Stjórnarfundur 12.ágúst 2009

fimmtudagur, 20. ágúst 2009

10. Stjórnarfundur BSÍ miðvikudaginn 12. ágúst kl. 16.30
 Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson.  Páll Þórsson boðaði forföll.
 
Skýrsla framkvæmdastjóra: Sumarbridge hefur verið í gangi á mánudögum og miðvikudögum og hefur Björgvin Már séð að mestu um keppnisstjórn. Hann er nú á leið út úr landi og verður ekki keppnisstjóri hér á næstunni - vonandi kemur hann reynslunni ríkari eftir nám og störf þar. Í næstu viku tekur Sveinn Rúnar við og sér um þau kvöld sem eftir eru. Bikarkeppnin er á fullu og er nú búið að draga í 4. umferð. Mörg óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós. 
Nú er verið að ganga frá síðasta Ólympíumóti. Þar er búið að skoða kostnaðarliði og athuga einnig greiðslu dagpeninga til landsliðsmanna í opna flokknum. Einnig voru ófrágengnar greiðslur vegna maka keppenda.
Hingað til hafa verið greiddir krónur 2000 til þátttakenda fyrir hvern dag. (Á NM í Finnlandi var allur matur innifalinn þannig að enga dagpeninga þurfti). Í þessari ferð hefur kostnaður hins vegar aukist verulega vegna rýrnunar krónu og okkar tillaga er því að dagpeningar hækki í 3000 kr pr. dag. Samþykkt.
Einnig samþykkt að Þorsteinn athugi með frekari fjáröflun.
Um skipan landsliðsmála.
JÞ: Næsta stóra verkefni er Evrópumótið í Ostende í Belgíu sem fer fram næstkomandi 18. júní til 2. júlí. Því miður hefur kostnaður allur stóraukist og eru keppnisgjöld 3500 evrur fyrir hvert lið. Ef hótelgisting er síðan pöntuð í gegnum mótshaldara fæst 500 evru afsláttur. JÞ reyndi að kanna gistingu þennan tíma en þá kom í ljós að öll gisting er frátekin þennan tíma. Þá var reynt að hafa samband við uppgefinn fulltrúa mótshaldara en ekkert svar hefur enn borist. Mjög mikilvægt er að gera kostnaðaráætlun vegna landsliðsverkefna,
þannig að þetta mál verður skoðað áfram. Á undanförnum fundum hefur verið rætt um að koma landsliðsmálum í hendur nefnda sem geta þá einbeitt sér að sínu liði. Stjórn BSÍ hefur samt lokaorð.
Nefnd fyrir opna flokkinn: Tengiliður við stjórn: Þorsteinn,
 hlutverk nefndar að setja sér vinnureglur, fjáröflun, þjálfun, notkun nets við þjálfun, landsliðsæfingar með aðstoð nets. Landsleikir á netinu (BBO)
Landsliðsnefnd kvenna: Jörundur tengiliður við stjórn,
Landsliðsnefnd yngri spilara: Hér er ekki um marga spilara að ræða svo að ekki er víst erfitt sé að velja í lið. Tengiliður við stjórn Páll 
SRE hvatti til þess að efla skólabridge, taldi að ráða þurfi tímabundið í stöðu í tengslum við bridgekennslu? Eina sem þarf í skólana eru sagnbox og 30 spil.
breyta vinningum í deildakeppni, nýta Icelandexpress miða
JÞ greindi frá mögulegum styrkjum frá Menntamálaráðuneyti vegna þýðingar og útgáfu laganna í keppnisbridge. Hann ætlar að leggja fram styrkumsókn. Nú er búið að setja nýþýdd keppnislögin á spjallrásina og er óskað eftir athugasemdum og leiðréttingum.
Styrkumsókn til fjárlaganefndar, Ólöf ætlar að hafa samband við ráðuneyti og kanna stöðu okkar á fjárlögum
Rætt um kaup á BridgeMate. SRE hefur verið í sambandi við söluaðila og lagði inn plagg um kostnað við kaup
Önnur mál
Ragga:  Stakk upp á að halda fjáröflunarmót  vegna  landsliða launalaust, leigufrítt með góð verðlaun
SRE: Í tengslum við lokamótið í sumarbridge að vera með Madeira verðlaun, 2 dregnir út.

Fundi slitið

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar