Stjórnarfundur 11.maí 2009

fimmtudagur, 20. ágúst 2009

8. Stjórnarfundur BSÍ mánudaginn 11. maí 2009 kl 16.30 Mættir Þorsteinn Berg forseti, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Nielsen og Sveinn R. Eiríksson. Páll Þórsson boðaði forföll.
Dagskrá
1. Skýrsla forseta: Sigfús Þórðarson f. 28.des.1934, lést 5.maí, hans var minnst með stuttri þögn.
Ræddar voru sanngjarnar tillögur um uppgjör salarleigu Bridsskólans, til að taka tilboði GPA samþykkt að mestu, innlagnir gætu einnig tengst fleiri þáttum s.s. sumarbridge, undirbúningi landsliða.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra:
Úrslitin í Íslandsmóti í sveitakeppni fór fram á Loftleiðum 23.apríl til 25.apríl í keppni 12 sveita, allir við alla, 16 spil í leik. Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson.
1 Grant Thornton 212
2 Eykt 201
3 Lyfjaver 200
4 Karl Sigurhjartarson 196
5 Júlíus Sigurjónsson 189
Sunnudaginn 26. apríl var úrslitakeppni milli 4rra efstu og endaði þannig:
1. Grant Thornton 267
2. Eykt 258
3. Karl Sigurhjart 235
4. Lyfjaver 225
Nýkrýndir Íslandsmeistarar í sveitakeppni eru herrarnir í sveit Grant Thornton.
Í sveitinni spiluðu þeir, Sveinn R. Eiríksson, Hrannar Erlingsson, Magnús E. Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson og bræðurnir Oddur og Hrólfur Hjaltasynir.
Alþingiskosningarnar þann 25. apríl skyggði á þessa skemmtilegu keppni sem tókst afar vel og send beint út á alnetið BBO.
Íslandsmót í paratvímenning, fór fram helgina 9.-10. maí með þátttöku 19 para. Spilaðar voru 19 umferðir, 5 spil milli, alls 90 spil þegar yfirsetan er dregin frá.. Ágætur keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson. Spilamennskan fór fram að Síðumúla 37. Athygli vakti engin þátttaka para utan af landi.
Brynja Dýrborgardóttir og Björgvin Már Kristinsson eru Íslandsmeistarar í Paratvímenning 2009. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá báðum og voru þau vel að honum komin. Þau háðu mikla keppni við Hrund Einarsdóttir og Hrólf Hjaltason sem gáfu eftir á lokasprettinum og enduðu í 2. sæti , 0,4 stigum á undan Vigdísi Sigurjónsdóttur og Ólafi Lárussyni.
1 152,0 Brynja Dýrborgardóttir - Björgvin Már Kristinsson
2 100,4 Hrund Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason
3 100,0 Vigdís Sigurjónsdóttir - Ólafur Lárusson
4 83,1 Harpa Fold Ingólfsdóttir - Þórður Sigurðsson
5 70,2 Soffía Daníelsdóttir - Sverrir Þórisson
6 69,8 Guðrún Jóhannesdóttir - Jón Hersir Elíasson
7 49,1 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson
8 34,2 Edda Thorlacius - Ísak Örn Sigurðsson
9 20,4 Sigrún Þorvarðardóttir - Jón Þorvarðarson
10 7,8 Ólöf H Þorsteinsdóttir - Kristján Már Gunnarsson
3. Sumarbrids: Spilað verður mánudaga og miðvikudaga, ekki líklegt að hægt sá að vera með spilamennsku föstudaga. Möguleiki að skipuleggja aukamót (silfurmót) einu sinni í mánuði, einnig verið rætt að hafa einhverja síðdegisopnun í júlí til að þjónusta eldri spilara. Keppnisstjórn: Samþykkt að Sveinn og Ólöf gangi frá keppnisstjóramálum í sumar, líklegt að Sveinn sjái um miðvikudaga og Björgvin um mánudaga. Rætt var um að launagreiðslur fyrir þetta yrðu þátttökutengdar. Afleysingar Þórður, Vigfús afleysing, Guðni hjá Keflavík,) Gjald fyrir Sumarbridge: 1000 - 500 Hvað sjáum við fyrir okkur að hægt sé að gera til að að örva þátttöku, fleiri fletir, kennsla, verðlaun, sagnakeppni í yfirsetu, verkefni Guðm. Páll Verðlaun í Sumarbridge, aðgangur í mót?
Bikarkeppni: gjald 5000 - draga bara eina umferð í einu - Athuga með sponsor fyrir BBO í lokamóti.
4. Sumarfrí framkvæmdastjóra: Ólöf fer í sumarfrí 15.júní, mun senda út rukkanir vegna bikarmóts, verður í samstarfi við fleiri til að hún geti tekið út það frí sem hún á rétt á. Guðný og Sólveig verða henni til aðstoðar. Samt mun hún koma um mánaðamót til að sjá um mikilvægustu þætti. s. launagreiðslur, vsk-skýrslur, senda út rukkanir v/bikars.
5. Ljúka við mótaskrá: Páll mun boða fund í mótanefnd.
6. Keppnisstjóri á kjördæmamóti. Sveinn R hefur samþykkt að taka það að sér.
7. Önnur mál:
a) Rætt um hvernig á að taka á vanskilum, keppnisbann eða rukka fyrirfram
b) Rætt um að nýta betur fríar gistinætur á Loftleiðum í tengslum við Bridgehátíð. Gæti verið í formi verðlauna fyrir félög utan af landi.
c) Garðar mælir með því að breyta keppnisformi í sveitakeppni, til að örva þátttöku getur verið gott að draga pör saman í sveitir, sterkt par myndi sveit með veikara pari. Þetta hefur verið gert í Bridgefélagi Suðurnesjamanna með góðum árangri. Sveinn hefur íhugað að banna mjög flóknar hindrunarsagnir í Miðvikudagsklúbbi. Þetta getur gert klúbbinn vinsamlegri gagnvart nýliðum.

Nýtt efnislag...

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar