61. Ársþing BSÍ 18.október 2009

þriðjudagur, 27. október 2009

61. Ársþing sunnudaginn 18. október 2009

Þingið hófst klukkan 12 og síðan var kaffi á boðstólum til kl 15
1.         Þingsetning  Þorsteinn Berg forseti setti þingið
2.         Starfsfólk þingsins fundarstjóri og ritari: Loftur Þór Pétursson og Jörundur þórðarson. Loftur bað fundarmenn að rísa úr  sætum og minnast látinna spilara, Sigfúsar Þórðarsonar o.fl. Þá var valið í kjörbréfanefnd: Erla Sigurjónsdóttir, Ómar Olgeirsson, Guðný Guðjónsdóttir  og stutt hlé gert á meðan hún skoðaði kjörbréfin.
3.         Kjörbréf þingfulltrúa athuguð og úrskurðuð. Erla las síðan upp kjörbréfin, 22 gild atkvæði

Félag

Fulltrúar

Atkvæði

Bridgefélag Akureyrar

Frímann Stefánsson

1

Bridgefélag Borgarfjarðar

Ingimundur Jónsson

2

Bridgefélag Breiðfirðinga

Jón Jóhannsson

2

Bridgefélag Breiðfirðinga

Sturlaugur Eyjólfsson

1

Bridgefélag Hafnarfjarðar

Erla Sigurjónsdóttir

1

Bridgefélag Hafnarfjarðar

Sigurjón Harðarson

1

Bridgefélag Kópavogs

Loftur þór Pétursson

1

Bridgefélag Kópavogs

Árni Már Björnsson

1

Bridgefélag Muninn & Suðurnesja

Garðar Garðarsson

1

Bridgefélag Muninn & Suðurnesja

Eyþór Jóns

1

Bridgefélag Reykjavíkur

Guðný Guðjónsdóttir

1

Bridgefélag Reykjavíkur

Ómar Olgeirsson

2

Bridgefélag Reykjavíkur

Jörundur þórðarson

1

Bridgefélag Selfoss

Kristán Már Gunnarsson

1

Bridgefélag Selfoss

Gunnar Björn Helgason

1

Bridgefélag Siglufjarðar

Stefanía Sigurbjörnsdóttir

1

Miðvikudagsklúbburinn

Guðlaugur Sveinsson

1

Miðvikudagsklúbburinn

Sveinn Eiríksson

1

Miðvikudagsklúbburinn

Guðrún Jörgensen

1

samtals

22

Aðrir sem mættir voru: Ólöf Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Berg, Ómar Olgeirsson, Vigfús Pálsson

4.         Þá var valið í uppstillinganefnd:  Guðlaugur Sveinsson, Guðrún Jörgensen, Sigurjón Harðarson
5.         Þorsteinn Berg: Stjórn fór yfir skýrslu um starfsemi sambandsins frá síðasta þingi. Ágæt skýrsla frá framkvæmdastjóra með myndum sem glöddu augað.
6.         Skýrslur fastanefnda:

Formaður meistarastiganefndar: Garðar Garðarsson: ræddi um meistarastigaskrá, látnir eru  inni á skrá. Viðkomandi félög láti vita. Samt inni á aðallista (danskt forrit), eigum ekki kóðann á forritinu.

Formaður mótanefndar.  Í nefndinni eru Jörundur Þórðarson, Ragnheiður Nielsen og Ómar Olgeirsson (Páll Þórsson fráfarandi formaður sagði sig úr nefnd í sumar vegna anna). Nefndin kom saman til að undirbúa Íslandsmót í sagnakeppni, stóð einnig að gerð mótaskrár. Nokkrar undanþágubeiðnir bárust nefndinni. Einnig minnst á kvennamót í tvímenningi, spurning um tilhögun og fjölda spila.

Formaður Bridgehátíðarnefndar: Í nefndinni eru Sveinn R. Eiríksson og Gunnlaugur karlsson,  Reykjavík bridgefestival verður nýtt nafn mótsins, samningar við Hótel Loftleidir, síða á vegum hótelsins verður: reykjavik.bridgefestival.com, úrslit á netið

Formaður áfrýjunarnefndar: Sveinn R. Eiríksson: Vigfús setur dóma á netið, dómar hafa farið á spjallið, lítið um eftirmála. Fleiri áfrýjanir útlendinga á Bridgehátíð

Formaður Laganefndar: Sveinn R. Eiríksson engar lagabreytingar

Fjölmiðlanefnd BSÍ: Guðný G. Hrafnhildur, Eyþór Jóns, komu saman í tengslum við unglingamótið um páskana.

Heiðursmerkjanefnd: Þorsteinn Berg: engin veiting

Dómstóll BSÍ: ekkert mál upp

Fræðslu og Nýliðanefnd: Óvirk

Reikningar.

Stefanía Sigurbjörnsdóttir las og útskýrði reikninga sambandsins lagðir fram með athugasemdum endurskoðenda til úrskurðar. 

Guðlaugur  Sveins átti sinn þátt í umsókn um að fá fasteignagjöld felld niður hjá Reykjavíkurborg.

Algjör viðsnúningur á stöðu BSÍ í fjármálum. (Mínus 2 millj í millj í plús). Starfsárið á undan var bæði dýrt vegna Evrópumótsins í Frakklandi en einnig vegna utanhúss-viðgerða á tveimur göflum hússins.

Skuldir hafa hækkað úr 9m í 13m, það er vegna þess að skuldirnar eru myntkörfulán og gengi krónunnar hrapað mjög. Spurt um hvort borgaði sig að skuldbreyta, og til hve langs tíma lánið væri. Almennt lof borið á reikninga sem síðan voru samþykktir samhljóða Garðar Garðarsson: Minningarsjóður Alfreðs Alfreðssonar sem geymdur er í Íslandsbanka hefur lent í miklum afföllum, (fer úr 764.000 í 390.000). Garðar greindi einnig frá hlutverki sjóðsins sem er að stuðla að uppfræðslu ungmenna í bridge

8.         Lagabreytingar. engar
9.         Kosning stjórnar: Þorsteinn Berg endurkjörinn forseti Í aðalstjórn voru valin Garðar Garðarson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Guðný Guðjónsdóttir og Jörundur Þórðarson Varastjórn: Ragnheiður Nielsen og Kristinn Kristinson
10.       Kosning löggilts endurskoðanda.  Guðlaugur R. Jóhannsson lögg. endurskoðandi endurkjörinn
11.       Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga sambandsins og tveggja til vara, sbr. Skoðunarnefnd reikninga: Páll Bergsson og Hallgrímur Hallgrímsson endurkjörnir Til vara voru valdir Brynjólfur Gestsson og Loftur Þór Pétursson
12.       Ákvörðun árgjalds.  Tillaga stjórnar var um hækkun gjalds til BSÍ úr 100 kr upp í 110 kr. Gjald er tekið af hverjum einstaklingi í hvert skipti sem hann spilar, þannig að sá greiðir mest sem spilar mest og fær mesta ánægju. Gjaldið hefur verið óbreytt í mörg ár.  Við erum aðilar að þremur stórum alþjóðlegum samtökum Nordisk bridge (2,50 NOK), EBL (€0,85), og WBF ($1). (í sviga er félagsgjald pr félaga en félagar voru ríflega 1000) Miklar og stöðugar hækkanir eru hjá öllum þessum samtökum.  Samþykkt samhljóða.
13. Önnur mál: Keppnislögin í bridge: Vigfús og Jörundur greindu frá þýðingu sinni á alþjóðlegu keppnislögunum í bridge. Vigfús hefur sett þýðingaruppkastið á spjallrásina til að fá athugasemdir og hefur sett inn leiðréttingar jafnharðan. Lögin hafa ekki verið endurútgefin síðan 1992 en þá komu 1987-lögin út í vandaðri þýðingu Guðmundar Sv. Hermannssonar. Síðan voru lögin endurskoðuð 1997 og núna aftur 2007.  Okkur er skylt að nota þessa nýjustu útgáfu og stendur til að gefa lögin út á bókaformi (en einnig að hafa hana á netinu). Sótt hefur verið um styrk til Íþróttasjóðs vegna kostnaðar. Helstu áherslubreytingar koma fram í formálum laganna.
Keppnisstjórar: Vigfús óskaði eftir því að fleiri gæfu kost á sér í keppnisstjórn, mikið álag er á honum núna þegar Björgvin Már er erlendis. Nú vantar keppnisstjóra númer 2. Þörf á keppnisstjóranámsskeiði. Vigfús er búinn að fara á keppnisstjóra námskeið í Bretlandi og er hann t.d. fullgildur að stjórna mótum þar.Hann var kostaður af BSÍ og BR. Landsliðsmál: Stjórnin greindi frá áætluðum kostnaði við að senda tvö landslið á næsta Evrópumót sem verður 23.júní -3.júlí 2010 í Ostende í Belgíu. Líklegur kostnaður gæti nálgast  6 milljónir (Bara mótsgjaldið er 7.000 evrur). Þetta kann þó að breytast, hótelkostnaður er hugsanlega lægri en kemur fram í áætlunum. Loftur lagði til að ekki yrði sent lið að þessu sinni en leggja meiri áherslu á nýliðastarf. Sagðist  í lokin vera mjög ánægður með alla umræðuna um landslið. Erla og Frímann vildu að annaðhvort færu bæði lið eða hvorugt Sveinn minnti á að mjög mikilvægt væri fyrir Bridgesambandið að vera sýnilegt og liður í því væri að keppa á erlendum vettvangi, allt umtal er nauðsynlegt til að einhver nýliðun geti orðið.  Í Hollandi er afar gott starf, bridge er kennt í grunnskóla og kemur sterkt inn í skólakerfinu. Hvergi eru fleiri félagsmenn en þar. Hollenska ríkið styrkir allar íþróttagreinar, styrkupphæðin fer hins vegar eftir árangri, gríðarlegt stress í að ná að vera meðal fjögurra efstu, annars pompar styrkurinn. Stífar æfingar fyrir öll pör. Sveinn sagði ennfremur að 95% tími stjórnar BSÍ fer í að ræða um landsliðsmál, Evrópumót eru ekki eini valkostur, við þurfum að auka breidd og stöðugleika. Einnig má benda á að frammistaða Íslendinga undanfarin ári í Evrópumótum er í raun stórglæsileg, aftur og aftur í topp tíu, sáralítið hefur vantað til að komast áfram. Þorsteinn:
Í nefnd um opinn flokk eru Þorsteinn Berg, Ragnar Hermannsson og Gunnlaugur Karlsson. Stefnt  að því að vera með áhugasöm pör á æfingum og fækka seinna í 5 pör, 3 fari í EM og 2 fái annað verkefni.   Nefnd um kvennalið ekki enn fullskipuð. Sjálfsagt að hafa samstarf, sömu æfingar fyrir kvennapör. Kristinn stakk upp á að halda opinn fund um landsliðsmál, landsliðin noti Bridgehátíð til þjálfunar.  Nefndi möguleika á að ganga í ÍSÍ. Gunnar Björn sagði að góð frammistaða landsliða ýtti undir nýliðun. Hefur verið unglingalandsliði bæði í knattspyrnu og bridge og það sé eins og svart og hvítt. Mun meiri agi í kringum knattspyrnu.
Erla: Hvað vilja pörin leggja á sig til að vera í landsliði? Agamál. Rætt var um reglur og aga og áfengi í kringum landslið, einnig um áhugaleysi.
Kjördæmamót: Kristján Már óskaði eftir ákvörðun um fjölda liða í kjördæmakeppni.  Ýmsir möguleikar eru: Gestgjafar verði með tvö lið, Reykjavík sendi tvö lið, fækað verði um eitt lið t.d. með því að tvö kjördæmi séu sameinuð eða kjördæmasamböndum verði breytt. Jörundur minnti á að ef spilari fer milli kjördæma, þá þarf slík breyting að fara fram fyrir áramót til að hann verði gjaldgengur í næst í nýja kjördæminu. Bergmál í spilasal: Sigurjón Harðarson kvartaði undan bergmáli í spilasalnum og benti á að hægt væri að fá hljóðmann til að gefa leysa vandann. Nefndastörf: Stjórn hvött til að sjá til þess að nefndir séu virkar - þar er sérstaklega verið að benda á nýliðunar- og fræðslunefnd. Norðurlandamótið í Finnlandi: Jörundur sagði frá fundi NM. Formennska færist nú frá Norðmönnum til Dana, nýr forseti verður Ole Veje sem er þekktur bridge fræðari. Yngri spilara mótin fara framvegis á milli Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Vilja frekar styrkja hinar þjóðirnar. Næsta NM verður í Svíþjóð 2011, síðan á Íslandi 2013 BridgeMate tölvur, Magic Contest forrit: Svenni greindi frá samningi við Hollendinga um kaup á BridgeMate tölvum og vefþjónum. Nú þegar í notkun á Selfossi, Reykjanesbæ og í Síðumúla 37. BSÍ mun eiga tölvurnar og leigja þær út gegn vægu gjaldi.Fræðslustarf: Mikill kraftur hljóp í það starf þegar Jón Sigurbjörnsson var forseti, hann réði Matthías Þorvaldsson og Ljósbrá Baldursdóttir til að vinna að menntunarmálum, Ljósbrá útbjó kennsluefni að hollenskri fyrirmynd og setti það á síður BSÍ. Björgvin Már og Aron sinntu kennslu í framhaldsskólunum og bridge var viðurkenndur áfangi. Nokkuð hefur dregið úr kennslunni. Guðlaugur Sveinsson hrósaði Ólöfu og stjórn fyrir góða frammistöðu. Taldi mjög nauðsynlegt að senda landslið.Að lokum þakkaði nýendurkjörinn forseti Þorsteinn Berg fundargestum góða fundarsetu og sleit þinginu. Fundarritari: Jörundur Þórðarson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar