Stjórnarfundur 9.september

þriðjudagur, 15. september 2009
11. Stjórnarfundur BSÍ miðvikudaginn 9. september kl. 16.30  Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson.  Páll Þórsson boðaði forföll.  1. Skýrsla forsetaBúið að ganga frá síðasta Ólympíumóti. Þar er búið að skoða kostnaðarliði og greiða dagpeninga til landsliðsmanna í opna flokknum. Samþykkt að Þorsteinn athugi með fjáröflun fyrir næsta Evrópumótið næsta sumar í Oostende í Belgíu.   2. Skýrsla framkvæmdastjóra -þátttökugjald í mótum:
Mót Gjaldið þetta ár í fyrra
Sumarbridge 800/400 800/400
Vetrarbridge 900/500 800/400 
Bridgehátíð Sumarbridge - Tvímenningur á par 4000 4.000
Bikarkeppni BSÍ, undanúrslit og úrslit 5000 4.000
Íslandsmót kvenna í tvímenningi pr par    7000
Íslandsmót í einmenningi   3.000
Deildakeppni   28.000
Íslandsmót eldri spilara í tvímenning 5.000 par
Íslandsmót í parasveitakeppni 12.000 
Íslandsmót í sagnkeppni 2.000 á par  2.000
Íslandsmót í bötlertvímenningi    4.000
Stjörnustríð   20.000 pr. par 30.000
29. Bridgehátíð Reykjavíkur, BSÍ og BR 17.000 / 34.000 
Íslandsmót kvenna í sveitakeppni   14.000
Íslandsmót í tvímenningi, opinn flokkur, úrslit   10.000 
Íslandsmót í sveitakeppni, opinn flokkur, undanúrslit    28.000
Íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni og tvímenning  á sveit
Íslandsmót í paratvímenningi  7.000
Íslandsmót í sveitakeppni, opinn flokkur, úrslit  15.000
Kjördæmamót BSÍ 32.000
    3. Skýrsla gjaldkera. Rekstur hússins:  Ragnheiður fór yfir uppgjör vetrar og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.Einnig rætt um viðhald á sameign og kostnað sem af því hlýst. Rætt var um þrif á sölum, salernum, skrifstofu og sameign. Einnig var rætt um spilagjöfina, sem er aðallega á ábyrgð Arnars en Solveig veitir aðstoð auk þess sem hún sinnir þrifum. Spurning hvort þörf sé á innsigli á spilagjöf. Slíkt innsigli er til. Harpa og eldhúsfólk hreinsa einu sinni í mánuði, mjög vel, hreinsa undan öllum borðfótum 
4. Sumarbridge. Sveinn greinir frá uppgjöri Björgvin sá um keppnisstjórn fyrri hluta sumars en Sveinn tók við og sá um seinni hluta. Á þessu sumri var meðalfjöldi  24,5 pör á kvöldi.
Sumarbridge hófst eftir að vetrarstarfi félagi lauk eða 18. maí. Spilað var á mánudögum og miðvikudögum, alls í 32 skipti. Meðalaðsókn var   pör.
Halldór Þorvaldsson hlaut flest bronsstig 321, 2. Unnar Atli Guðmundsson 248, Magnús Sverrisson 175.  Hulda Hjálmarsdóttir hlaut flest bronsstig kvenna 129, en Hrafnhildur Skúla og Guðrún Jó voru skammt undan.
Sumrinu lauk með silfurmóti sem haldið var laugardaginn 5. sept. 2009. Verðlaun voru í formi þátttökugjalda í einmenningi og þeir efstu fengu auk þess aðgang að Bridgehátíð. Sigurvegarar:
1. Gunnlaugur Karlsson - Kjartan Ásmundsson
2. Runólfur Jónsson - Gunnlaugur Sævarsson
3. Hjálmar S. Pálsson - Kjartan Jóhannsson
4. Stefán Jónsson - Hermann Friðriksson
5. Þórir Sigursteinsson - Haraldur IngasonDregið var um aukaverðlaun, gisting og keppnisgjöld á Madeira en þau hlutu parið Csaba Daday og Kristmundur Einarsson 
5. Magic contest + Bridgemate í félögunum Leggja til við Ársþing að hækka gjald pr. spilara úr 100 krónum í 110 krónur. BSÍ er aðili að þremur alþjóðlegum samskiptum og mikill kostnaður fylgir því. Við erum aðilar að norrænu samstarfi, Evrópusamstarfi og einnig í í heimsbridge sambandinu. Á öllum vígstöðvum er stöðugt verið að hækka aðildargjöld þannig að þessi félagsgjöld okkar hrökkva varla til .Leigugjald vegna BridgeMate og notkun á Magic Contest verði 20 kr á hvern spilara í hvert skipti. Mikilvægt er að láta smíða kassa utan um BridgeMate. Þörf fyrir að kaupa fleiri BM-tölvur ásamt vefþjónum (serverum). Líklega best að miða við að kaupa 20 stk pr önn. (200 stk á næstu 5 árum)Mikilvægt að taka upp samræmt númerakerfi hér á landi, sérhver spilari fái sitt fjögurra stafa númer og haldi því. Þetta einfaldar alla skráningu og auðveldar allt bókhald. 
6.  Samþykkt að breyta verðlaunum fyrir deildakeppni. verðlaun í deildarkeppni -  300þús breyta vinningum í deildakeppni, nýta Iceland-express miða. - vísa til laganefndar SRE - aftengja NM  -  
7. Landsliðsmál: Þátttökugjald í Evrópumótinu er mjög hátt, 3.000 evrur á hvert lið -frekari umræðu vísað til næsta fundarNæsti fundur kl 15 fimmtudaginn 17. sept 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar