Stjórnarfundur 11.nóv. 2009

mánudagur, 16. nóvember 2009

1. Stjórnarfundur BSÍ miðvikudaginn 11. Nóv. 2009 kl 16.30 
Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Kristinn Kristinsson,  Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson. 
 
1. Skýrsla forseta og framkvæmdastjóra. Frá síðasta stjórnarfundi (17.sept)  hafa verið haldin allmörg Íslandsmót og greinir hér frá helstu úrslitum Íslandsmót kvenna í tvímenning. 
Spilað var föstudagskvöld og laugardag  9.-10.okt. Verð kr. 7.000- á parið. keppnisstjóri var Vigfús Pálsson. 15 pör tóku þátt í spennandi móti. Barómeter keppnisform, 15 umferðir með 7 spil milli para og reyndi verulega á þolrif keppenda. Nokkur gagnrýni var á að hafa 7 spil milli para, ef til vill heppilegra að spila tvær umferðir með 3 spil milli para og Fyrir síðustu umferð áttu sjö efstu góða möguleika á sigri með hagstæðum úrslitum
1. Brynja Dýrborgar - Harpa Fold 62,4 2. Dröfn Guðmunds - Hrund Einarsd 57,8 3. Dóra Axels - Erla Sigurjóns 56,7 4. Anna Þóra - Esther 54,4 5. Anna Ívars - Guðrún Óskars 54,4 6.
 Bryndís Þorsteins - María Sigurðar 46,4 7. Hjördís Sigurjóns - Ragnheiður Nielsen 42,9
  Eftir ótrúlega spennuþrungna lokaumferð stukku Bryndís og María upp í efsta sætið og þrjú pör urðu jöfn í 2. sæti og þurfti séstakan útreikning til að skera úr um verðlaunasæti.Lokastaðan:
1. Bryndís Þorsteins - María Sigurðar 66,9
2.-4. Dröfn Guðmunds - Hrund Einarsd  64,7
2.-4. Hjördís Sigurjóns - Ragnheiður Nielsen 64,7
2.-4. Anna Ívarsd - Guðrún Óskarsd   64,7
5. Anna Þóra - Esther Jakobsd     54,4
6. Dóra Axels - Erla Sigurjóns 46,4
7. Brynja Dýrborgar - Harpa Fold 41,
Fundur í húsfélagi 15. oktUm framkvæmdir í stigagangi, málun veggja og lofts, meðferð gólfdúks. Ákveðið að hætta samstarfi við verkfræðing enda fyrirhugaðar viðgerðir ekki það miklar. Ákveðið að fá málara í verkið og fá dúkara til að vinna upp dúkinn. 
Íslandsmót í einmenningi.Var haldinn föstudag og laugardag 16. og 17. okt, Mótið hefst kl. 19:00 á föstudeginum og kl. 11:00 á laugardeginum. Keppnisgjaldið er það sama og í fyrra, 3.000 pr. spilaraKeppnisstjóri: Sveinn R Eiríksson. 64 þátttakendur, 8 riðlar með 8 í hverjum, 4 spil milli para.  Lokaúrslit (spiluð 3x28 spil) eða 84 spil alls
1      185,8                       Jón Hákon Jónsson2             
2.   
160,8                       Brynjar Jónsson
3             
3.   
152,8                       Erlendur Jónsson
4             
4.   
151,8                      Kjartan Jóhannsson
5             
5.   
143,2                       Gísli Þórarinsson
 
Bikarkeppni Evrópu
Sveit Símonar Símonarsonar tók þátt í bikarkeppni Evrópu sem haldin var 15. - 18 október í París. Góð frammistaða Íslands í Évrópumótinu í Pau skapaði íslenkri sveit þátttökurétt í mótinu. Þetta voru úrslitin á A-riðli. Síðan töpuðu þeir félagar fyrir norsku sveitinni í keppni um 11. sætið   

Ársþing BSÍ var haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 18. október
  Deildakeppni - fyrri hluti 24.-25. oktKeppnisstjóri Vigfús Pálsson. Nú er fyrri helgi Iceland Express deildarkeppni lokið. Keppt var í tveimur deildum. Í 1. deild eru 8 lið sem spiluðu einfalda umferð þessa helgi. Önnur umferð verður spiluð helgina 15.-16.nóvember og fæst þá úr skorið hvaða sveit verður deildarmeistari.  Eftir fyrri hluta er staðan: Sveit Júlíusar Sigurjónssonar 135 stig, Eykt 122, Breki 110 Grant Thornton 104. Sigurvegari mun hljóta 300 þús kr ferðavinning frá Icland Express.   Sveit Eyktar er núverandi deildarmeistari en þeir sigruðu með yfirburðum í fyrra.  Í 2. deild eru 18 lið og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Þar verða spilaðar 9 umferðir eftir Monrad fyrirkomulagi en eftir það skiptist hópurinn. Efstu 6 sveitir lenda í A-riðli og keppa um 2 sæti í 1.deild. Hinar 12 sveitirnar lenda í B-riðli og spila 5 umferðir Monrad. Verðlaun eru fyrir efsta sæti í A og B riðli (keppnisgjöld á Bridgehátíð fyrir eina sveit).  Núna eru 7 umferðum af 9 lokið og er staða efstu sveita þessi: Sagaplast 148 stig, Kjaran 135 stig, Garðs apótek 128, Riddararnir 120, Muninn 111, Gunnar Björn 109, Frumherji 107, SFG 107, VÍS 105
Íslandsmót Eldri spilara í tvímenningi var haldið laugardaginn 31.okt 2009 Spilarar þurftu að vera orðnir 50 ára + og samanlagt a.m.k.110 ára.
Spilagjald er kr. 2.500.- pr.mann.
Keppnisstjóri Sveinn Rúnar Eiríksson.
2007 voru 15 pör eldri spilara og 2 pör yngri spilara. 2008 voru 18 pör.Til stóð að keppa eftir Barómeter fyrirkomulagi (26 pör 2 spil milli para). Þó var fallið frá því þegar keppendum hafði fjölgað um 50% frá fyrra ári, en 27 pör voru nú með. Því varð að spila 13 umferðir Monrad, 4 spil milli para. Lokaumferðin var æsispennandi, nánast engu munaði á tveimur efstu pörum J
ón Alfreðsson og Eiríkur Jónsson enduðu sem Íslandsmeistarar eldri spilara í tvímenning 2009 með +107,6 stig sem jafngildir 58,6%. 0,5 stigum á eftir þeim voru Garðar Garðarsson og Kristján Örn Kristjánsson +107,1. Hjálmar S Pálsson - Kristján Snorrason +84,6, Þórður Sigurðsson - Gísli Þórarinsson +64,1,
  Mótið á Madeira: 2.-8.nóv. 2009 Afar lítil þátttaka af hálfu Íslendinga að þessu sinni. Aðeins 3 íslensk pör tóku þátt að þessu sinni. Þau stóðu sig öll vel án þess að þeim tækist að vinna til verðlauna. 
3. Stjórnin skiptir með sér verkum
Þorsteinn Berg forseti
Guðný Guðjónsdóttir varaforseti
Jörundur Þórðarson ritari,
Ragnheiður Nielsen gjaldkeri,
Sveinn R. Eiríksson
Garðar Garðarsson
Kristinn Kristinsson 
Eftir er að fara betur yfir verkaskiptingu.
Hlutverk framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. efni í blöðin fréttir - fjölmiðlanefnd - Fundarboðun - samskipti við útlönd - landsliðsmál - húsnæðismál
 
4. Skipað í nefndir
Þar sem ekki var skipað í áfrýjunarnefnd á ársþingi er svo litið á að hún starfi óbreytt áfram. Þó þykir rétt að breyta nafni þessarar nefndar til samræmis við keppnislög og hlutverk nefndarinnar. Hér eftir kallast hún Dómstóll BSÍ sem hefur það hlutverk að sinna áfrýjunum t.d. vegna úrskurða mótanefndar o.fl. Þetta sé æðsti dómstóll, m.a. sé þar lögfræðiþekking og góð reynsla.
 
Dómstóll BSÍ
Guðjón Bragason formaður
Björgvin Þorsteinsson varaformaður
Esther Jakobsdóttir
Guðmundur Ágústsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Kristján Kristjánsson
Loftur Þór Pétursson 
Dómnefnd BSÍ
Sveinn Rúnar Eiríksson, formaður
Bjarni H. Einarsson
Sigurður Vilhjálmsson
Pétur Guðjónsson
Guðmundur Páll Arnarson
Ásgeir Ásbjörnsson
Sigurbjörn Haraldsson
Fleiri komi inn í nefndina seinna, markmið að ekki verði fleiri en einn frá hverri af helstu keppnissveitum Íslandsmótsins, hugsanlega að tilnefna fyrir hvert af helstu mótum. 
Meistarastiganefnd BSÍ
Garðar Garðarsson, formaður
Ómar Olgeirsson
Gabríel Gíslason 
Mótanefnd BSÍ
Jörundur Þórðarson formaður
Ragnheiður Nielsen
Ómar Olgeirsson 
Laga og keppnisreglnanefnd BSÍ
Sveinn R. Eiríksson, formaður
Jón BaldurssonHér vantar einn í viðbót fyrir næsta fund. 
Heiðursmerkjanefnd BSÍ
Þorsteinn Berg
Guðmundur Baldursson
Guðmundur Sv. Hermannsson 
Fjölmiðlanefnd BSÍ
Guðný Guðjónsdóttir formaður   
Ólöf Þorsteinsdóttir
Þorvaldur Pálmason 
Bridgehátíðarnefnd BSÍ
Sveinn R. Eiríksson formaður
Gunnlaugur Karlsson
Kristján Blöndal
Nefndin tekur fleiri inn í starfið eftir þörfum.
Mótanefnd hvött til að ákveða Bridgehátíð 3 ár fram í tímann til að auðvelda skipulagningu og boð til erlendra gesta
 
Fræðslu og nýliðanefnd BSÍ
Kristinn Kristinsson formaður
Mun finna með sér menn í nefndina fyrir næsta fund.Stefnt að því að ráða mann í hlutastarf til að koma á kennslu í skólunum - athuga námsefni og fyrri vinnu (Matthías og Ljósbrá og Jón Sigurbjörns)  Stjórn fyrir Alfreðssjóð (hlutverk að styðja við menntun og nýliðun yngri spilara.) Garðar Garðarsson formaður Ólöf Þorsteinsson Kristinn Kristinsson 
5. Um landsliðsmál:
Ragnar Hermannsson stakk upp á því við stjórnarmann að vera bara með eina nefnd sem sér bæði um opna flokkinn og kvennaflokkinn. Þetta myndi leiða til aukinnar skilvirkni. Samþykkt Landsliðsnefnd fyrir opinn flokk og kvenna Þorsteinn Berg formaður Ragnar Hermannsson Gunnlaugur Karlsson Fleiri komi að starfinu, reiknað með að Guðmundur Páll geti reynst nefndinni vel. Rætt um fjáröflun fyrir landslið.  Talið gott að árangurstengja framlag. Góð frammistaða landsliðs kallaði fram hærra framlag
 
6. Bergmál á spilastað er allt annað að spila eftir að gardínur komu aftur upp  Keppnisstjóri óskar eftir að sækja námskeið í San Remo, áætlaður kostnaður um 200 þús kr. Talið mjög mikilvægt að keppnisstjórar sinni endurmenntun. Samþykkt  Önnur mál:Framkvæmdastjóri beðinn um að uppfæra lögin: Leiðrétta lögin til samræmis við samþykktir ársþings 2007 Einnig þarf að athuga lög um dagskrá ársþings (velja fólk í dómstól BSÍ) Stefnt að því að stjórnarfundir verði haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði. Næsti fundur verði fimmtudaginn 2. des kl 16.30 Einnig var rætt um að vera með framkvæmdaráð sem hittist einu sinni í viku 
Jörundur 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar