsmót í Bonn og næstu helgi á eftir bætast Jón og Þorlákur við hópinn í boðsmóti í Hollandi.
3. Áfrýjunarnefnd. Á síðasta ársþingi brást það að endurskipa menn í áfrýjunarnefnd (Til stendur að breyta nafni þessarar nefndar í dómstól BSÍ) Þar sem upp kom mál á Íslandsmótinu í tvímenning sem þarfnast úrlausnar þá var reynt að kalla í þá sem áður skipuðu nefndina. Það reyndist ómögulegt enda flestir þeirra hættir spilamennsku í bili. Nú var gengið í að leysa úr þessu og hefur nú tekist að finna góða menn til að leysa úr þessu brýna máli. Það eru þeir Eiríkur Hjaltason, Jón Þorvarðarson og Ragnar Magnússon og óskar stjórn þeim farsældar við úrlausn og þakkar þeim fyrir að bregðast svo vel við.
Ekki vannst tími til að ræða fleiri mál.
Næsti fundur verður boðaður með dagskrá fimmtudaginn 3. júní kl 16.30
Jörundur Þórðarson